Tryggvi reyndi að semja við mótherja um að brjóta á sér svo að hann gæti bætt markametið Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 18:00 Tryggvi kom víða við í gær. vísir/skjáskot Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Tryggvi á markametið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á einu tímabili ásamt þeim Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Andra Rúnari Bjarnasyni en allir gerðu þeir 19 mörk. Tryggvi var með fimmtán mörk fyrir leik gegn Keflavík þar sem hann fór á kostum en Tryggvi fór yfir þetta í Sportið í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. „Ég er bara með fimmtán mörk fyrir næst síðasta leikinn gegn Keflavík. Í sjálfu sér var ég ekki að hugsa um neitt markamet fyrr en ég er kominn með mark númer tvö og þrjú og ég held að ég hafi ekki gefið boltann það sem eftir lifði leiks til að ná í fjórða markið,“ sagði Tryggvi. „Svo förum við norður og spiluðum við Leiftur, oft kallað keyptur. Við þurfum að hvíla lykilmenn útaf síðari bikarúrslitaleiknum. Menn voru tæpir á spjöldum eins og Hlynur Stefánsson og Sigurvin Ólafsson sem voru lykilmenn í þessu liði.“ Tryggvi segir að hann hafi reynt allt sem hann gat til þess að bæta markametið og hann gekk það langt að hann reyndi að semja við leikmenn Leifturs. „Við áttum ekkert breik í þá og töpuðum þeim leik að mig minnir 3-1. Ég náði að skora og jafna metið. Það var eitthvað eftir af leiknum og ég byrjaði að semja við fyrrum félaga minn hjá KR, Daða Dervic, sem var þá fyrir norðan, að kippa mér niður svo ég fengi víti.“ „Hann sagði já ekkert mál og ég var alltaf utan í honum en hann gerði ekki neitt. Ég fékk ekki vítaspyrnuna,“ sagði Tryggvi og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markametið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Tryggvi á markametið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á einu tímabili ásamt þeim Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Andra Rúnari Bjarnasyni en allir gerðu þeir 19 mörk. Tryggvi var með fimmtán mörk fyrir leik gegn Keflavík þar sem hann fór á kostum en Tryggvi fór yfir þetta í Sportið í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. „Ég er bara með fimmtán mörk fyrir næst síðasta leikinn gegn Keflavík. Í sjálfu sér var ég ekki að hugsa um neitt markamet fyrr en ég er kominn með mark númer tvö og þrjú og ég held að ég hafi ekki gefið boltann það sem eftir lifði leiks til að ná í fjórða markið,“ sagði Tryggvi. „Svo förum við norður og spiluðum við Leiftur, oft kallað keyptur. Við þurfum að hvíla lykilmenn útaf síðari bikarúrslitaleiknum. Menn voru tæpir á spjöldum eins og Hlynur Stefánsson og Sigurvin Ólafsson sem voru lykilmenn í þessu liði.“ Tryggvi segir að hann hafi reynt allt sem hann gat til þess að bæta markametið og hann gekk það langt að hann reyndi að semja við leikmenn Leifturs. „Við áttum ekkert breik í þá og töpuðum þeim leik að mig minnir 3-1. Ég náði að skora og jafna metið. Það var eitthvað eftir af leiknum og ég byrjaði að semja við fyrrum félaga minn hjá KR, Daða Dervic, sem var þá fyrir norðan, að kippa mér niður svo ég fengi víti.“ „Hann sagði já ekkert mál og ég var alltaf utan í honum en hann gerði ekki neitt. Ég fékk ekki vítaspyrnuna,“ sagði Tryggvi og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markametið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira