KSÍ

Fréttamynd

Fjöldi tillagna til að efla knattspyrnu kvenna

Stofnun U21 eða U23 landsliðs kvenna, áskorun á knattspyrnufélög um kynjakvóta í stjórnum, og hvatning til styrktaraðila um aukinn hlut til knattspyrnu kvenna. Þetta eru þrjár af mörgum tillögum sem starfshópur á vegum KSÍ leggur til í skýrslu um heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjögur komu til greina og voru öll íslensk

Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir sína hug­mynda­fræði ekki ganga út á að spila 4-4-2

Arnar Þór Viðarsson, nýráðinn A-landsliðsþjálfari, segir að hann hafi mikinn áhuga á að fá Lars Lagerbäck inn í þjálfarateymið. Hann segir þó að það verði mikilvægt að þeir tengi saman hvað varðar fótboltahugmyndafræði. Þetta sagði hann í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Fótbolti
Fréttamynd

Logi ráðinn þjálfari FH

Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segja að Eiður hætti með FH

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Íslenski boltinn