Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2025 10:26 Malbika á götur um alla borg í sumar. Vísir/Vilhelm Malbikað verður fyrir einn milljarð í Reykjavík í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum. Gert er ráð fyrir að endurnýjun gatna fyrir árið 2025 svari til tæplega 21 kílómetra af gatnakerfinu, eða 5 prósent. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum fimmtudaginn 13. mars. Þar er einnig fjallað um nýtt minnisblað Eflu þar sem fjallað er um stöðu og áætlaða viðhaldsþörf gatna í Reykjavík. Þar segir að ástand gatnakerfis Reykjavíkurborgar hafi haldist nokkuð stöðugt undanfarin ár og sé í ásættanlegu ástandi. Hlutfall gatna í góðu ástandi, þar sem meira en fimm ár eftir af líftíma, hefur haldist sambærilegt, eða um 58 til 66 prósent af gatnakerfinu. Hlutfall gatna í slæmu ástandi, þar sem líftími þess er liðinn, hefur farið hægt batnandi síðastliðin ár, úr 15 prósent í 6 prósent nú í janúar, sem er sögulegt lágmark. Hins vegar á tæplega þriðjungur gatnakerfisins um 1 til 5 ár eftir af líftíma sínum. Þar kemur einnig fram að áætluð þörf til endurnýjunar slitlaga hefur einnig haldist sambærileg nú í nokkur ár, eða á milli 22 til 30 kílómetrar á ári, sem er um 5 til 7 prósent af heildar gatnakerfi Reykjavíkurborgar. Götur eða götukaflar í forgangi. Reykjavíkurborg Göturnar eða götukaflarnir sem eru í forgangi í ár eru: Akurgerði ( Sogavegur - Breiðagerði ) Austurbrún, Álfabakki, Álmgerði ( Stóragerði - Furugerði ) Ásvallagata, Bakkastaðir nr. 1-75 ( Bakkastaðir aðalgata - inn í enda ), Barmahlíð, Barónstígur, Bergstaðastræti, Berjarimi ( Berjarimi nr. 65 - inn í enda ), Bjargarstígur, Borgartún - hringtorg v/Sóltún, Borgavegur – Smárarimatorg, Borgavegur ( Langirimi – Víkurvegur), Borgavegur ( Sóleyjarrimi - Spöng ), Borgavegur/Móavegur, tengivegur Brávallagata nr. 40-50, Breiðagerði ( Mosgerði - Sogavegur ), Breiðhöfði ( Straumur - Bíldshöfði ), Bústaðavegur ( Grensásvegur - Réttarholtsvegur ), Bæjarháls (Rofabær - Höfðabakki ) st. 15 -248, Dvergshöfði (Höfðabakki - Höfðabakki nr. 3), Fannafold nr. 134-156, Fannafold nr. 158-170, Fannafold nr. 225-251 Félagstún, að Höfða, Fjallkonuvegur ( Funafold - Logafold ), Fjallkonuvegur (Logafold - Gagnvegur), Fríkirkjuvegur ( Lækjargata - Fríkirkja ), Frostafold nr. 1-25, Frostafold nr. 40-62 og 165-187 Furugerði ( Álmgerði - Furugerði nr. 7 ), Gamla Hringbraut ( Vatnsmýrarvegur - Laufásvegur ), Golfskálavegur, Grænlandsleið, Gvendargeisli, Helgugrund nr. 1-10 Hellusund, Hesthúsavegur (Víðidalur), Hofsgrund, Hólastekkur (Hamrastekkur), Hverfisgata ( Frakkastígur – Vitastígur)m Hverfisgata ( Ingólfsstræti - Smiðjustígur ), Hverfisgata ( Vatnsstígur - Frakkastígur ), Hverfisgata (Klapparstígur - Vatnsstígur ), Jaðarsel ( Kögursel - Klyfjasel ), Jaðarsel (Kambasel - Útvarpsstöðvarvegur ), Jörfagrund nr. 1-14, Klukkurimi (Langirimi - inn í enda) Korpúlfsstaðavegur (Víkurvegur - Garðastaðir), Kringlan hringur ( Rampur að Miklabraut - suður að hraðahindrun ) Langagerði nr. 30-46, Langagerði nr. 94-112, Laugarnesvegur (Kirkjusandur - Kleppsvegur), Laugateigur (Gullteigur - Reykjavegur), Lindarvað (Bugða - inn í enda), Ljárskógar (10-16, 1-7, 2-8, 9-15), Logafold (116-122, 55-75), Mosavegur (Skólavegur - að þrengingu), Móavegur (Vættarborgir - inn í