Ert þú í góðu netsambandi? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. júlí 2024 11:00 Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða. Síðustu ár hef ég ferðast mikið um landið meðal annars þegar ég hef verið með skrifstofu mína óháð staðsetningu. Það er dýrmæt reynsla að hitta og og tala við fólk um allt land og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Ég hef fundið fyrir ákalli fólks um land allt til þess að gera betur enda er mikilvægt að þjónusta sé til staðar í nærsamfélagi fólks. Háhraðatenging hefur mikil áhrif á möguleika atvinnulífs á hverju svæði um leið og það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar í okkar daglega lífi. Það var því ánægjulegt þegar ég kynnti í vikunni áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Með þessu markmiði viljum við tryggja að allir þéttbýlisstaðir á landinu hafi 100% aðgengi að ljósleiðara. Þetta mun efla og styrkja byggðir landsins. Við höfum staðið okkur vel í þessum efnum á undanförnum árum, en til að leysa krafta landsmanna úr læðingi þurfum við að tryggja að allir geti gengið að öflugu netsambandi vísu. Að klára ljósleiðaravæðinguna að fullu á svo skömmum tíma mun ekki aðeins styrkja byggðir landsins heldur einnig auka samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Meðal þeirra staða sem bíða enn eftir tengingu eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Siglufjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður, og mætti lengi telja áfram en yfirlit yfir þá staði sem þurfa á fleiri ljósleiðaratengingum að halda má finna hér. Þessi áform stuðla að því að hver einasti íbúi í þéttbýli á Íslandi, hvort sem hann býr í stærstu bæjum eða smæstu þorpum, hafi aðgang að háhraðaneti. Í dreifbýli er staðan líka góð, en þar eru nú um 82% lögheimila með aðgang að ljósleiðara eftir góðan árangur verkefnisins Ísland ljóstengt. Aðgengi að háhraðanetsambandi er forsenda nútímaþjóðfélags. Ísland er þegar meðal leiðandi landa í útbreiðslu á ljósleiðara og með einstaka stöðu í aðgengi ljósleiðara í dreifbýli. Útbreiðsla 4G og 5G er einnig á pari við það sem best gerist í heiminum. Þetta hefur gerst bæði í krafti mikillar samkeppni og rétt stilltri aðkomu stjórnvalda. Við munum halda áfram að vinna að því að tryggja öllum landsmönnum öruggt og hraðvirkt netsamband. Þetta er grundvöllur nútíma búsetugæða, öflugs atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða okkar. Með samstilltu átaki getum við skapað betri framtíð fyrir alla landsmenn. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netöryggi Sveitarstjórnarmál Fjarskipti Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða. Síðustu ár hef ég ferðast mikið um landið meðal annars þegar ég hef verið með skrifstofu mína óháð staðsetningu. Það er dýrmæt reynsla að hitta og og tala við fólk um allt land og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Ég hef fundið fyrir ákalli fólks um land allt til þess að gera betur enda er mikilvægt að þjónusta sé til staðar í nærsamfélagi fólks. Háhraðatenging hefur mikil áhrif á möguleika atvinnulífs á hverju svæði um leið og það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar í okkar daglega lífi. Það var því ánægjulegt þegar ég kynnti í vikunni áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Með þessu markmiði viljum við tryggja að allir þéttbýlisstaðir á landinu hafi 100% aðgengi að ljósleiðara. Þetta mun efla og styrkja byggðir landsins. Við höfum staðið okkur vel í þessum efnum á undanförnum árum, en til að leysa krafta landsmanna úr læðingi þurfum við að tryggja að allir geti gengið að öflugu netsambandi vísu. Að klára ljósleiðaravæðinguna að fullu á svo skömmum tíma mun ekki aðeins styrkja byggðir landsins heldur einnig auka samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Meðal þeirra staða sem bíða enn eftir tengingu eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Siglufjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður, og mætti lengi telja áfram en yfirlit yfir þá staði sem þurfa á fleiri ljósleiðaratengingum að halda má finna hér. Þessi áform stuðla að því að hver einasti íbúi í þéttbýli á Íslandi, hvort sem hann býr í stærstu bæjum eða smæstu þorpum, hafi aðgang að háhraðaneti. Í dreifbýli er staðan líka góð, en þar eru nú um 82% lögheimila með aðgang að ljósleiðara eftir góðan árangur verkefnisins Ísland ljóstengt. Aðgengi að háhraðanetsambandi er forsenda nútímaþjóðfélags. Ísland er þegar meðal leiðandi landa í útbreiðslu á ljósleiðara og með einstaka stöðu í aðgengi ljósleiðara í dreifbýli. Útbreiðsla 4G og 5G er einnig á pari við það sem best gerist í heiminum. Þetta hefur gerst bæði í krafti mikillar samkeppni og rétt stilltri aðkomu stjórnvalda. Við munum halda áfram að vinna að því að tryggja öllum landsmönnum öruggt og hraðvirkt netsamband. Þetta er grundvöllur nútíma búsetugæða, öflugs atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða okkar. Með samstilltu átaki getum við skapað betri framtíð fyrir alla landsmenn. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun