Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 18:09 Frá trjáfellingum fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. „Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum,“ segir í tilkynningu frá borginni. Allt gengið vonum framar Í samtali við fréttastofu segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlands hjá Reykjavíkurborg, að allt hafi gengið að óskum. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Enda erum við með rosalega flott fólk sem stýrir þessu og er að gera þetta. Við erum heppin þar og þetta hefur gengið vonum framar, eigum við ekki bara að orða það þannig?“ segir Hjalti. Hjalti J. Guðmundsson er yfir borgarlandinu.Vísir/Einar Um nokkuð flókna aðgerð hafi verið að ræða, og ekki nóg að vaða bara inn í skóginn með sagir og byrja. Trjáfellingin hafi krafist skipulags og undirbúnings. „Þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Við höfum gætt fyllsta öryggis. Bæði varðandi fólkið sem er að vinna að þessu, og gagnvart vegfarendum. Við höfum tryggt umhverfið eins og kostur er og vorum með sérstakt fólk í því að gæta öryggi vegfarenda og brýna fyrir þeim sem unnu verkið að hafa öryggismálin á hreinu. Það tókst gríðarvel.“ Spennandi möguleikar Í tilkynningu borgarinnar segir einnig að nú sé hafið ferli við að endurhanna svæðið, svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar. Hjalti segir ekkert fast í hendi um hvað verði á svæðinu þar sem trén stóðu áður. „Nú er bara landslagsarkitekt að skoða það og móta tillögur. Þarna eru fjöldamörg tækifæri í að skapa skemmtilegt útivistarsvæði,“ segir hann. „Það er alltaf þannig að alls konar svona hlutir, ef maður lítur þannig á málin, skapa ný tækifæri.“ Engar frekari kröfur borist Hjalti segist eiga von á því að nú sé trjáfellingum lokið. Í það minnsta hafi ekki komið kröfur um að fleiri tré verði felld. „En það er bara Samgöngustofu, Isavi, og hvað þessir ágætu aðilar heita, að gera einhverjar kröfur um það.“ Verkefninu sé því lokið og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi önnur tré og svæðið sem undir er. „Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til þessa frábæra starfsfólks sem skipulagði og vann verkið, á vegum borgar og verktaka.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum,“ segir í tilkynningu frá borginni. Allt gengið vonum framar Í samtali við fréttastofu segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlands hjá Reykjavíkurborg, að allt hafi gengið að óskum. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Enda erum við með rosalega flott fólk sem stýrir þessu og er að gera þetta. Við erum heppin þar og þetta hefur gengið vonum framar, eigum við ekki bara að orða það þannig?“ segir Hjalti. Hjalti J. Guðmundsson er yfir borgarlandinu.Vísir/Einar Um nokkuð flókna aðgerð hafi verið að ræða, og ekki nóg að vaða bara inn í skóginn með sagir og byrja. Trjáfellingin hafi krafist skipulags og undirbúnings. „Þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Við höfum gætt fyllsta öryggis. Bæði varðandi fólkið sem er að vinna að þessu, og gagnvart vegfarendum. Við höfum tryggt umhverfið eins og kostur er og vorum með sérstakt fólk í því að gæta öryggi vegfarenda og brýna fyrir þeim sem unnu verkið að hafa öryggismálin á hreinu. Það tókst gríðarvel.“ Spennandi möguleikar Í tilkynningu borgarinnar segir einnig að nú sé hafið ferli við að endurhanna svæðið, svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar. Hjalti segir ekkert fast í hendi um hvað verði á svæðinu þar sem trén stóðu áður. „Nú er bara landslagsarkitekt að skoða það og móta tillögur. Þarna eru fjöldamörg tækifæri í að skapa skemmtilegt útivistarsvæði,“ segir hann. „Það er alltaf þannig að alls konar svona hlutir, ef maður lítur þannig á málin, skapa ný tækifæri.“ Engar frekari kröfur borist Hjalti segist eiga von á því að nú sé trjáfellingum lokið. Í það minnsta hafi ekki komið kröfur um að fleiri tré verði felld. „En það er bara Samgöngustofu, Isavi, og hvað þessir ágætu aðilar heita, að gera einhverjar kröfur um það.“ Verkefninu sé því lokið og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi önnur tré og svæðið sem undir er. „Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til þessa frábæra starfsfólks sem skipulagði og vann verkið, á vegum borgar og verktaka.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda