Veður

Veður


Fréttamynd

Ó­venju kröpp og djúp lægð og gular við­varanir

Óvenju kröpp og djúp lægð miðað við árstíma siglir nú norðnorðaustur Grænlandshaf og Grænlandssund næsta sólarhring. Skil lægðarinnar valda allhvassri eða hvassri sunnan- og suðvestanátt með rigningu, en síðar skúrum er þau fara norðaustur yfir landið.

Veður
Fréttamynd

„Það er bara lægð á eftir lægð“

Lægð gengur yfir suðvesturhornið þessa stundina og færist hún norðaustur yfir landið í dag. Von er á annarri lægð á morgun og hafa gular viðvaranir verið gefnar út á vestanverðu landinu vegna hennar. Höfuðborgarbúar þurfa að bíða aðeins lengur eftir sumrinu. 

Veður
Fréttamynd

Gular við­varanir á morgun

Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun. Búist er við allt að tuttugu metrum á sekúndu og gætu vindhviður náð 25 metrum á sekúndu. 

Veður
Fréttamynd

Neyðarástand að skapast í Evrópu

Yfirvöld í Suður-Evrópu standa frammi fyrir miklum þurrkum í sumar en vatn skortir nú þegar á nokkrum svæðum og bændur óttast mikinn uppskerubrest. Takmörkuð úrkoma í nokkur ár og aukinn hiti hefur dregið verulega úr stöðu vatnsbóla og grunnvatns í sunnanverðri Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Á von á mörgum sólardögum í sumar

Hitatölur fóru víða á landinu undir frostmark í nótt og sumarið ætlar að láta bíða eftir sér. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur samt sem áður litlar áhyggjur af sumrinu og býst við lítilli úrkomu og mörgum sólardögum.

Veður
Fréttamynd

Rok og rigning út vikuna

Sumarið lætur bíða eftir sér og verða næstu dagar úrkomusamir. Víst er að í hugum kylfinga fer þetta vor í bækur sem ömurlegt.

Innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir og líkur á vetrarfærð

Veturinn virðist ekki ennþá vera búinn þrátt fyrir að tæpar tvær vikur séu liðnar af maí. Gular viðvaranir eru í gildi allan daginn á morgun á öllu Norðurlandi, hluta af Vestfjörðum, hluta Austurlands og á miðhálendinu. Þá er varað við líklegri vetrarfærð.

Innlent
Fréttamynd

Víða rigning en hiti að fimm­tán stigum

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri, suðlægri átt og að víða verði súld eða rigning í dag. Líkur eru á skúrum sunnantil seinnipartinn, en norðaustanlands rofar sums staðar til og sést þá til sólar. Áfram verður þó þokuloft úti við sjávarsíðuna.

Veður
Fréttamynd

Víða rigning og hiti að fjór­tán stigum

Nú er víðáttumikil lægð djúpt suðvestur af landinu og líkt og undanfarna daga þá beinir hún til okkar mildu og röku lofti. Reikna má með austan- og suðaustanátt í dag, golu, kalda eða stinningskalda og súld eða rigningu með köflum.

Veður
Fréttamynd

Allt að fjórtán stiga hiti

Í dag er spáð austlægri átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Súld og rigning með köflum en yfirleitt þurrt norðaustanlands. Hiti verður víða á bilinu sjö til fjórtán stig. 

Veður
Fréttamynd

Allt að fimm­tán stiga hiti í dag

Í dag verður austlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Úrkomulítið verður í dag en dálítil væta verður á sunnanverðu landinu síðdegis. Hiti verður á bilinu sex til fimmtán stig. Svalast verður í þokulofti við ströndina.

Veður
Fréttamynd

Mildar aust­lægar áttir leika um landið næstu daga

Mildar austlægar áttir leika um landið á næstunni og má reikna með að hitatölur geti náð fimmtán stigum þar sem best lætur yfir hádagi. Það má reikna með að það verði fremur þungbúið, en yfirleitt bjartara norðanlands.

Veður
Fréttamynd

Bjart og níu stiga hiti í dag

Bjartviðri verður á sunnanverðu landinu fram undir kvöld í dag og hiti á bilinu núll til níu stig. Norðlæg eða breytileg átt þrír til átta metrar á sekúndu. Norðvestantil verða átta til þrettán metrar á sekúndu. Í kvöld má búast við stöku skúrum og éljum. 

Veður
Fréttamynd

Á­fram­haldandi nætur­frost

Búist er við áframhaldandi norðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu en fimm til tíu metrum á sekúndu sunnanlands. Léttskýjað verður í dag en þykknar upp norðantil seinni partinn með stöku éli.

Veður
Fréttamynd

Bjart­viðri og nætur­frost

Búist er við norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Bjart verður víða um land en þykknar upp sunnanlands seinni partinn með stöku skúrum eða éli suðaustanlands. 

Veður
Fréttamynd

Norð­læg átt í dag og hvessir í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag þar sem víða verða þrír til tíu metrar á sekúndu. Það verður skýjað og dálítil snjókoma suðvestanlands en léttir til eftir hádegi. Stöku él norðaustantil en annars bjart að mestu.

Veður
Fréttamynd

Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag

Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust

Innlent
Fréttamynd

„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun

Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram svalt í veðri og víða nætur­frost

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði áfram svalt í veðri og víða næturfrost. Lengst af verður norðlæg vindátt og milda loftið mun halda sig langt suður í hafi næstu daga hið minnsta.

Veður