Ákall til alþingismanna Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins. Skoðun 1. september 2022 09:31
Leigubremsa er raunhæf og skynsamleg Danir ætla að koma á leigubremsu. Á danska þjóðþinginu er meirihluti fyrir því að takmarka hækkun leiguverðs næstu tvö ár. Hækkanir á húsaleigu verða takmarkaðar við 4% á ári næstu tvö árin en undanskildir verða þeir leigusalar sem sýnt geta fram á að kostnaður vegna húsnæðisins hafi hækkað umfram þá upphæð, t.d. vegna viðhalds. Skoðun 30. ágúst 2022 14:01
Veruleikatenging 309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Skoðun 29. ágúst 2022 17:31
Nýtum áfengisgjald í félagslega uppbyggingu handa þeim sem hljóta mestan skaða af áfengisneyslu Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi. Skoðun 26. ágúst 2022 14:33
Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Skoðun 24. ágúst 2022 10:31
Áhrif hækkunar stýrivaxta á fasteignamarkaðinn Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði. Skoðun 23. ágúst 2022 15:01
Verkkvíði ríkisstjórnar í loftslagsmálum Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Skoðun 19. ágúst 2022 13:30
Raunhæfar lausnir fyrir börn og foreldra í Kópavogi Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022. Skoðun 17. ágúst 2022 09:30
Húsnæðisvandinn eins og hann birtist bæjarfulltrúa í Hafnarfirði Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Skoðun 17. ágúst 2022 09:01
Haustboðinn ljúfi Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista. Skoðun 17. ágúst 2022 08:30
Hver þorir að eignast barn í Reykjavík? Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Skoðun 17. ágúst 2022 08:01
Óvissuflugið þarf að enda Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en með vitneskju um mögulega ógn af hraunrennsli næstu ár er eðlilegt að við hugum að því hvaða uppbyggingu við viljum fjárfesta í á svæðinu. Skoðun 16. ágúst 2022 07:31
Leikskólamál í lamasessi Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er óásættanlegt. Enginn mótmælir því, ekki einu sinni meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Skoðun 15. ágúst 2022 13:02
Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald? Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum. Skoðun 10. ágúst 2022 08:01
Það viðrar vel til MIÐNÆTURsunds Fimmtudagar voru áður þekktir sem dagarnir sem sjónvarpið fór í frí. Það var að vísu fyrir mína tíð, en fimmtudagar halda þó áfram að setja mark sitt á frítíma fólks og í dag er fyrsti fimmtudagurinn þar sem opið verður til miðnættis í Laugardalslaug! Skoðun 4. ágúst 2022 11:30
Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum Ráðherranum ber að leiðrétta afleiðingar einokunar skiptimarkaðarins og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna. Skoðun 30. júlí 2022 13:01
Stórtíðindi í heilsugæslu á Suðurnesjum Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Skoðun 18. júlí 2022 07:30
Þjóðareign hinna fáu Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. Skoðun 14. júlí 2022 13:00
Frelsi á Alþingi Frelsið á sér of fáa málsvara í samfélaginu í dag. Kannski er það vegna þess að við njótum þess að miklu leyti og teljum okkur ekki þurfa að hafa af því áhyggjur – en ef við pössum ekki stöðugt upp á frelsið getur það hæglega orðið hinni alræmdu salamiaðferð aðferð að bráð, þar sem sneitt er af því smám saman. „Hvað með börnin?“ er auðvitað þekkt stef. En lýðheilsuna? Öryggið? Skoðun 13. júlí 2022 07:01
Ráðherra í stríð við strandveiðar Fyrirhugaðar breytingar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiðanna á nýjan leik er atlaga að brothættum sjávarbyggðum landsins. Skoðun 11. júlí 2022 11:01
Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu? Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Skoðun 11. júlí 2022 07:01
Nauðsynlegar neyðaraðgerðir í efnahagsmálum Um áratugaskeið höfðu Íslendingar miklar áhyggjur af verðbólgu og ekki að ástæðulausu. Reynslan frá áttunda og níunda áratugnum og svo eftir bankahrunið lifir í minningunni. Skoðun 2. júlí 2022 09:01
Bergmál úr fortíðinni Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Skoðun 30. júní 2022 08:01
Nýtt kjörtímabil hafið og baráttan heldur áfram Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn. Skoðun 21. júní 2022 17:31
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. Skoðun 17. júní 2022 08:02
Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Skoðun 16. júní 2022 10:30
Ný rammaáætlun risastórt framfaraskref Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Skoðun 16. júní 2022 08:00
Níu ára stöðnun rofin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að Ísland eigi að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu. Við viljum að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftlagsvánni og ætlum okkur að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Skoðun 16. júní 2022 07:31
Nýsamþykkt fjármálaáætlun er pólitísk markleysa Fyrsta fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar gegnir lykilhlutverki í opinberri stefnumótun. Ný ríkisstjórn sýnir þá framkvæmd helstu verkefna sem boðuð eru í stjórnarsáttmála og hver verði forgangsröðun næstu ára. Nýsamþykkt fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 er annars eðlis. Skoðun 15. júní 2022 08:31
Samkeppni er ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi. Skoðun 15. júní 2022 08:00
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun