Innlent

Flateyringum ráð­lagt að sjóða neyslu­vatn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mynd af Flateyri úr safni.
Mynd af Flateyri úr safni. Vísir/Arnar

Veginum um Eyrarhlíð, á milli Ísafjarðar og Hnífsdals var lokað að nýju á miðnætti vegna skriðuhættu. Lögreglan ákvað þetta í gær í öryggisskyni en gert er ráð fyrir frekari úrkomu á Vestfjörðum og er óvissustig vegna skriðuhættu enn í gildi.

Vegurinn var opnaður á ný í morgun og að sögn lögreglu hafa engar nýjar skriður fallið á svæðinu svo vitað sé.

Vegurinn var lokaður í fyrrinótt og framan af morgni í gær eftir nokkur skriðuföll. 

Skriður hafa einnig mengað vatnsból á Vestfjörðum og í gærkvöldi var stefnt að því að hleypa vatninu á á Flateyri að nýju um miðnætti. Áður hafði vatni verið komið á með því að dæla úr tankbíl en í gær var farið í að tæma tankinn sem sér bæjarbúum fyrir vatni og hreinsa hann af drullu. 

Vatnið verður þó ekki sótthreinsað fyrr en í dag, að því er segir á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og því eru Flateyringum bent á að sjóða allt neysluvatn. Sérstök tilkynning verður svo send þegar óhætt er að hætta slíkri suðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×