Það er komið að okkur! Friðjón R. Friðjónsson skrifar 21. ágúst 2024 12:02 Uppfærsla hins svokallaða Samgöngusáttmála felur í sér jákvætt skref fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægar samgöngubætur verða fjármagnaðar og stórt skref er stigið til að bæta almenningssamgöngur. Það var kominn tími til. Árum saman höfum við, íbúar höfuðborgarsvæðisins, horft upp á þingmenn gera stórkarlalegar áætlanir um stórfelld útgjöld fyrir örfáa bíla utan höfuðborgarsvæðisins. Meirihluti þingflokks Miðflokksins fer nú stórum á síðum Morgunblaðsins af meintri umhyggju fyrir skattgreiðendum. Hvað sagði annars sá ágæti þingmaður þegar rætt var um að setja 45 þúsund milljónir króna til að greiða för 750 bíla á dag? Ekkert! Samflokksfólk hans í Miðflokknum á þingi á síðasta kjörtímabili kurruðu hins vegar bara af ánægju yfir hugmyndinni um Fjarðarheiðargöng. Það væri óskandi að áhyggjufullir landsbyggðarþingmenn sýndu sömu umhyggju fyrir skattgreiðendum vegna verkefna heima í héraði og þeir gera af verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Aðhald á almannafé 311 milljarðar króna yfir 15 ára tímabil er gríðarlega mikið fé og mér dettur ekki í hug að allar þessar áætlanir standist að fullu. Það yrði í fyrsta sinn í sögu mannkyns sem það gerðist. En í rúman áratug hefur höfuðborgarsvæðið vera svelt þannig að fyrir löngu er komið í óefni. Vinstri meirihluti Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar, nú undir forystu Framsóknarflokksins, ber þar mesta ábyrgð. Á meðan Píratar stýra skipulagsmálum Reykjavíkur og varaborgarfulltrúi Viðreisnar fer fyrir skipulagi höfuðborgarsvæðisins í skjóli Framsóknarflokksins þá verður varla lengra komist að sinni. Það er því miður staðreyndin. Við þurfum auðvitað að vera árvökul og passa almannafé, sáttmálinn þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Í svona verkefni er auðvelt að missa sjónar á verkefninu, það þarf að gæta að hverri krónu og að engu verði eytt í óþarfa prjál. Eins má ekki nota sáttmálann í framtíðinni til að fara í verkefni sem þá skipta ekki lengur máli vegna þess að aðstæður hafi breyst. Tæknin og vísindin eru á fleygiferð og ég treysti mér ekki að spá fyrir um samgönguvenjur eða leiðir fólks verða eftir 15 ár. En við verðum að halda áfram með það sem er hafið og fara í helstu samgöngubætur. Það sér hvert mannsbarn sem fer um höfuðborgarsvæðið. Síðan þegar líður á verkefnið þurfum við að uppfæra, endurskoða og forgangsraða, það sem sem ákveðið er í dag getur breyst eftir þrjú ár eða tíu. Sigur fyrir Kjartan, Mörtu og Björn Uppfærður Samgöngusáttmáli fer langt í að gera margt það sem við Sjálfstæðismenn í borgarstjórn höfum óskað eftir. Almenningssamgöngur verða lagaðar með meiri áherslu á Strætó strax. Hin svokallaða borgarlína er núna Strætó í sérrými með meiri tíðni, það er nákvæmlega það sem Kjartan Magnússon, ötulasti borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í málefnum Strætó hefur kallað ítrekað eftir. Þessi hluti uppfærslunnar er þannig sigur fyrir sjónarmið og málflutning Kjartans. Við ættum að skoða hvort þetta sérrými geti líka nýst leigu- og deilibílum. Ljósa- og umferðarstýring fær aukið vægi í sáttmálanum, það rímar við áherslur borgarfulltrúanna Mörtu Guðjónsdóttur og Björns Gíslasonar á liðnum misserum og árum. Sigur fyrir þau. Við þurfum auðvitað að halda vinstri meirihlutanum í Reykjavík við efnið en skref í rétta átt er stigið og við þurfum auðvitað að gera kröfu um að þessi hluti verði settur fremst í röð verkefna. Því miður er Sundabraut ekki tekin með í sáttmálann, hún er þannig samgöngubót og lykilþáttur í þróun höfuðborgarsvæðisins að það verður að fara í hana strax. En að vera á móti samgöngusáttmála vegna þess að Sundabraut er ekki nefnd er eins og að vera maður sem neitar að fara í hjáveituaðgerð vegna þess að hann er líka fótbrotinn. Það blasir við að það þarf að fara í báðar aðgerðir og ein útilokar ekki hina. Fjölgun kallar á aðgerðir Á næstu 15 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins að öllum líkindum fjölga um nálega 80 þúsund manns, líklega enn meira. Ef fjölgun bíla síðustu 5 ár heldur línulega áfram næstu 15 ár þá mun bílum fjölga um 45 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Það mun að lágmarki fjölga um 100 þúsund manns á atvinnusvæði höfuðborgarinnar, þ.e.a.s. innan svæðisins frá Akranesi að Árborg og að Suðurnesjabæ, á næstu 15 árum. Tæp 80% þjóðarinnar búa á þessu svæði og það er fyrir löngu kominn tími til að huga að samgöngum hér á Suðvesturhorninu til framtíðar. Alþingi allt, stjórnsýslan og sveitarstjórnarfólk skulda höfuðborginni vega- og samgöngubætur. Nú er komið að okkur. Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Samgöngur Reykjavík Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Uppfærsla hins svokallaða Samgöngusáttmála felur í sér jákvætt skref fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægar samgöngubætur verða fjármagnaðar og stórt skref er stigið til að bæta almenningssamgöngur. Það var kominn tími til. Árum saman höfum við, íbúar höfuðborgarsvæðisins, horft upp á þingmenn gera stórkarlalegar áætlanir um stórfelld útgjöld fyrir örfáa bíla utan höfuðborgarsvæðisins. Meirihluti þingflokks Miðflokksins fer nú stórum á síðum Morgunblaðsins af meintri umhyggju fyrir skattgreiðendum. Hvað sagði annars sá ágæti þingmaður þegar rætt var um að setja 45 þúsund milljónir króna til að greiða för 750 bíla á dag? Ekkert! Samflokksfólk hans í Miðflokknum á þingi á síðasta kjörtímabili kurruðu hins vegar bara af ánægju yfir hugmyndinni um Fjarðarheiðargöng. Það væri óskandi að áhyggjufullir landsbyggðarþingmenn sýndu sömu umhyggju fyrir skattgreiðendum vegna verkefna heima í héraði og þeir gera af verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Aðhald á almannafé 311 milljarðar króna yfir 15 ára tímabil er gríðarlega mikið fé og mér dettur ekki í hug að allar þessar áætlanir standist að fullu. Það yrði í fyrsta sinn í sögu mannkyns sem það gerðist. En í rúman áratug hefur höfuðborgarsvæðið vera svelt þannig að fyrir löngu er komið í óefni. Vinstri meirihluti Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar, nú undir forystu Framsóknarflokksins, ber þar mesta ábyrgð. Á meðan Píratar stýra skipulagsmálum Reykjavíkur og varaborgarfulltrúi Viðreisnar fer fyrir skipulagi höfuðborgarsvæðisins í skjóli Framsóknarflokksins þá verður varla lengra komist að sinni. Það er því miður staðreyndin. Við þurfum auðvitað að vera árvökul og passa almannafé, sáttmálinn þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Í svona verkefni er auðvelt að missa sjónar á verkefninu, það þarf að gæta að hverri krónu og að engu verði eytt í óþarfa prjál. Eins má ekki nota sáttmálann í framtíðinni til að fara í verkefni sem þá skipta ekki lengur máli vegna þess að aðstæður hafi breyst. Tæknin og vísindin eru á fleygiferð og ég treysti mér ekki að spá fyrir um samgönguvenjur eða leiðir fólks verða eftir 15 ár. En við verðum að halda áfram með það sem er hafið og fara í helstu samgöngubætur. Það sér hvert mannsbarn sem fer um höfuðborgarsvæðið. Síðan þegar líður á verkefnið þurfum við að uppfæra, endurskoða og forgangsraða, það sem sem ákveðið er í dag getur breyst eftir þrjú ár eða tíu. Sigur fyrir Kjartan, Mörtu og Björn Uppfærður Samgöngusáttmáli fer langt í að gera margt það sem við Sjálfstæðismenn í borgarstjórn höfum óskað eftir. Almenningssamgöngur verða lagaðar með meiri áherslu á Strætó strax. Hin svokallaða borgarlína er núna Strætó í sérrými með meiri tíðni, það er nákvæmlega það sem Kjartan Magnússon, ötulasti borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í málefnum Strætó hefur kallað ítrekað eftir. Þessi hluti uppfærslunnar er þannig sigur fyrir sjónarmið og málflutning Kjartans. Við ættum að skoða hvort þetta sérrými geti líka nýst leigu- og deilibílum. Ljósa- og umferðarstýring fær aukið vægi í sáttmálanum, það rímar við áherslur borgarfulltrúanna Mörtu Guðjónsdóttur og Björns Gíslasonar á liðnum misserum og árum. Sigur fyrir þau. Við þurfum auðvitað að halda vinstri meirihlutanum í Reykjavík við efnið en skref í rétta átt er stigið og við þurfum auðvitað að gera kröfu um að þessi hluti verði settur fremst í röð verkefna. Því miður er Sundabraut ekki tekin með í sáttmálann, hún er þannig samgöngubót og lykilþáttur í þróun höfuðborgarsvæðisins að það verður að fara í hana strax. En að vera á móti samgöngusáttmála vegna þess að Sundabraut er ekki nefnd er eins og að vera maður sem neitar að fara í hjáveituaðgerð vegna þess að hann er líka fótbrotinn. Það blasir við að það þarf að fara í báðar aðgerðir og ein útilokar ekki hina. Fjölgun kallar á aðgerðir Á næstu 15 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins að öllum líkindum fjölga um nálega 80 þúsund manns, líklega enn meira. Ef fjölgun bíla síðustu 5 ár heldur línulega áfram næstu 15 ár þá mun bílum fjölga um 45 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Það mun að lágmarki fjölga um 100 þúsund manns á atvinnusvæði höfuðborgarinnar, þ.e.a.s. innan svæðisins frá Akranesi að Árborg og að Suðurnesjabæ, á næstu 15 árum. Tæp 80% þjóðarinnar búa á þessu svæði og það er fyrir löngu kominn tími til að huga að samgöngum hér á Suðvesturhorninu til framtíðar. Alþingi allt, stjórnsýslan og sveitarstjórnarfólk skulda höfuðborginni vega- og samgöngubætur. Nú er komið að okkur. Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis Suður.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun