„Þetta gæti pirrað leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2020 23:00 Aron Bjarnason var frábær fyrri hluta sumars með Breiðabliki á síðasta ári. MYND/STÖÐ 2 SPORT Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. Vefmiðillinn 433.is greindi frá því í dag að Aron væri á leið á Hlíðarenda en hann lék með Breiðabliki áður en hann fór til Újpest í Ungverjalandi í fyrra. „Ef að ég væri í Val, eftir vonbrigðatímabil síðasta sumar, og jú ég þyrfti að lækka aðeins launin, þá myndi ég samt hugsa með mér að Aron Bjarnason væri að koma að hjálpa okkur. Ég væri langt því frá að vera eitthvað óánægður með þetta,“ sagði Gummi við þá Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara og Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamann. „Þetta er vandmeðfarið, en ég held að það sé rétt hjá þér að flestir leikmenn horfi á þetta svona,“ sagði Freyr. „Þetta er ágætis „argument“ að leikmenn séu að taka á sig niðurskurð og svo er fenginn leikmaður, en hvað er rétt að gera? Myndi þetta pirra mann? Nee, ábyggilega ekki,“ sagði Hjörvar. Freyr sagði viðbrögðin velta á stöðu þeirra leikmanna sem fyrir eru hjá Val: „Þetta gæti pirrað leikmenn ef að það eru einhverjir í fjárhagslegum vandræðum út af ástandinu. Við vitum náttúrulega ekkert um það. En ef að menn eru að komast í gegnum þetta þokkalega þá held ég að allir fagni því að fá góðan knattspyrnumann inn í liðið.“ Klippa: Sportið í kvöld - Aron Bjarna til Vals Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í kvöld Tengdar fréttir Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10 Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. Vefmiðillinn 433.is greindi frá því í dag að Aron væri á leið á Hlíðarenda en hann lék með Breiðabliki áður en hann fór til Újpest í Ungverjalandi í fyrra. „Ef að ég væri í Val, eftir vonbrigðatímabil síðasta sumar, og jú ég þyrfti að lækka aðeins launin, þá myndi ég samt hugsa með mér að Aron Bjarnason væri að koma að hjálpa okkur. Ég væri langt því frá að vera eitthvað óánægður með þetta,“ sagði Gummi við þá Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara og Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamann. „Þetta er vandmeðfarið, en ég held að það sé rétt hjá þér að flestir leikmenn horfi á þetta svona,“ sagði Freyr. „Þetta er ágætis „argument“ að leikmenn séu að taka á sig niðurskurð og svo er fenginn leikmaður, en hvað er rétt að gera? Myndi þetta pirra mann? Nee, ábyggilega ekki,“ sagði Hjörvar. Freyr sagði viðbrögðin velta á stöðu þeirra leikmanna sem fyrir eru hjá Val: „Þetta gæti pirrað leikmenn ef að það eru einhverjir í fjárhagslegum vandræðum út af ástandinu. Við vitum náttúrulega ekkert um það. En ef að menn eru að komast í gegnum þetta þokkalega þá held ég að allir fagni því að fá góðan knattspyrnumann inn í liðið.“ Klippa: Sportið í kvöld - Aron Bjarna til Vals Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í kvöld Tengdar fréttir Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10 Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10
Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33