Krefjast þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings: „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er stórlega skaðað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2021 15:26 Völsungur er meðal þeirra félaga sem krefst þess að KSÍ boði til aukaþings. vísir/bára Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings. Umrædd félög eru Einherji, ÍR, Magni, Leiknir F., Hamar, Völsungur, Víðir, Njarðvík og KV. Þau gera sömu kröfu og ÍTF, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna; að KSÍ boði til aukaþings þar sem núverandi stjórn geti endurnýjað umboð sitt. Í yfirlýsingu félaganna níu segir að orðspor íslenskrar knattspyrnu sé stórlega skaðað og því sé nauðsynlegt að boða til aukaþings og móta viðbrögð til framtíðar sem njóti trausts allra aðildarfélaga KSÍ og samfélagsins í heild sinni. Bent er á grein 13.5 í lögum KSÍ en þar segir: „Á aukaþingi má ekki gera lagabreytingar og ekki kjósa stjórn, nema bráðabirgðastjórn, ef meirihluti kjörinnar aðalstjórnar hefur sagt af sér eða hætt störfum að öðrum orsökum, eða stjórnin að eigin dómi orðið óstarfhæf.“ Félögin níu segja nauðsynlegt að öll aðildarfélög KSÍ komi að málinu til að traust ríki um næstu skref og þá vinnu sem nú þurfi að ráðast í. Innlegg í málefni KSÍ frá knattspyrnudeild ÍR. pic.twitter.com/kbeh76r9k3— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 30, 2021 Á fundi KSÍ í gær var rætt um að boða til auka ársþings en engin formleg tillaga var lögð fram þess efnis. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í gær en stjórn sambandsins situr sem fastast. Gísli Gíslason og Borghildur Sigurðardóttir gegna störfum formanns tímabundið. Í samtali við Bítið á Bylgjunni sagði Borghildur að ekki hafi verið möguleiki á því að öll stjórnin myndi hætta því þá yrði KSÍ óstarfhæft. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Umrædd félög eru Einherji, ÍR, Magni, Leiknir F., Hamar, Völsungur, Víðir, Njarðvík og KV. Þau gera sömu kröfu og ÍTF, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna; að KSÍ boði til aukaþings þar sem núverandi stjórn geti endurnýjað umboð sitt. Í yfirlýsingu félaganna níu segir að orðspor íslenskrar knattspyrnu sé stórlega skaðað og því sé nauðsynlegt að boða til aukaþings og móta viðbrögð til framtíðar sem njóti trausts allra aðildarfélaga KSÍ og samfélagsins í heild sinni. Bent er á grein 13.5 í lögum KSÍ en þar segir: „Á aukaþingi má ekki gera lagabreytingar og ekki kjósa stjórn, nema bráðabirgðastjórn, ef meirihluti kjörinnar aðalstjórnar hefur sagt af sér eða hætt störfum að öðrum orsökum, eða stjórnin að eigin dómi orðið óstarfhæf.“ Félögin níu segja nauðsynlegt að öll aðildarfélög KSÍ komi að málinu til að traust ríki um næstu skref og þá vinnu sem nú þurfi að ráðast í. Innlegg í málefni KSÍ frá knattspyrnudeild ÍR. pic.twitter.com/kbeh76r9k3— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 30, 2021 Á fundi KSÍ í gær var rætt um að boða til auka ársþings en engin formleg tillaga var lögð fram þess efnis. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í gær en stjórn sambandsins situr sem fastast. Gísli Gíslason og Borghildur Sigurðardóttir gegna störfum formanns tímabundið. Í samtali við Bítið á Bylgjunni sagði Borghildur að ekki hafi verið möguleiki á því að öll stjórnin myndi hætta því þá yrði KSÍ óstarfhæft.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira