Hver standa fremst með Guðjóni? „Hélt að Margrét yrði best í heimi“ Guðjón Valur Sigurðsson leggur handboltaskóna á hilluna sem einn besti íþróttamaður sem Ísland hefur átt en hvaða annað íþróttafólk á heima á lista yfir það allra besta hér á landi frá upphafi? Sport 30. apríl 2020 08:00
„Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. Íslenski boltinn 29. apríl 2020 23:00
Lippi kvartaði yfir grófum Íslendingum með hjálp túlks Einn frægasti þjálfari fótboltasögunnar lýsti yfir óánægju sinni með leikstíl Íslands eftir markalaust jafntefli við Ítalíu í vináttulandsleik fyrir fimmtán árum. Fótbolti 29. apríl 2020 15:00
Freyr um ÍBV: „Annað hvort fljúga þeir upp eða þetta fer allt í hina áttina“ Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að ÍBV muni annað hvort fara rakleiðis upp í Pepsi Max-deildina eða að liðið verði í miklum vandræðum í fyrstu deildinni í knattspyrnu í sumar. Fótbolti 25. apríl 2020 23:00
„Deildin verður það jöfn að Fylkir getur fallið“ Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir að ef Fylkir heldur ekki nægilega vel á spilunum í sumar gæti liðið fallið úr Pepsi Max-deild karla. Fylkir var meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni. Fótbolti 24. apríl 2020 12:00
„Frábær náungi en aldrei virkað á mig sem maður með miklar pælingar um fótbolta“ Atli Sveinn Þórarinsson er nýráðinn þjálfari Fylkis en þetta er hans annað verkefni í meistaraflokksþjálfun. Hann þjálfaði Dalvík/Reyni í 3. deildinni sumarið 2018 en Hjörvar Hafliðason sparkspekingur veit ekki hvort að Atli sé með miklar pælingar um fótbolta þó að hann sé frábær náungi. Fótbolti 24. apríl 2020 09:30
Hjörvar um rekstrartapið hjá ÍA: „Hvernig getur þetta gerst?“ Hjörvar Hafliðason sparkspekingur velti því fyrir sér í þættinum Sportinu í kvöld hvernig knattspyrnudeild ÍA fór að því að tapa rúmlega sextíu milljónum króna á síðasta rekstrarári. Fótbolti 24. apríl 2020 07:30
Mættu of seint vegna tafa á brautinni en Sigurður sýndi enga miskunn Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Körfubolti 22. apríl 2020 14:00
„KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór“ Körfubolti 22. apríl 2020 09:30
Arnar hélt hann væri hættur í þjálfun en Pepsi-mörkin kveiktu áhugann á ný Arnar Gunnlaugsson bjóst ekki við því að snúa aftur í þjálfun en segir að þátttaka í Pepsi-mörkunum hafi kveikt neistann á ný. Íslenski boltinn 20. apríl 2020 12:15
Segir Víking vera með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn Fótbolti 20. apríl 2020 10:30
„Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Fótbolti 20. apríl 2020 08:30
„Guðjón var gríðarlega langt á undan sinni samtíð“ Arnar Gunnlaugsson er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Guðjón Þórðarson hefur þjálfað og Arnar, sem sjálfur er orðinn þjálfari í dag, hrósar sínum gamla lærimeistara í hástert. Íslenski boltinn 18. apríl 2020 10:45
Kári hjálpaði mjög mikið úr stúkunni í bikarúrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. í fótbolta, fór ítarlega yfir bikarúrslitaleikinn við FH í fyrra þegar hann ræddi við Rikka G í Sportinu í kvöld. Kári Árnason hafði sín áhrif í sigri Víkinga þrátt fyrir að spila ekki. Íslenski boltinn 17. apríl 2020 20:00
„Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ Fótbolti 17. apríl 2020 17:00
Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Fótbolti 17. apríl 2020 13:00
Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. Fótbolti 17. apríl 2020 11:30
„Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. Fótbolti 17. apríl 2020 09:30
„Það verður enginn 110 þúsund punda Jesse Lingard lengur til í heiminum“ Hjörvar Hafliðason sparkspekingur segir að eftir kórónuveirufaraldurinn muni bestu leikmenn heims halda áfram að fá ansi vel borgað fyrir að spila knattspyrnu en meðalleikmenn muni þurfa að taka á sig ansi miklar launalækkanir. Fótbolti 16. apríl 2020 14:00
„Finnst Stjarnan búin að vera eins í svo mörg ár“ Stöðugleiki er góður en það vantar meiri breytingu á liði Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla að mati Hjörvars Hafliðasonar sparkspekings. Stjarnan var eitt þeirra liða sem var til umræðuefni í þættinum Sportið í kvöld. Fótbolti 16. apríl 2020 12:00
„Margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er“ Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Fótbolti 16. apríl 2020 09:30
„Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig“ Hörður Björgvin Magnússon segir að aðal ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa enska B-deildarliðið Bristol City sé það að hann hafi ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og því hafi hann ekki verið lengi að stökkva á tilboð CSKA Moskvu þegar það kom. Fótbolti 15. apríl 2020 11:30
Arnór rifjaði upp markið gegn Real Madrid: „Þeir voru helvíti hrokafullir“ „Þetta er klárlega hápunkturinn á dvölinni hingað til,“ sagði Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður CSKA Moskvu, þegar hann rifjaði upp frammistöðu sína gegn stórveldi Real Madrid. Fótbolti 14. apríl 2020 23:00
Tryggvi: Á enn að vera spila þrátt fyrir að hann sé sextugur Tryggvi Guðmundsson segir að markvörðurinn Kristján Finnbogason gæti verið að spila enn þann dag í dag. Tryggi var gestur í Sportinu í kvöld sem sýnt var á Skírdag og þar valdi hann meðal annars draumalið sitt. Fótbolti 12. apríl 2020 09:00
Gummi, Hjörvar og Freyr völdu sér draumaþjálfarann Í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni voru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Freyr Alexandersson í settinu. Þeir gerðu upp íslenska fótboltann sem og margt annað. Fótbolti 12. apríl 2020 07:00
Bibercic drakk „svona sex kókflöskur“ á meðan liðsfélagarnir fengu sér einn bjór Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandresson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 10. apríl 2020 22:00
Tryggvi reyndi að semja við mótherja um að brjóta á sér svo að hann gæti bætt markametið Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Fótbolti 10. apríl 2020 18:00
Tryggvi: Hemmi var svo lélegur í bakverðinum að hann varð að vera í miðverðinum Tryggvi Guðmundsson var með Hermann Hreiðarsson í miðverðinum í draumaliði sínu á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að hann gat ekki látið Hermann, eða Hemma eins og hann er oftast kallaður, í vinstri bakvörðinn því hann hafi verið svo slakur þar. Fótbolti 10. apríl 2020 16:00
„Var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu“ Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. Fótbolti 10. apríl 2020 14:30
Fylkismenn kölluðu Tryggva á fund og báðu hann um að róa sig á æfingum Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fótbolti 10. apríl 2020 13:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti