Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða 5. apríl 2007 08:45 Glitnir. Stærstu hluthafar Glitnis, fyrir utan FL Group, lögðu í gær lokahönd á samkomulag um sölu á öllum hlutum sínum í Glitni. Þetta eru Milestone undir forystu Karls Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður stjórnar bankans, og aðilar tengdir honum. Alls skipta hlutir fyrir 110 milljarða króna um hendur. Unnið var að því að fínpússa samkomulagið en samkvæmt heimildum lá það fyrir í stórum dráttum síðdegis í gær. Gera má ráð fyrir að samkomulagið hafi verið undirritað eftir að blaðið fór í prentun. Við söluna innleysir Milestone milli 45 og 50 milljarða hagnað fyrir utan fjármagnskostnað, sem er Íslandsmet af innlendri eign og af svipaðri stærðargráðu og innleystur hagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af sölu í tékkneska símafyrirtækinu cRA. Kaupandi hlutanna er Kaupþing banki, sem mun miðla bréfunum áfram til nýrra fjárfesta sem koma að bankanum. Einar Sveinsson og tengdir aðilar innleysa einnig verulegan hagnað. Kaup þeirra á hlutum í félaginu voru í kringum gengið sjö en verðmæti hlutarins hefur fjórfaldast frá kaupum. Þreifingar hafa verið á milli manna eftir að snurða hljóp á þráðinn í samskiptum stærstu hluthafa. FL Group gerði kröfu um aukin völd í bankanum en Einar og Milestone vildu halda dreifingu í hópnum og að enginn hluthafi tæki afgerandi forystu. Niðurstaða þeirra varð sú að hreinlegast væri í stöðunni að selja hluti sína og einbeita sér að öðrum verkefnum. Ekki eru neinar áætlanir uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingu á yfirstjórn. Helstu breytingar á bankanum gætu orðið að aukið vægi yrði á fjárfestingarbankastarfsemi í Bretlandi. Samkvæmt heimildum munu seljendur mynda nýtt félag og kaupa hlut af því sem selt var og því ekki hverfa alveg úr hópi hluthafa bankans. Gert er ráð fyrir að nokkrir erlendir aðilar komi að hluthafahópi bankans, svo sem Tom Hunter, sem þegar er í hluthafahópi Glitnis, og fleiri viðskiptafélagar Baugs í Bretlandi. Auk þess muni innlendir aðilar sem fjárfest hafa með Baugi og FL Group kaupa hlut í bankanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Stærstu hluthafar Glitnis, fyrir utan FL Group, lögðu í gær lokahönd á samkomulag um sölu á öllum hlutum sínum í Glitni. Þetta eru Milestone undir forystu Karls Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður stjórnar bankans, og aðilar tengdir honum. Alls skipta hlutir fyrir 110 milljarða króna um hendur. Unnið var að því að fínpússa samkomulagið en samkvæmt heimildum lá það fyrir í stórum dráttum síðdegis í gær. Gera má ráð fyrir að samkomulagið hafi verið undirritað eftir að blaðið fór í prentun. Við söluna innleysir Milestone milli 45 og 50 milljarða hagnað fyrir utan fjármagnskostnað, sem er Íslandsmet af innlendri eign og af svipaðri stærðargráðu og innleystur hagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af sölu í tékkneska símafyrirtækinu cRA. Kaupandi hlutanna er Kaupþing banki, sem mun miðla bréfunum áfram til nýrra fjárfesta sem koma að bankanum. Einar Sveinsson og tengdir aðilar innleysa einnig verulegan hagnað. Kaup þeirra á hlutum í félaginu voru í kringum gengið sjö en verðmæti hlutarins hefur fjórfaldast frá kaupum. Þreifingar hafa verið á milli manna eftir að snurða hljóp á þráðinn í samskiptum stærstu hluthafa. FL Group gerði kröfu um aukin völd í bankanum en Einar og Milestone vildu halda dreifingu í hópnum og að enginn hluthafi tæki afgerandi forystu. Niðurstaða þeirra varð sú að hreinlegast væri í stöðunni að selja hluti sína og einbeita sér að öðrum verkefnum. Ekki eru neinar áætlanir uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingu á yfirstjórn. Helstu breytingar á bankanum gætu orðið að aukið vægi yrði á fjárfestingarbankastarfsemi í Bretlandi. Samkvæmt heimildum munu seljendur mynda nýtt félag og kaupa hlut af því sem selt var og því ekki hverfa alveg úr hópi hluthafa bankans. Gert er ráð fyrir að nokkrir erlendir aðilar komi að hluthafahópi bankans, svo sem Tom Hunter, sem þegar er í hluthafahópi Glitnis, og fleiri viðskiptafélagar Baugs í Bretlandi. Auk þess muni innlendir aðilar sem fjárfest hafa með Baugi og FL Group kaupa hlut í bankanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira