„KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat“ Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2021 14:29 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir var harðorð í garð KSÍ á Sprengisandi í morgun. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, fór ekki fögrum orðum um forystu KSÍ í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Hún kallar eftir því að öll stjórn sambandsins segi af sér. Hanna Björg hóf umræðuna um hylmingu kynferðisofbeldis innan Knattspyrnusambands Íslands fyrr í mánuðinum. Hún segist ekki hafa vitað af máli Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur þegar hún birti fyrstu greinina um kynferðisofbeldi og KSÍ. Þórhildur Gyða greindi frá því, í viðtali í Kastljósi, að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn greiddi konunni, sem þá var 21 árs gömul, nokkrar milljónir króna í miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þögn gegn peningagreiðslu. Hanna Björg segist vita af fleiri sambærilegum málum. „Það eru mjög mörg mál, ofbeldimál, sem hafa verið þögguð niður kerfisbundið, sem eru bara viðbjóðsleg. Síðast í morgun heyrði ég af einu sem er hópnauðgun landsliðsmanna. Önnur,“ segir hún. Ómögulegt sé fyrir þolendur að stíga fram „Það er ómögulegt fyrir þolendur að stíga fram. Þeir eiga á hættu að vera fjárkúgaðir af lögfræðingum gerenda og úthrópaðir eins og Þórhildur er að lenda í núna, einhverri maskínu í kommentakerfunum,“ segir Hanna Björg. „Það er algjörlega ótrúlegt að við séum að gera þetta enn þá, enn þá erum við með svona fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart þolendum,“ bætir hún við. Hanna Björg segist vita nöfn þekktra knattspyrnumanna sem gefin er hópnauðgun að sök. Hún segist þó ekki geta nafngreint þá. „Ég get átt á hættu að vera fjárkúguð af lögfræðingum og misst bara aleiguna, það er enginn að fara að gera það,“ segir hún. Veltir fyrir sér hæfi Guðna Bergssonar Hanna Björg efast um hæfi formanns KSÍ þar sem hann hafi annað hvort tekið þátt í að hylma yfir glæpi eða einfaldlega ekki vitað hvað gerist innan sambandsins. Þá segir hún að margir innan sambandsins hljóti að hafa vitað af kynferðisbrotum leikmanna. „Ég er að tala um Guðna Bergsson, ég er að tala um starfsfólkið og ég er að tala um forystuna. Auðvitað er það þeirra starf að vita og auðvitað vita þau. Það er þannig,“ segir hún. Þá segir hún fleira vera athugavert við starf KSÍ en meint hylming. „Þetta er náttúrulega ekki bara kynferðisbrot leikmanna, KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat,“ segir hún. Kynferðisofbeldi sé samfélagsmein Hanna Björg segir kynferðisofbeldi vera samfélagsmein sem þurfi að vera í umræðunni. Við þurfum að ræða það þar til eitthvað breytist. „Þetta er svo súrrealísk staða, að við séum meðvirk með viðbjóðslegum glæpum,“ segir Hanna Björg. Hún veltir því fyrir sér hvort fólk geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar kynferðisbrot hafa á þolendur. Hún segir þolanda hópnauðgunar af hálfu landsliðsmanna hafa orðað það vel þegar hún sagði „Þeir tóku frá mér gleðina.