„Margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 09:30 Guðjón Pétur er einn öflugasti miðjumaður Pepsi Max-deildarinnar. vísir/vilhelm Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Blikarnir voru á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, yfir sviðið. „Þú ert með breidd á miðsvæðinu sem ég hef ekkert séð áður hjá íslensku liði. Flestir leikmennirnir þarna eiga leiki með yngri landsliðum,“ sagði Hjörvar áður en hann nefndi alla þá leikmenn sem Breiðablik getur spilað á miðsvæðinu eða úti á kanti. Guðjón Pétur Lýðsson kom svo til umræðu en Guðjón Pétur hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. „Þetta er ákveðið pússluspil. Ég þekki Guðjón Lýðsson ágætlega. Einstakur náungi í íslenskum fótbolta. Vinnur einhverja 20 tíma á dag og fer svo á æfingu. Allt öðruvísi en allir aðrir en ef Óskar ætlar að hafa hann á bekknum, þá er hann ekkert kátasti maðurinn á bekknum,“ sagði Hjörvar áður en Gummi tók við boltanum: „Ég hef verið á bekknum þegar Guðjón Pétur er þar og ég get alveg tekið undir það. Það er margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er,“ sagði Gummi í léttum tón áður en Hjörvar tók svo aftur við: „Hann hefur líka unnið sér fyrir því að fá þessa virðingu sem á hann skilið í íslenskum fótbolta. Hann er búinn að vera einn öflugasti miðjumaðurinn í deildinni frá því að hann kom upp með Haukum fyrir tíu árum síðan og gert vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Blikarnir voru á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, yfir sviðið. „Þú ert með breidd á miðsvæðinu sem ég hef ekkert séð áður hjá íslensku liði. Flestir leikmennirnir þarna eiga leiki með yngri landsliðum,“ sagði Hjörvar áður en hann nefndi alla þá leikmenn sem Breiðablik getur spilað á miðsvæðinu eða úti á kanti. Guðjón Pétur Lýðsson kom svo til umræðu en Guðjón Pétur hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. „Þetta er ákveðið pússluspil. Ég þekki Guðjón Lýðsson ágætlega. Einstakur náungi í íslenskum fótbolta. Vinnur einhverja 20 tíma á dag og fer svo á æfingu. Allt öðruvísi en allir aðrir en ef Óskar ætlar að hafa hann á bekknum, þá er hann ekkert kátasti maðurinn á bekknum,“ sagði Hjörvar áður en Gummi tók við boltanum: „Ég hef verið á bekknum þegar Guðjón Pétur er þar og ég get alveg tekið undir það. Það er margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er,“ sagði Gummi í léttum tón áður en Hjörvar tók svo aftur við: „Hann hefur líka unnið sér fyrir því að fá þessa virðingu sem á hann skilið í íslenskum fótbolta. Hann er búinn að vera einn öflugasti miðjumaðurinn í deildinni frá því að hann kom upp með Haukum fyrir tíu árum síðan og gert vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira