Hermann og Martin gagnrýna aumingjana sem fela sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 10:00 Martin í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, tekur undir orð föður síns, Hermanns Haukssonar, að hetjur í málefnum líðandi stundar séu bæði þolendur og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hefur farið mikinn í umræðu um kynferðisofbeldi undanfarna daga. Einnig gagnrýna þeir feðgar þá aumingja sem fela sig og láta aðra um að þrífa upp skítinn eftir sig. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Martin Hermannsson, sem leikur með Valencia á Spáni, setti spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands í sambandi við þá umræðu sem hefur átt sér stað í kringum ofbeldi sem leikmenn liðsins hafa reynst sekir um í gegnum tíðina. Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið þá er Vísir hafði samband við hann en hefur tekið undir orð föður síns á Twitter í dag. „Hetjurnar mínar eru þolendurnir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hafa stigið upp síðustu daga. Á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir þið eruð,“ sagði Hermann á Twitter-síðu sinni. Hetjurnar mínar eru þolendurnir og @HannaBVilhj sem hafa stigið upp síðustu daga , á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir ÞIÐ eruð — Hermann Hauksson (@HemmiHauks) August 29, 2021 Martin tók undir þessi orð með því að birta færsluna á sínu Twitter með textanum „Ég get ekki orðað þetta betur!“ Er það sama yfirskrift og hann notaði um helgina þegar hann endurbirti færslu Tönju Tómasdóttur, lögræðings og umboðsmanns. Sú var svo hljóðandi: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem meðal annars hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur meðal annars um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Síðan sú færsla birtist hefur Guðni Bergsson sagt af sér sem formaður KSÍ en Klara Bjartmarz situr enn sem framkvæmdastjóri. Ræddi Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, það í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Við erum ekki komin lengra í þessu ferli en að taka þau skref sem við ákváðum að taka. Okkur fannst þau mikilvægast til að byrja með,“ sagði Borghildur í viðtalinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Einnig gagnrýna þeir feðgar þá aumingja sem fela sig og láta aðra um að þrífa upp skítinn eftir sig. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Martin Hermannsson, sem leikur með Valencia á Spáni, setti spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands í sambandi við þá umræðu sem hefur átt sér stað í kringum ofbeldi sem leikmenn liðsins hafa reynst sekir um í gegnum tíðina. Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið þá er Vísir hafði samband við hann en hefur tekið undir orð föður síns á Twitter í dag. „Hetjurnar mínar eru þolendurnir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hafa stigið upp síðustu daga. Á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir þið eruð,“ sagði Hermann á Twitter-síðu sinni. Hetjurnar mínar eru þolendurnir og @HannaBVilhj sem hafa stigið upp síðustu daga , á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir ÞIÐ eruð — Hermann Hauksson (@HemmiHauks) August 29, 2021 Martin tók undir þessi orð með því að birta færsluna á sínu Twitter með textanum „Ég get ekki orðað þetta betur!“ Er það sama yfirskrift og hann notaði um helgina þegar hann endurbirti færslu Tönju Tómasdóttur, lögræðings og umboðsmanns. Sú var svo hljóðandi: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem meðal annars hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur meðal annars um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Síðan sú færsla birtist hefur Guðni Bergsson sagt af sér sem formaður KSÍ en Klara Bjartmarz situr enn sem framkvæmdastjóri. Ræddi Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, það í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Við erum ekki komin lengra í þessu ferli en að taka þau skref sem við ákváðum að taka. Okkur fannst þau mikilvægast til að byrja með,“ sagði Borghildur í viðtalinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59
Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31
Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06