enda ), Nauthólsvegur (Nauthólsvík - inn í botn ), Norðlingabraut ( Árvað - Helluvað ) st. 3 - 690 Norðurfell (Vesturberg - Eddufell ), Ofanleiti ( Efstaleiti - Neðstaleiti ), Rafstöðvarvegur (rampi frá Vesturlandsvegi - Rafstöðvarvegur nr.1 ) Rauðalækur ( Bugðulækur - Dalbraut ) st. 245 – 558, Reykjavegur - hringtorg við Engjaveg / Sigtún Reykjavegur ( Sundlaugavegur - Kirkjuteigur ) Reykjavegur við Laugardalsvöll, Rofabær / Selásbraut ( Fylkisvegur - Hraunsás) Skeiðarvogur ( Mörkin - Suðurlandsbraut ), Skildingatangi ( Skildinganes - inn í botn ) Skólabrú, ( Lækjargata - Kirkjutorg ) st. 16 – 46, Sogavegur ( Sogavegur nr. 164 - Tunguvegur ), Sogavegur ( Tunguvegur - Sogavegur nr. 224 ), Spöngin ( hringtorg við Mosaveg ), Stangarholt nr. 3-9, Steinagerði ( Breiðagerði - inn í enda ), Stekkjarbakki til Breiðholtsbrautar ( Arnarbakki - Breiðholtsbraut ), Stóragerði ( Brekkugerði - Álmgerði ), Strýtusel (10-22, 1-7, 2-8, 9-15), Suðurgata (Brynjólfsgata – Hringbraut, Suðurgata (Hjarðarhagi - Brynjólfsgata ), Suðurlandsbraut, ( Reykjavegur - Kringlumýrarbraut ) Suðurlandsbraut ( Kringlumýrarbraut - Hallarmúli ), Sæbraut ( gatnamótasvæðið við Faxagötu og akrein til vesturs að Hörpu ), Sævarhöfði, rampi frá Gullinbrú, Teigagerði (Breiðagerði - inn í enda ),Túngata, Urðarbrunnur ( Skyggnisbraut - Úlfarsbraut ), Vesturgata, Vesturhólar ( Haukshólar - Norðurhólar ), Viðarrimi nr. 29-65, Vonarstræti (Lækjargata - Tjarnargata ), Þönglabakki ( Stekkjarbakki – bílakjallara). Malbikunarsjá á vefnum Hægt er að fylgjast með malbikunarframkvæmdum í Reykjavík í kortasjá á vef borgarinnar. Þar er hægt að skoða hvað er framundan, í gangi og hvaða framkvæmdum er lokið. Reykjavík Skipulag Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Gert er ráð fyrir að endurnýjun gatna fyrir árið 2025 svari til tæplega 21 kílómetra af gatnakerfinu, eða 5 prósent. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum fimmtudaginn 13. mars. Þar er einnig fjallað um nýtt minnisblað Eflu þar sem fjallað er um stöðu og áætlaða viðhaldsþörf gatna í Reykjavík. Þar segir að ástand gatnakerfis Reykjavíkurborgar hafi haldist nokkuð stöðugt undanfarin ár og sé í ásættanlegu ástandi. Hlutfall gatna í góðu ástandi, þar sem meira en fimm ár eftir af líftíma, hefur haldist sambærilegt, eða um 58 til 66 prósent af gatnakerfinu. Hlutfall gatna í slæmu ástandi, þar sem líftími þess er liðinn, hefur farið hægt batnandi síðastliðin ár, úr 15 prósent í 6 prósent nú í janúar, sem er sögulegt lágmark. Hins vegar á tæplega þriðjungur gatnakerfisins um 1 til 5 ár eftir af líftíma sínum. Þar kemur einnig fram að áætluð þörf til endurnýjunar slitlaga hefur einnig haldist sambærileg nú í nokkur ár, eða á milli 22 til 30 kílómetrar á ári, sem er um 5 til 7 prósent af heildar gatnakerfi Reykjavíkurborgar. Götur eða götukaflar í forgangi. Reykjavíkurborg Göturnar eða götukaflarnir sem eru í forgangi í ár eru: Akurgerði ( Sogavegur - Breiðagerði ) Austurbrún, Álfabakki, Álmgerði ( Stóragerði - Furugerði ) Ásvallagata, Bakkastaðir nr. 1-75 ( Bakkastaðir aðalgata - inn í enda ), Barmahlíð, Barónstígur, Bergstaðastræti, Berjarimi ( Berjarimi nr. 65 - inn í enda ), Bjargarstígur, Borgartún - hringtorg v/Sóltún, Borgavegur – Smárarimatorg, Borgavegur ( Langirimi – Víkurvegur), Borgavegur ( Sóleyjarrimi - Spöng ), Borgavegur/Móavegur, tengivegur Brávallagata nr. 40-50, Breiðagerði ( Mosgerði - Sogavegur ), Breiðhöfði ( Straumur - Bíldshöfði ), Bústaðavegur ( Grensásvegur - Réttarholtsvegur ), Bæjarháls (Rofabær - Höfðabakki ) st. 15 -248, Dvergshöfði (Höfðabakki - Höfðabakki nr. 3), Fannafold nr. 134-156, Fannafold nr. 158-170, Fannafold nr. 225-251 Félagstún, að Höfða, Fjallkonuvegur ( Funafold - Logafold ), Fjallkonuvegur (Logafold - Gagnvegur), Fríkirkjuvegur ( Lækjargata - Fríkirkja ), Frostafold nr. 1-25, Frostafold nr. 40-62 og 165-187 Furugerði ( Álmgerði - Furugerði nr. 7 ), Gamla Hringbraut ( Vatnsmýrarvegur - Laufásvegur ), Golfskálavegur, Grænlandsleið, Gvendargeisli, Helgugrund nr. 1-10 Hellusund, Hesthúsavegur (Víðidalur), Hofsgrund, Hólastekkur (Hamrastekkur), Hverfisgata ( Frakkastígur – Vitastígur)m Hverfisgata ( Ingólfsstræti - Smiðjustígur ), Hverfisgata ( Vatnsstígur - Frakkastígur ), Hverfisgata (Klapparstígur - Vatnsstígur ), Jaðarsel ( Kögursel - Klyfjasel ), Jaðarsel (Kambasel - Útvarpsstöðvarvegur ), Jörfagrund nr. 1-14, Klukkurimi (Langirimi - inn í enda) Korpúlfsstaðavegur (Víkurvegur - Garðastaðir), Kringlan hringur ( Rampur að Miklabraut - suður að hraðahindrun ) Langagerði nr. 30-46, Langagerði nr. 94-112, Laugarnesvegur (Kirkjusandur - Kleppsvegur), Laugateigur (Gullteigur - Reykjavegur), Lindarvað (Bugða - inn í enda), Ljárskógar (10-16, 1-7, 2-8, 9-15), Logafold (116-122, 55-75), Mosavegur (Skólavegur - að þrengingu), Móavegur (Vættarborgir - inn í enda ), Nauthólsvegur (Nauthólsvík - inn í botn ), Norðlingabraut ( Árvað - Helluvað ) st. 3 - 690 Norðurfell (Vesturberg - Eddufell ), Ofanleiti ( Efstaleiti - Neðstaleiti ), Rafstöðvarvegur (rampi frá Vesturlandsvegi - Rafstöðvarvegur nr.1 ) Rauðalækur ( Bugðulækur - Dalbraut ) st. 245 – 558, Reykjavegur - hringtorg við Engjaveg / Sigtún Reykjavegur ( Sundlaugavegur - Kirkjuteigur ) Reykjavegur við Laugardalsvöll, Rofabær / Selásbraut ( Fylkisvegur - Hraunsás) Skeiðarvogur ( Mörkin - Suðurlandsbraut ), Skildingatangi ( Skildinganes - inn í botn ) Skólabrú, ( Lækjargata - Kirkjutorg ) st. 16 – 46, Sogavegur ( Sogavegur nr. 164 - Tunguvegur ), Sogavegur ( Tunguvegur - Sogavegur nr. 224 ), Spöngin ( hringtorg við Mosaveg ), Stangarholt nr. 3-9, Steinagerði ( Breiðagerði - inn í enda ), Stekkjarbakki til Breiðholtsbrautar ( Arnarbakki - Breiðholtsbraut ), Stóragerði ( Brekkugerði - Álmgerði ), Strýtusel (10-22, 1-7, 2-8, 9-15), Suðurgata (Brynjólfsgata – Hringbraut, Suðurgata (Hjarðarhagi - Brynjólfsgata ), Suðurlandsbraut, ( Reykjavegur - Kringlumýrarbraut ) Suðurlandsbraut ( Kringlumýrarbraut - Hallarmúli ), Sæbraut ( gatnamótasvæðið við Faxagötu og akrein til vesturs að Hörpu ), Sævarhöfði, rampi frá Gullinbrú, Teigagerði (Breiðagerði - inn í enda ),Túngata, Urðarbrunnur ( Skyggnisbraut - Úlfarsbraut ), Vesturgata, Vesturhólar ( Haukshólar - Norðurhólar ), Viðarrimi nr. 29-65, Vonarstræti (Lækjargata - Tjarnargata ), Þönglabakki ( Stekkjarbakki – bílakjallara). Malbikunarsjá á vefnum Hægt er að fylgjast með malbikunarframkvæmdum í Reykjavík í kortasjá á vef borgarinnar. Þar er hægt að skoða hvað er framundan, í gangi og hvaða framkvæmdum er lokið.
Reykjavík Skipulag Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira