Fótbolti

KSÍ hefur lokið maraþonfundi án niðurstöðu og heldur áfram á morgun

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Landsliðsmenn Íslands þakka fyrir stuðninginn að loknu Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016.
Landsliðsmenn Íslands þakka fyrir stuðninginn að loknu Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016. Getty/Peter Kneffel

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur fundað frá hádegi í dag og verður fundarhöldum framhaldið á morgun um ofbeldismál innan sambandsins.

Í gær birtist viðtal við Þóhildi Gyðu Arnarsdóttir á vef Ríkissjónvarpsins, þar sem að hún greinir frá því að leikmaður karlalandsliðsins hafi brotið á henni inni á skemmtistað í Reykjavík haustið 2017.

Málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn greiddi konunni, sem þá var 21 árs gömul, nokkrar milljónir króna í miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þögn gegn peningagreiðslu, en Guðni Bergs­son formaður KSÍ full­yrti í viðtalsþætt­in­um Kast­ljósi að sam­band­inu hefði aldrei borist form­leg kvört­un vegna kyn­ferðisof­beld­is. Guðni sagði í kvöld­frétt­um deg­in­um eft­ir að hann hefði misminnt.

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, staðfesti það í samtali við mbl.is í dag að ofbeldismál innan hreyfingarinnar væru umræðuefni fundarins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×