Fréttir Lífskjörin fara stöðugt versnandi Fjórum árum eftir innrásina í Írak fer hagur þjóðarinnar stöðugt versnandi. Í nýrri skýrslu Alþjóðaráðs Rauða krossins segir að vargöldin í landinu hafi gert líf almennings óbærilegt, sjúkrahús séu óstarfhæf vegna ótta starfsfólks og skortur á brýnustu nauðsynjum sé viðvarandi. Erlent 11.4.2007 12:31 17.000 manns sagt upp hjá Citigroup Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. Viðskipti erlent 11.4.2007 13:01 Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur? Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. Viðskipti erlent 11.4.2007 10:57 Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. Viðskipti innlent 11.4.2007 10:07 Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. Viðskipti erlent 11.4.2007 09:13 Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins. Viðskipti erlent 10.4.2007 22:17 Dæmdir fyrir fjöldamorð Stríðsglæpadómsstóll í Serbíu dæmdi í dag fjóra menn til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Þeir voru meðlimir í serbneskum vígasveitum, Sporðdrekasveitunum svokölluðu. Erlent 10.4.2007 19:01 Fær ekki fósturvísana Síðasti vonarneisti breskrar konu um að verða barnshafandi dó út í dag þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að hún fengi ekki að nota fósturvísa úr fyrra hjónabandi sínu. Erlent 10.4.2007 18:58 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar. Viðskipti erlent 10.4.2007 15:54 Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Foregeard hætti í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf. Viðskipti erlent 10.4.2007 16:03 Væntingar Bandaríkjamanna minnka Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda. Einn af forsvarsmönnum mælingar á væntingavísitölunni vestanhafs segir ótta neytenda á yfirvofandi samdrætti ekki eiga við rök að styðjast. Viðskipti erlent 10.4.2007 15:19 Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær. Viðskipti erlent 10.4.2007 15:35 Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana. Viðskipti erlent 10.4.2007 15:01 Önnur umferð boðuð Flest bendir til að Jose Ramos-Horta, forseta Austur-Tímor, hafi mistekist að bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í landinu sem fram fór í gær. Í yfirlýsingu kjörstjórnar landsins í morgun segir að bráðabirgðaúrslit bendi til að Horta og Fernarndo de Araujo, sem rétt eins og Horta tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímora gegn Indónesum, hafi orðið efstir. Erlent 10.4.2007 12:42 Sautján létust í sjálfsmorðsárás Sautján manns létu lífið í súnníabænum Muqdadiya í Írak í morgun þegar kona gyrt sprengjubelti gekk að hópi manna og sprengdi sig í loft upp. Mennirnir höfðu safnast saman fyrir utan eina af lögreglustöðvum bæjarins til að sækja um stöður í lögreglunni. Erlent 10.4.2007 12:40 Yfirtaka á Puma í vændum Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna. Svo getur farið að PPR geri tilboð í allt hlutafé Puma í kjölfarið. Viðskipti erlent 10.4.2007 12:59 Spennan vex á milli Súdana og Tsjada Súdanska ríkisstjórnin sakar stjórnarher Tsjad um að hafa ráðist á hermenn sína innan landamæra Súdans í gær og hótar grimmilegum hefndum. Hundruð hafa týnt lífi í ofbeldisverkum á svæðinu undanfarna daga. Erlent 10.4.2007 12:37 ABN Amro fær græna ljósið Fjármála- og samkeppnisyfirvöld í Hollandi hafa gefið græna ljósið fyrir kaupum erlendra aðila á ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Þá segja þau að því verði ekki mótmælt verði starfsemi bankans brotin upp og hún seld í sjálfstæðum einingum. ABN Amro hefur átt í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays og eru líkur á að einhverjar eignir verði losaðar úr samstæðunni. Viðskipti erlent 9.4.2007 16:11 Bætt yfirtökutilboð í Sainsbury Fjárfestahópurinn, sem samanstendur af sjóðunum CVC Capital, Blackstone Group og Pacific Texas, er sagður hafa lagt fram bætt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainsbury. Litlu munaði að ekkert yrði úr yfirtökutilboðinu um páskana þegar stærsti hluthafinn í Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, sagði það of lágt. Viðskipti erlent 9.4.2007 15:54 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Greinendur voru ekki á einu máli hver næstu skref Englandsbanka yrðu og útilokuðu ekki 25 punkta hækkun. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um fjórðung úr prósenti í næsta mánuði til að halda aftur af verðbólgu sem hækkaði á milli mánaða. Viðskipti erlent 6.4.2007 09:41 Tvísýnt um tilboð í Sainbury Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma dró einn fjárfestasjóðanna sig úr tilboðsferlinu. Viðskipti erlent 5.4.2007 23:54 Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða Milestone og Einar Sveinsson selja hluti sína í Glitni. Kaupþing kaupir og miðlar hlutum áfram til nýrra fjárfesta sem munu koma að bankanum. Umfang viðskiptanna á við verðmæti Kárahnjúkavirkjunar. Viðskipti innlent 4.4.2007 22:11 Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún á þó ekki von á að hún verði ráðherra í ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Í dag var haldinn opinn fundur hjá forystu Samfylkingarinnar þar sem farið var yfir stjórnmálaástandið á kosningavori. Innlent 4.4.2007 19:59 Umferðarslys við Flugstöð Leifs Eiríkssonar Karlmaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur vinnuvélar og sendibifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áreksturinn átti sér stað brottfararmeginn í flugstöðinni. Maðurinn slasaðist á baki þar sem hann vann við að afferma vörur úr sendibifreiðinni þegar vinnuvélin keyrði á kyrrstæða sendibílinn. Innlent 4.4.2007 19:53 Endurspeglar pólitíska gjá Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Erlent 4.4.2007 18:56 Framsókn tapar þremur mönnum í Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þriðju af fylgi í Norðausturkjördæmi, en Sjálfstæðisflokkur bætir við sig um níu prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í Norðausturkjördæmi. Vinstri grænir auka fylgi sitt um átta prósent og Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentum. Nýtt framboð og Íslandshreyfingin mælast með tæplega sex prósenta fylgi. Innlent 4.4.2007 19:00 Hnífstungumaður í fimm vikna gæsluvarðhald Karlmaður á fimmtugsaldri var úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald í dag fyrir að veita öðrum karlmanni lífshættulega áverka með hnífi í Reykjavík í gærkvöldi. Hann hefur játað verknaðinn. Maðurinn sem var stunginn fór í aðgerð í nótt og er haldið sofandi í öndunarvél. Innlent 4.4.2007 18:04 Sjóliðunum sleppt Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Erlent 4.4.2007 18:53 Örtröð í Ríkinu Örtröð myndaðist í Vínbúðum víða á höfuðborgarsvæðinu undir lok dags í dag þegar vínþyrstir íslendingar vildu birgja sig upp fyrir páskana. í Holtagörðum stóð fólk í löngum biðröðum fyrir utan búðina og var hleypt inn í hollum. Vínbúðirnar eru lokaðar næstu tvo daga, en opið verður á laugardag. Innlent 4.4.2007 17:53 Fjórir ferðamenn fundust við leit Fjórir Bretar fundust við ánna Blöndu í dag en þeir höfðu ekki samband við Landsbjörgu í gær eins og þeir ætluðu að gera. Eftirgrennslan var því hafin eftir leiðaráætlun sem mennirnir höfðu skilið eftir og gekk auðveldlega að finna þá. Mennirnir hugðust ganga á skíðum frá Ingólfsskála að Hveravöllum. Við Blöndu lentu þeir í miklu vatni og krapa og komust ekki af sjálfsdáðum yfir ánna. Innlent 4.4.2007 17:45 « ‹ 179 180 181 182 183 184 185 186 187 … 334 ›
Lífskjörin fara stöðugt versnandi Fjórum árum eftir innrásina í Írak fer hagur þjóðarinnar stöðugt versnandi. Í nýrri skýrslu Alþjóðaráðs Rauða krossins segir að vargöldin í landinu hafi gert líf almennings óbærilegt, sjúkrahús séu óstarfhæf vegna ótta starfsfólks og skortur á brýnustu nauðsynjum sé viðvarandi. Erlent 11.4.2007 12:31
17.000 manns sagt upp hjá Citigroup Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. Viðskipti erlent 11.4.2007 13:01
Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur? Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. Viðskipti erlent 11.4.2007 10:57
Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. Viðskipti innlent 11.4.2007 10:07
Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. Viðskipti erlent 11.4.2007 09:13
Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins. Viðskipti erlent 10.4.2007 22:17
Dæmdir fyrir fjöldamorð Stríðsglæpadómsstóll í Serbíu dæmdi í dag fjóra menn til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Þeir voru meðlimir í serbneskum vígasveitum, Sporðdrekasveitunum svokölluðu. Erlent 10.4.2007 19:01
Fær ekki fósturvísana Síðasti vonarneisti breskrar konu um að verða barnshafandi dó út í dag þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að hún fengi ekki að nota fósturvísa úr fyrra hjónabandi sínu. Erlent 10.4.2007 18:58
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar. Viðskipti erlent 10.4.2007 15:54
Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Foregeard hætti í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf. Viðskipti erlent 10.4.2007 16:03
Væntingar Bandaríkjamanna minnka Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda. Einn af forsvarsmönnum mælingar á væntingavísitölunni vestanhafs segir ótta neytenda á yfirvofandi samdrætti ekki eiga við rök að styðjast. Viðskipti erlent 10.4.2007 15:19
Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær. Viðskipti erlent 10.4.2007 15:35
Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana. Viðskipti erlent 10.4.2007 15:01
Önnur umferð boðuð Flest bendir til að Jose Ramos-Horta, forseta Austur-Tímor, hafi mistekist að bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í landinu sem fram fór í gær. Í yfirlýsingu kjörstjórnar landsins í morgun segir að bráðabirgðaúrslit bendi til að Horta og Fernarndo de Araujo, sem rétt eins og Horta tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímora gegn Indónesum, hafi orðið efstir. Erlent 10.4.2007 12:42
Sautján létust í sjálfsmorðsárás Sautján manns létu lífið í súnníabænum Muqdadiya í Írak í morgun þegar kona gyrt sprengjubelti gekk að hópi manna og sprengdi sig í loft upp. Mennirnir höfðu safnast saman fyrir utan eina af lögreglustöðvum bæjarins til að sækja um stöður í lögreglunni. Erlent 10.4.2007 12:40
Yfirtaka á Puma í vændum Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna. Svo getur farið að PPR geri tilboð í allt hlutafé Puma í kjölfarið. Viðskipti erlent 10.4.2007 12:59
Spennan vex á milli Súdana og Tsjada Súdanska ríkisstjórnin sakar stjórnarher Tsjad um að hafa ráðist á hermenn sína innan landamæra Súdans í gær og hótar grimmilegum hefndum. Hundruð hafa týnt lífi í ofbeldisverkum á svæðinu undanfarna daga. Erlent 10.4.2007 12:37
ABN Amro fær græna ljósið Fjármála- og samkeppnisyfirvöld í Hollandi hafa gefið græna ljósið fyrir kaupum erlendra aðila á ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Þá segja þau að því verði ekki mótmælt verði starfsemi bankans brotin upp og hún seld í sjálfstæðum einingum. ABN Amro hefur átt í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays og eru líkur á að einhverjar eignir verði losaðar úr samstæðunni. Viðskipti erlent 9.4.2007 16:11
Bætt yfirtökutilboð í Sainsbury Fjárfestahópurinn, sem samanstendur af sjóðunum CVC Capital, Blackstone Group og Pacific Texas, er sagður hafa lagt fram bætt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainsbury. Litlu munaði að ekkert yrði úr yfirtökutilboðinu um páskana þegar stærsti hluthafinn í Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, sagði það of lágt. Viðskipti erlent 9.4.2007 15:54
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Greinendur voru ekki á einu máli hver næstu skref Englandsbanka yrðu og útilokuðu ekki 25 punkta hækkun. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um fjórðung úr prósenti í næsta mánuði til að halda aftur af verðbólgu sem hækkaði á milli mánaða. Viðskipti erlent 6.4.2007 09:41
Tvísýnt um tilboð í Sainbury Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma dró einn fjárfestasjóðanna sig úr tilboðsferlinu. Viðskipti erlent 5.4.2007 23:54
Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða Milestone og Einar Sveinsson selja hluti sína í Glitni. Kaupþing kaupir og miðlar hlutum áfram til nýrra fjárfesta sem munu koma að bankanum. Umfang viðskiptanna á við verðmæti Kárahnjúkavirkjunar. Viðskipti innlent 4.4.2007 22:11
Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún á þó ekki von á að hún verði ráðherra í ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Í dag var haldinn opinn fundur hjá forystu Samfylkingarinnar þar sem farið var yfir stjórnmálaástandið á kosningavori. Innlent 4.4.2007 19:59
Umferðarslys við Flugstöð Leifs Eiríkssonar Karlmaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur vinnuvélar og sendibifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áreksturinn átti sér stað brottfararmeginn í flugstöðinni. Maðurinn slasaðist á baki þar sem hann vann við að afferma vörur úr sendibifreiðinni þegar vinnuvélin keyrði á kyrrstæða sendibílinn. Innlent 4.4.2007 19:53
Endurspeglar pólitíska gjá Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Erlent 4.4.2007 18:56
Framsókn tapar þremur mönnum í Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þriðju af fylgi í Norðausturkjördæmi, en Sjálfstæðisflokkur bætir við sig um níu prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í Norðausturkjördæmi. Vinstri grænir auka fylgi sitt um átta prósent og Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentum. Nýtt framboð og Íslandshreyfingin mælast með tæplega sex prósenta fylgi. Innlent 4.4.2007 19:00
Hnífstungumaður í fimm vikna gæsluvarðhald Karlmaður á fimmtugsaldri var úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald í dag fyrir að veita öðrum karlmanni lífshættulega áverka með hnífi í Reykjavík í gærkvöldi. Hann hefur játað verknaðinn. Maðurinn sem var stunginn fór í aðgerð í nótt og er haldið sofandi í öndunarvél. Innlent 4.4.2007 18:04
Sjóliðunum sleppt Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Erlent 4.4.2007 18:53
Örtröð í Ríkinu Örtröð myndaðist í Vínbúðum víða á höfuðborgarsvæðinu undir lok dags í dag þegar vínþyrstir íslendingar vildu birgja sig upp fyrir páskana. í Holtagörðum stóð fólk í löngum biðröðum fyrir utan búðina og var hleypt inn í hollum. Vínbúðirnar eru lokaðar næstu tvo daga, en opið verður á laugardag. Innlent 4.4.2007 17:53
Fjórir ferðamenn fundust við leit Fjórir Bretar fundust við ánna Blöndu í dag en þeir höfðu ekki samband við Landsbjörgu í gær eins og þeir ætluðu að gera. Eftirgrennslan var því hafin eftir leiðaráætlun sem mennirnir höfðu skilið eftir og gekk auðveldlega að finna þá. Mennirnir hugðust ganga á skíðum frá Ingólfsskála að Hveravöllum. Við Blöndu lentu þeir í miklu vatni og krapa og komust ekki af sjálfsdáðum yfir ánna. Innlent 4.4.2007 17:45