“ Hanna segir þolandann hafa burðast með þetta í ellefu ár, endalausa vanlíðan og þjáningar. Ekki fengið viðurkenningu á brotinu og að gerendurnir séu varpaðir dýrðarljóma. „Þetta er svo svívirðilegt ef við hugsum um þetta,“ segir hún. Segir íþróttafréttafólk hafa vitað af ofbeldi Hanna Björg segir að vitað hafi verið af kynferðisofbeldi þekktra knattspyrnumanna lengi. Sérstaklega af íþróttafréttafólki. „Er fólk bara blint og heyrnarlaust eða er það að fylgjast með hvað er að gerast,“ segir hún. Þá vill hún að gerendum í kynferðisbrotamálum sé ekki gefinn tími í sviðsljósinu. „Hugsaðu þér hvernig þolanda líður, að vera svívirtur, beittur viðbjóðslegu ofbeldi og svo sérðu geranda þinn í hávegum hafðan og sveipaðan dýrðarljóma. Þetta gengur ekki lengur,“ segir Hanna Björg. Krafan eigi að vera um afsögn stjórnar KSÍ Hanna Björg segist trúa því að ofbeldismenning innan knattspyrnuhreyfingarinnar hverfi ef Guðni Bergsson segir af sér og ný hugmyndafræði taki við innan KSÍ. „Þetta fólk er allavega ekki að fara að breyta um hugmyndafræði,“ segir hún. Hún vill að aðildarfélög KSÍ fari fram á afsögn stjórnarinnar. Hún segir að hlutverk forystu KSÍ vera að berjast gegn kynferðisofbeldi enda sé uppeldishlutverk hreyfingarinnar mikið. „Það þarf að vera svona „zero tolerance“ fyrir nokkurs konar ofbeldi, einelti, áreiti og það þarf bara að gefa út skýrar línur og það þarf að fylgja þeim eftir skref fyrir skref, alla leið,“ segir hún. Þá segir hún að fyrsta skrefið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi í samfélaginu sé hugarfarsbreyting. „Ég held að við þurfum að horfast í augu við það hvers eðlis þessi brot eru og meðhöndla þau þannig. Það gengur ekki að við þurfum vitni að nauðgun vegna þess að það eru næstum því aldrei vitni,“ segir Hanna Björg. Hún segir að nauðsynlegt sé að trúa þolendum vegna þess að það séu engar líkur á að þeir ljúgi, það séu hins vegar mjög miklar líkur á að gerendur ljúgi. „Ég held að það sé ekki til eitt einasta dómsmál um kynferðisbrot þar sem gerandinn hefur játað.“ segir hún. Þá segir hún að líta þurfi á kynferðisbrot sem líkamsárásir og svívirðilegt ofbeldi og taka því alvarlega. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Hanna Björg hóf umræðuna um hylmingu kynferðisofbeldis innan Knattspyrnusambands Íslands fyrr í mánuðinum. Hún segist ekki hafa vitað af máli Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur þegar hún birti fyrstu greinina um kynferðisofbeldi og KSÍ. Þórhildur Gyða greindi frá því, í viðtali í Kastljósi, að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn greiddi konunni, sem þá var 21 árs gömul, nokkrar milljónir króna í miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þögn gegn peningagreiðslu. Hanna Björg segist vita af fleiri sambærilegum málum. „Það eru mjög mörg mál, ofbeldimál, sem hafa verið þögguð niður kerfisbundið, sem eru bara viðbjóðsleg. Síðast í morgun heyrði ég af einu sem er hópnauðgun landsliðsmanna. Önnur,“ segir hún. Ómögulegt sé fyrir þolendur að stíga fram „Það er ómögulegt fyrir þolendur að stíga fram. Þeir eiga á hættu að vera fjárkúgaðir af lögfræðingum gerenda og úthrópaðir eins og Þórhildur er að lenda í núna, einhverri maskínu í kommentakerfunum,“ segir Hanna Björg. „Það er algjörlega ótrúlegt að við séum að gera þetta enn þá, enn þá erum við með svona fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart þolendum,“ bætir hún við. Hanna Björg segist vita nöfn þekktra knattspyrnumanna sem gefin er hópnauðgun að sök. Hún segist þó ekki geta nafngreint þá. „Ég get átt á hættu að vera fjárkúguð af lögfræðingum og misst bara aleiguna, það er enginn að fara að gera það,“ segir hún. Veltir fyrir sér