Þegar kennarinn verður dómari Pawel Bartoszek skrifar 23. júlí 2024 09:01 Ísland og Ítalía leika í umspili um hvor þjóðin kemst á HM 2026. Leikurinn fer fram í Róm. Svo óheppilega vill til að svissneska dómarateymið sem átti að dæma leikinn veikist skyndilega. Nú eru góð ráð dýr. En þá vill svo til að ítalski stórdómarinn Daniele Orsato er staddur í leikvanginum og getur hlaupið í skarðið með engum fyrirvara. Hann er margreyndur og einn af allra bestu dómurum heims. Eftir ákveðið þras er þó ákveðið að halda í þá reglu að alþjóðlegir dómarar dæmi ekki leiki eigin þjóða og leikurinn frestast um nokkra klukkutíma. Næsta dag stígur formaður ítalska dómarasambandsins fram og vandar Íslendingum ekki kveðjurnar. Það voru þeirra óliðlegheit sem töfðu það að leikurinn gæti spilast á réttum tíma. Óliðlegheit, sem skýrðust af dæmigerðum fordómum Norður-Evrópubúa í garð suðursins! Ef menn treysta ekki einum allra reyndasta dómara heims þá er í raun verið að saka alla dómarastéttina um spillingu. Því auðvitað gæti Daniele Orsato dæmt þennan leik á sanngjarnan hátt. Hann er knattspyrnudómari og það er vinnan hans! Ekki nóg að krefjast trausts Nýlega benti Jón Pétur Zimsen á ókosti þess að inntökuferlið í menntaskóla sé einungis byggt á einkunnum sem kennarar í skólum nemenda gefa þeim einir. Svar formanns KÍ við þessu var að hér væri um alvarlegar aðdróttanir að ræða. Þótt þeim viðbrögðum hafi eflaust ætlað að verja traust til kennarastéttarinnar er ekki víst að þau séu vel til þess fallin. Traust er nefnilega áunnið og besta leiðin til að vinna sér það inn er sjaldnast sú að hrópa “Treystið þið mér ekki?!” með ásakandi tón. Af einhverjum ástæðum hefur engum dottið í hug að láta ökukennarana sjálfa sjá um að taka nemendur sína í ökupróf og veita þeim réttindin. Auðvitað hafa þeir kunnáttuna, en kerfinu er ætlað að koma í veg fyrir að fólk séu sett í aðstæður sem orka tvímælis. Þetta er líka ástæða fyrir því að leiðbeinendur í lokaverkefnum í háskóla gefa sjaldnast einkunn einir heldur eru fengnir prófdómarar með þeim. Ekkert af þessu er gert til að “ala á vantrausti” heldur þvert á móti, til að skapa traust. Í ljósi þess að skólaeinkunnir nemenda úr 10. bekk hafa mikið að segja um mögulegt val þeirra á framhaldsskóla er eðlilegt að rík krafa sé um að samræmis sé gætt í þeirri einkunnargjöf. Samræmd próf eru ein leið til að auka þá samræmingu. Önnur gæti verið að hafa fleiri augu hverri einkunnagjöf, til dæmis með því að gera kröfur um utanaðkomandi prófdómara (t.d. annan kennara úr öðrum skóla) þegar lokaeinkunnir úr grunnskóla eru gefnar. Krafan um samræmi er eðlileg Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá er óumflýjanlegt að sögur fari á kreik um að skólar gæti ekki samræmis í einkunnagjöf. Til dæmi að sumir skólar gefi nánast aldrei einkunnina A meðan aðrir gera nemendum auðveldara að taka framhaldsskólaeiningar á lokaári sínu og réttlæta þannig að þeir hafi sýnt fram á “framúrskarandi árangur”. Í síðustu viku var þessum sögum gefinn aukinn slagkraftur með ábendingum Viðskiptaráðs, sem byggðu á gögnum úr könnunarprófum nýnema í Verzlunarskólanum. Óhætt er að að segja að þessari gagnrýni hafi ekkert verið sérstaklega fagnað heldur. Það hvort samræmis sé gætt í fyrirgjöf milli skóla er tölfræðilega prófanleg tilgáta. Það er hins vegar erfitt að sannreyna hana meðan meðaleinkunnir úr skólum eru meðhöndlaðar eins og um kjarnorkukóða í kafbáti væri að ræða. Það er orðinn ógerningur að fá niðurstöður samræmdra könnunarprófum úr skólum, það er ekki hægt að sjá niðurbrot skólaeinkunna í 10. bekk eftir skólum og meira að segja stjórnendur grunnskóla mega ekki sjá eigin niðurstöður úr Pisa-könnunum. Þessari leyndarhyggju er að líklega ætlað að verja suma skóla fyrir neikvæðu umtali og viðhorfið í kerfinu virðist heldur vera að fella burt þá samræmdu mælikvarða sem þó hafa verið við lýði. En ekkert af þessu er þó líklegt til að auka traust á kerfinu til lengdar. Menntakerfið kemur okkur öllum við Það getur örugglega orðið snúa að búa til matsaðferðir í menntakerfinu sem fullkomið traust ríkir um. En traust til kerfa eykst oftar með auknu gegnsæi og með því þeir taka mikilvægar ákvarðanir um framtíð fólks séu ekki settir aðstæður sem orkað geta tvímælis. Traust eykst ekki endilega með því að þeir sem gagnrýni leyndina, ósamræmið og hættuna á hagsmunaárekstrum sem sakaðir um popúlisma, aðdróttanir og það að vera skipta sér af einhverju sem komi þeim ekki við. Því menntakerfið er okkar allra og við megum sannarlega öll hafa á því skoðun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland og Ítalía leika í umspili um hvor þjóðin kemst á HM 2026. Leikurinn fer fram í Róm. Svo óheppilega vill til að svissneska dómarateymið sem átti að dæma leikinn veikist skyndilega. Nú eru góð ráð dýr. En þá vill svo til að ítalski stórdómarinn Daniele Orsato er staddur í leikvanginum og getur hlaupið í skarðið með engum fyrirvara. Hann er margreyndur og einn af allra bestu dómurum heims. Eftir ákveðið þras er þó ákveðið að halda í þá reglu að alþjóðlegir dómarar dæmi ekki leiki eigin þjóða og leikurinn frestast um nokkra klukkutíma. Næsta dag stígur formaður ítalska dómarasambandsins fram og vandar Íslendingum ekki kveðjurnar. Það voru þeirra óliðlegheit sem töfðu það að leikurinn gæti spilast á réttum tíma. Óliðlegheit, sem skýrðust af dæmigerðum fordómum Norður-Evrópubúa í garð suðursins! Ef menn treysta ekki einum allra reyndasta dómara heims þá er í raun verið að saka alla dómarastéttina um spillingu. Því auðvitað gæti Daniele Orsato dæmt þennan leik á sanngjarnan hátt. Hann er knattspyrnudómari og það er vinnan hans! Ekki nóg að krefjast trausts Nýlega benti Jón Pétur Zimsen á ókosti þess að inntökuferlið í menntaskóla sé einungis byggt á einkunnum sem kennarar í skólum nemenda gefa þeim einir. Svar formanns KÍ við þessu var að hér væri um alvarlegar aðdróttanir að ræða. Þótt þeim viðbrögðum hafi eflaust ætlað að verja traust til kennarastéttarinnar er ekki víst að þau séu vel til þess fallin. Traust er nefnilega áunnið og besta leiðin til að vinna sér það inn er sjaldnast sú að hrópa “Treystið þið mér ekki?!” með ásakandi tón. Af einhverjum ástæðum hefur engum dottið í hug að láta ökukennarana sjálfa sjá um að taka nemendur sína í ökupróf og veita þeim réttindin. Auðvitað hafa þeir kunnáttuna, en kerfinu er ætlað að koma í veg fyrir að fólk séu sett í aðstæður sem orka tvímælis. Þetta er líka ástæða fyrir því að leiðbeinendur í lokaverkefnum í háskóla gefa sjaldnast einkunn einir heldur eru fengnir prófdómarar með þeim. Ekkert af þessu er gert til að “ala á vantrausti” heldur þvert á móti, til að skapa traust. Í ljósi þess að skólaeinkunnir nemenda úr 10. bekk hafa mikið að segja um mögulegt val þeirra á framhaldsskóla er eðlilegt að rík krafa sé um að samræmis sé gætt í þeirri einkunnargjöf. Samræmd próf eru ein leið til að auka þá samræmingu. Önnur gæti verið að hafa fleiri augu hverri einkunnagjöf, til dæmis með því að gera kröfur um utanaðkomandi prófdómara (t.d. annan kennara úr öðrum skóla) þegar lokaeinkunnir úr grunnskóla eru gefnar. Krafan um samræmi er eðlileg Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá er óumflýjanlegt að sögur fari á kreik um að skólar gæti ekki samræmis í einkunnagjöf. Til dæmi að sumir skólar gefi nánast aldrei einkunnina A meðan aðrir gera nemendum auðveldara að taka framhaldsskólaeiningar á lokaári sínu og réttlæta þannig að þeir hafi sýnt fram á “framúrskarandi árangur”. Í síðustu viku var þessum sögum gefinn aukinn slagkraftur með ábendingum Viðskiptaráðs, sem byggðu á gögnum úr könnunarprófum nýnema í Verzlunarskólanum. Óhætt er að að segja að þessari gagnrýni hafi ekkert verið sérstaklega fagnað heldur. Það hvort samræmis sé gætt í fyrirgjöf milli skóla er tölfræðilega prófanleg tilgáta. Það er hins vegar erfitt að sannreyna hana meðan meðaleinkunnir úr skólum eru meðhöndlaðar eins og um kjarnorkukóða í kafbáti væri að ræða. Það er orðinn ógerningur að fá niðurstöður samræmdra könnunarprófum úr skólum, það er ekki hægt að sjá niðurbrot skólaeinkunna í 10. bekk eftir skólum og meira að segja stjórnendur grunnskóla mega ekki sjá eigin niðurstöður úr Pisa-könnunum. Þessari leyndarhyggju er að líklega ætlað að verja suma skóla fyrir neikvæðu umtali og viðhorfið í kerfinu virðist heldur vera að fella burt þá samræmdu mælikvarða sem þó hafa verið við lýði. En ekkert af þessu er þó líklegt til að auka traust á kerfinu til lengdar. Menntakerfið kemur okkur öllum við Það getur örugglega orðið snúa að búa til matsaðferðir í menntakerfinu sem fullkomið traust ríkir um. En traust til kerfa eykst oftar með auknu gegnsæi og með því þeir taka mikilvægar ákvarðanir um framtíð fólks séu ekki settir aðstæður sem orkað geta tvímælis. Traust eykst ekki endilega með því að þeir sem gagnrýni leyndina, ósamræmið og hættuna á hagsmunaárekstrum sem sakaðir um popúlisma, aðdróttanir og það að vera skipta sér af einhverju sem komi þeim ekki við. Því menntakerfið er okkar allra og við megum sannarlega öll hafa á því skoðun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun