Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2024 11:22 Íbúar Bolungarvíkur hafa verið beðnir um að sjóða vatn til neyslu sem varúðaraðgerð. Vísir/Arnar Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Frá þessu segir á vef sveitarfélagsins en fyrr í dag var einnig greint frá því að neysluvatnið væri í ólagi á Flateyri. Á vef Bolungarvíkurkaupstaðar segir að neysluvatnið sem hafi komið úr vatnsbólum í Hlíðardal sé mjög drullugt og mikil óhreinindi fylgi því. „Svo mikið að því miður réð hreinsikerfið í Vatnsveitunni í Hlíðardal ekki við álagið og allar síur stífluðust. Vatnið í Bolungarvík er því ekki gott í dag, drullugt og óhæft til drykkjar. Íbúar eru því beðnir um að sjóða vatn til neyslu sem varúðaraðgerð. Unnið er áfram að því að koma vatnsveitunni í gott horf og vonandi lagast ástandið sem fyrst. Það er ekki hægt að segja með vissu hvenær þetta mun lagast, eða það fer eftir veðri. Veðrið á að ganga niður í dag og hætta að rigna í kvöld. Nýjar upplýsingar verða settar hér inn um leið og ástandið lagast,“ segir á vef Bolungarvíkur. Fjöldi skriða Á vef Veðurstofunnar segir að fjöldi skriða hafi fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis hafi vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi úrkomu í dag, þó í minna mæli. Bolungarvík Veður Vatn Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24 Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Vegurinn í Ísafjarðardjúpi lokaðist í nótt eftir að áin Rjúkandi í Hestfirði flæddi yfir veginn. Einnig féll aurskriða yfir veginn í sama firði, með þeim afleiðingum að nokkrir ökumenn komust ekki leiða sinna. 12. nóvember 2024 06:38 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Frá þessu segir á vef sveitarfélagsins en fyrr í dag var einnig greint frá því að neysluvatnið væri í ólagi á Flateyri. Á vef Bolungarvíkurkaupstaðar segir að neysluvatnið sem hafi komið úr vatnsbólum í Hlíðardal sé mjög drullugt og mikil óhreinindi fylgi því. „Svo mikið að því miður réð hreinsikerfið í Vatnsveitunni í Hlíðardal ekki við álagið og allar síur stífluðust. Vatnið í Bolungarvík er því ekki gott í dag, drullugt og óhæft til drykkjar. Íbúar eru því beðnir um að sjóða vatn til neyslu sem varúðaraðgerð. Unnið er áfram að því að koma vatnsveitunni í gott horf og vonandi lagast ástandið sem fyrst. Það er ekki hægt að segja með vissu hvenær þetta mun lagast, eða það fer eftir veðri. Veðrið á að ganga niður í dag og hætta að rigna í kvöld. Nýjar upplýsingar verða settar hér inn um leið og ástandið lagast,“ segir á vef Bolungarvíkur. Fjöldi skriða Á vef Veðurstofunnar segir að fjöldi skriða hafi fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis hafi vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi úrkomu í dag, þó í minna mæli.
Bolungarvík Veður Vatn Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24 Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Vegurinn í Ísafjarðardjúpi lokaðist í nótt eftir að áin Rjúkandi í Hestfirði flæddi yfir veginn. Einnig féll aurskriða yfir veginn í sama firði, með þeim afleiðingum að nokkrir ökumenn komust ekki leiða sinna. 12. nóvember 2024 06:38 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24
Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Vegurinn í Ísafjarðardjúpi lokaðist í nótt eftir að áin Rjúkandi í Hestfirði flæddi yfir veginn. Einnig féll aurskriða yfir veginn í sama firði, með þeim afleiðingum að nokkrir ökumenn komust ekki leiða sinna. 12. nóvember 2024 06:38