Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 13:00 Tvíburarnir eru ansi líkir eins og má sjá á meðfylgjandi mynd. Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Arnar rifjaði upp vikuna fyrir þennan leik í Sportinu í kvöld í gærkvöldi en hann spilaði alls fjóra leiki í þessari minnisstæðu viku. „Það var dálítið keppikefli að ná því að spila með meistaraflokki þegar þú varst á seinna árinu í þriðja flokki,“ sagði Arnar sem taldi upp nokkra ansi góða leikmenn sem náðu því, til að mynda feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen. „Þessi vika var mjög minnisstæð. Við spiluðum á mánudegi með 3. flokki, svo spiluðum við með 1. flokki og svo með 2. flokki. Við vorum varamenn í 2. flokki á móti Þór og einn meiðist í fyrri hálfleik. Siggi Lár heitinn var þá þjálfari 2. flokks og meistaraflokks. Hann lítur á bekkinn og þekkir okkur ekkert í sundur. Það vill svo skemmtilega til að ég er nær honum en Bjarki. Þess vegna kallar hann á mig og ég er settur inn á.“ Arnar þakkaði heldur betur traustið og spilaði sig inn í byrjunarliðið hjá meistaraflokki Skagamanna með frammistöðu sinni. „Ég skora þrennu í fyrri hálfleik í öðrum flokki og fer útaf í seinni hálfleik. Ég vissi ekki ástæðuna þá en þá er hann búinn að velja mig í byrjunarliðið gegn Keflavík á sunnudeginum í meistaraflokki,“ „Ég skora þar eftir fimmtán eða sextán mínútur en þessi vika var súrealísk. Maður man enn eftir þessu. Fjórir leikir með þremur mismunandi flokkum sem er fátítt en sýnir hversu klikkað þetta var í gamla daga,“ bætti Arnar við. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um fyrsta leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Arnar rifjaði upp vikuna fyrir þennan leik í Sportinu í kvöld í gærkvöldi en hann spilaði alls fjóra leiki í þessari minnisstæðu viku. „Það var dálítið keppikefli að ná því að spila með meistaraflokki þegar þú varst á seinna árinu í þriðja flokki,“ sagði Arnar sem taldi upp nokkra ansi góða leikmenn sem náðu því, til að mynda feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen. „Þessi vika var mjög minnisstæð. Við spiluðum á mánudegi með 3. flokki, svo spiluðum við með 1. flokki og svo með 2. flokki. Við vorum varamenn í 2. flokki á móti Þór og einn meiðist í fyrri hálfleik. Siggi Lár heitinn var þá þjálfari 2. flokks og meistaraflokks. Hann lítur á bekkinn og þekkir okkur ekkert í sundur. Það vill svo skemmtilega til að ég er nær honum en Bjarki. Þess vegna kallar hann á mig og ég er settur inn á.“ Arnar þakkaði heldur betur traustið og spilaði sig inn í byrjunarliðið hjá meistaraflokki Skagamanna með frammistöðu sinni. „Ég skora þrennu í fyrri hálfleik í öðrum flokki og fer útaf í seinni hálfleik. Ég vissi ekki ástæðuna þá en þá er hann búinn að velja mig í byrjunarliðið gegn Keflavík á sunnudeginum í meistaraflokki,“ „Ég skora þar eftir fimmtán eða sextán mínútur en þessi vika var súrealísk. Maður man enn eftir þessu. Fjórir leikir með þremur mismunandi flokkum sem er fátítt en sýnir hversu klikkað þetta var í gamla daga,“ bætti Arnar við. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um fyrsta leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu