Viðskipti erlent

Væntingar Bandaríkjamanna minnka

Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda.

Það er bandaríska blaðið Investor's Business Daily og markaðsrannsóknarfyrirtækið TechnoMetrica Market Intelligence sem könnuðu væntingar landa sinna og komust að raun um að væntingarvísitalan lækkaði úr 50,8 stigum í mars í 45,5 stig í þessum mánuði.

Væntingarvísitalan fór síðast undir 50 stig í ágúst í fyrra en var í lágmarki í apríl árið 2004.

Terry Jones, aðstoðarritstjóri Investor's Business Daily, segir að allt tal um vísbendingar um samdrátt í efnahagslífinu, versnandi horfur í efnahagsmálum og hærra eldsneytisverð hafi þessi áhrif. Það er hins vegar fjarri því að samdráttar gæti því atvinnulausum fækkaði um 180.000 á milli mánaða í Bandaríkjunum auk þess sem helstu hagvísar bendi til að flest sé í góðu horfi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×