Viðskipti erlent

Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent

Byggingaframkvæmdir við álver Alcoa í Reyðarfirði.
Byggingaframkvæmdir við álver Alcoa í Reyðarfirði. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins.

Bandarískir fjölmiðlar taka það fram að Alcoa sé fyrsta fyrirtækið sem skráð sé í Dow Jones hlutabréfavísitöluna í Bandaríkjunum sem birtir uppgjör sitt fyrir fyrsta fjórðung ársins.

Fjórðungurinn var góður hjá félaginu sem seldi mikið af áli til verksmiðja í Kína, þar á meðal til flugvélaframleiðandans Boeing en félagið tók fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi fyrir skömmu. Þá hefur mikill hagvöxtur í Kína kallað á aukna eftispurn eftir áli síðastliðin ár en það er bæði notað í brúarsmíði, til nýbygginga og fleiri hluta.

Tekjur álrisans námu 7,9 milljörðum dala, jafnvirði 531,3 króna, á ársfjórðungnum, sem sem er 11 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaðurinn nam 75 sentum á hlut sem þó er 1 senti undir væntingum markaðsaðila.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×