Endurspeglar pólitíska gjá 4. apríl 2007 19:30 Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Pelosi er valdamesti einstaklingurinn úr stjórnkerfi Bandaríkjanna sem heimsækir Sýrland í rúm tvö ár. Kuldi hefur ríkt í samskiptum ríkjanna frá því að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum og eftir að stjórnvöld í Washington tóku að saka Sýrlendinga um að kynda undir ólguna í Írak má segja að þau hafi farið vel niður fyrir frostmark. Því þarf ekki að koma á óvart að repúblikanar séu Pelosi gramir fyrir þetta framtak hennar, sem hún segir raunar gert til að fá Sýrlendinga til að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið í Mið-Austurlöndum. George Bush sagði í gær að með heimsókninni græfi Pelosi undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna og léti Assad halda að stjórn hans nyti alþjóðlegrar viðurkenningar þegar hún væri í raun útlagastjórn sem styddi hryðjuverkasamtök um öll Mið-Austurlönd. Pelosi hefur látið þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Í morgun fundaði hún með Bashir Assad, Sýrlandsforseta, og fullyrti í kjölfar þess fundar að hann væri reiðubúinn til friðarviðræðna við Ísraela. Ísraelar svöruðu að bragði að slíkar viðræður færu aðeins fram að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fáir gera sér grillur um að ferðalag Pelosi skili raunverulegum árangri, það endurspeglar mun fremur valdabaráttuna á milli demókrata og repúblikana, nú þegar hálft annað ár er eftir af kjörtímabili George Bush. Erlent Fréttir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Pelosi er valdamesti einstaklingurinn úr stjórnkerfi Bandaríkjanna sem heimsækir Sýrland í rúm tvö ár. Kuldi hefur ríkt í samskiptum ríkjanna frá því að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum og eftir að stjórnvöld í Washington tóku að saka Sýrlendinga um að kynda undir ólguna í Írak má segja að þau hafi farið vel niður fyrir frostmark. Því þarf ekki að koma á óvart að repúblikanar séu Pelosi gramir fyrir þetta framtak hennar, sem hún segir raunar gert til að fá Sýrlendinga til að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið í Mið-Austurlöndum. George Bush sagði í gær að með heimsókninni græfi Pelosi undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna og léti Assad halda að stjórn hans nyti alþjóðlegrar viðurkenningar þegar hún væri í raun útlagastjórn sem styddi hryðjuverkasamtök um öll Mið-Austurlönd. Pelosi hefur látið þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Í morgun fundaði hún með Bashir Assad, Sýrlandsforseta, og fullyrti í kjölfar þess fundar að hann væri reiðubúinn til friðarviðræðna við Ísraela. Ísraelar svöruðu að bragði að slíkar viðræður færu aðeins fram að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fáir gera sér grillur um að ferðalag Pelosi skili raunverulegum árangri, það endurspeglar mun fremur valdabaráttuna á milli demókrata og repúblikana, nú þegar hálft annað ár er eftir af kjörtímabili George Bush.
Erlent Fréttir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira