Viðskipti innlent

Hætta við Coda Terminal í Hafnar­firði

Kjartan Kjartansson skrifar
Carbfix hefur þróað tækni til þess að dæla koltvísýringi niður í jörðina í borholum eins og þessari. Þar binst hann bergi varanlega. Fyrirtækið stefnir að því að opna förgunarstöð fyrir koltvísýring sem yrði fluttir til landsins í Straumsvík á næstu árum.
Carbfix hefur þróað tækni til þess að dæla koltvísýringi niður í jörðina í borholum eins og þessari. Þar binst hann bergi varanlega. Fyrirtækið stefnir að því að opna förgunarstöð fyrir koltvísýring sem yrði fluttir til landsins í Straumsvík á næstu árum. Orkuveitan

Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöð í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað.

Hávær andstaða gegn kolefnisförgunarstöðinni hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars lýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á Völlunum. Álit Skipulagsstofnunar um að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkni eða skaða vatnsból sefaði ekki þær áhyggjur.

Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýstu yfir efasemdum um Carbfix-verkefnið í þessari viku og þeirri síðustu, meðal annars um hvort það yrði lagt fyrir bæjarstjórnina yfir höfuð. Vísaði Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, til þess að enn væri óvissa um áhrif niðurdælingar á sjávarfallatjarnir í Straumsvík sem vakta átti sérstaklega.

Fréttin verður uppfærð.


Tengdar fréttir

Ekki víst að Car­b­fix-verk­efnið verði lagt fyrir bæjar­stjórn

Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir ekki víst að fyrirhuguð kolefnisförgunarstöð Carbfix verði lögð fyrir bæjarstjórn. Enn standi á svörum frá Carbfix um fjárhagslegan ávinning af verkefninu sem bærinn hafi gengið eftir. Annar sjálfstæðismaður leggst gegn verkefninu.

Niður­staða um Car­b­fix í Hafnarfirði á næsta leiti

Ákvörðun um fyrirhugaða kolefnisförgunarstöð Carbfix í Straumsvík verður tekin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á allra næstu dögum eða vikum, að sögn bæjarstjóra. Hann segir óvissu enn uppi um áhrif starfseminnar sem valdi áhyggjum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×