Lippi kvartaði yfir grófum Íslendingum með hjálp túlks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 15:00 Lippi með sigurvindil eftir að Ítalía varð heimsmeistari 2006. vísir/getty Logi Ólafsson, einn reyndasti fótboltaþjálfari landsins, var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld í gær. Þar rifjaði hann m.a. upp tvo vináttulandsleiki Íslands og Ítalíu á árunum 2004 og 2005. Íslendingar unnu 2-0 sigur á Ítölum frammi fyrir rúmlega 20 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli síðsumars 2004. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Ísland og Ítalía gerðu svo markalaust jafntefli í Padúa í mars 2005. Eftir leikinn kvartaði Marcelo Lippi, þjálfari Ítala, yfir því hversu fast honum fannst Íslendingar spila. Við það fékk hann hjálp túlks. „Eftir leikinn vildi hann tala við okkur Ásgeir [Sigurvinsson]. Það var því honum fannst við vera grófir og var með túlk með sér,“ sagði Logi. „Við Ásgeir mótmæltum þessu en hann sagði In generale, svona almennt séð, þegar við bentum á að þeir hefðu líka brotið af sér,“ sagði Logi og lék takta Lippis eftir. Logi stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2003-05 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni.vísir/getty Kári Árnason lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann stoppaði stutt við en þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann rauða spjaldið. Fyrsti leikur Lippis með ítalska landsliðið var leikurinn frægi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill því Lippi gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi 2006. Lippi tók aftur við ítalska landsliðinu eftir EM 2008 og stýrði því á HM tveimur árum síðar. Þar komust heimsmeistararnir ekki upp úr sínum riðli og Lippi hætti störfum eftir mótið. Klippa: Sportið í kvöld - Lippi kvartaði við Loga og Ásgeir Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fótbolti Sportið í kvöld Tengdar fréttir Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Logi Ólafsson, einn reyndasti fótboltaþjálfari landsins, var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld í gær. Þar rifjaði hann m.a. upp tvo vináttulandsleiki Íslands og Ítalíu á árunum 2004 og 2005. Íslendingar unnu 2-0 sigur á Ítölum frammi fyrir rúmlega 20 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli síðsumars 2004. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Ísland og Ítalía gerðu svo markalaust jafntefli í Padúa í mars 2005. Eftir leikinn kvartaði Marcelo Lippi, þjálfari Ítala, yfir því hversu fast honum fannst Íslendingar spila. Við það fékk hann hjálp túlks. „Eftir leikinn vildi hann tala við okkur Ásgeir [Sigurvinsson]. Það var því honum fannst við vera grófir og var með túlk með sér,“ sagði Logi. „Við Ásgeir mótmæltum þessu en hann sagði In generale, svona almennt séð, þegar við bentum á að þeir hefðu líka brotið af sér,“ sagði Logi og lék takta Lippis eftir. Logi stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2003-05 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni.vísir/getty Kári Árnason lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann stoppaði stutt við en þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann rauða spjaldið. Fyrsti leikur Lippis með ítalska landsliðið var leikurinn frægi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill því Lippi gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi 2006. Lippi tók aftur við ítalska landsliðinu eftir EM 2008 og stýrði því á HM tveimur árum síðar. Þar komust heimsmeistararnir ekki upp úr sínum riðli og Lippi hætti störfum eftir mótið. Klippa: Sportið í kvöld - Lippi kvartaði við Loga og Ásgeir Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Sportið í kvöld Tengdar fréttir Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30