hæfi Guðna Bergssonar Hanna Björg efast um hæfi formanns KSÍ þar sem hann hafi annað hvort tekið þátt í að hylma yfir glæpi eða einfaldlega ekki vitað hvað gerist innan sambandsins. Þá segir hún að margir innan sambandsins hljóti að hafa vitað af kynferðisbrotum leikmanna. „Ég er að tala um Guðna Bergsson, ég er að tala um starfsfólkið og ég er að tala um forystuna. Auðvitað er það þeirra starf að vita og auðvitað vita þau. Það er þannig,“ segir hún. Þá segir hún fleira vera athugavert við starf KSÍ en meint hylming. „Þetta er náttúrulega ekki bara kynferðisbrot leikmanna, KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat,“ segir hún. Kynferðisofbeldi sé samfélagsmein Hanna Björg segir kynferðisofbeldi vera samfélagsmein sem þurfi að vera í umræðunni. Við þurfum að ræða það þar til eitthvað breytist. „Þetta er svo súrrealísk staða, að við séum meðvirk með viðbjóðslegum glæpum,“ segir Hanna Björg. Hún veltir því fyrir sér hvort fólk geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar kynferðisbrot hafa á þolendur. Hún segir þolanda hópnauðgunar af hálfu landsliðsmanna hafa orðað það vel þegar hún sagði „Þeir tóku frá mér gleðina.“ Hanna segir þolandann hafa burðast með þetta í ellefu ár, endalausa vanlíðan og þjáningar. Ekki fengið viðurkenningu á brotinu og að gerendurnir séu varpaðir dýrðarljóma. „Þetta er svo svívirðilegt ef við hugsum um þetta,“ segir hún. Segir íþróttafréttafólk hafa vitað af ofbeldi Hanna Björg segir að vitað hafi verið af kynferðisofbeldi þekktra knattspyrnumanna lengi. Sérstaklega af íþróttafréttafólki. „Er fólk bara blint og heyrnarlaust eða er það að fylgjast með hvað er að gerast,“ segir hún. Þá vill hún að gerendum í kynferðisbrotamálum sé ekki gefinn tími í sviðsljósinu. „Hugsaðu þér hvernig þolanda líður, að vera svívirtur, beittur viðbjóðslegu ofbeldi og svo sérðu geranda þinn í hávegum hafðan og sveipaðan dýrðarljóma. Þetta gengur ekki lengur,“ segir Hanna Björg. Krafan eigi að vera um afsögn stjórnar KSÍ Hanna Björg segist trúa því að ofbeldismenning innan knattspyrnuhreyfingarinnar hverfi ef Guðni Bergsson segir af sér og ný hugmyndafræði taki við innan KSÍ. „Þetta fólk er allavega ekki að fara að breyta um hugmyndafræði,“ segir hún. Hún vill að aðildarfélög KSÍ fari fram á afsögn stjórnarinnar. Hún segir að hlutverk forystu KSÍ vera að berjast gegn kynferðisofbeldi enda sé uppeldishlutverk hreyfingarinnar mikið. „Það þarf að vera svona „zero tolerance“ fyrir nokkurs konar ofbeldi, einelti, áreiti og það þarf bara að gefa út skýrar línur og það þarf að fylgja þeim eftir skref fyrir skref, alla leið,“ segir hún. Þá segir hún að fyrsta skrefið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi í samfélaginu sé hugarfarsbreyting. „Ég held að við þurfum að horfast í augu við það hvers eðlis þessi brot eru og meðhöndla þau þannig. Það gengur ekki að við þurfum vitni að nauðgun vegna þess að það eru næstum því aldrei vitni,“ segir Hanna Björg. Hún segir að nauðsynlegt sé að trúa þolendum vegna þess að það séu engar líkur á að þeir ljúgi, það séu hins vegar mjög miklar líkur á að gerendur ljúgi. „Ég held að það sé ekki til eitt einasta dómsmál um kynferðisbrot þar sem gerandinn hefur játað.“ segir hún. Þá segir hún að líta þurfi á kynferðisbrot sem líkamsárásir og svívirðilegt ofbeldi og taka því alvarlega.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira