Gullverðlaun í mengun Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 11. júlí 2024 21:31 Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda því við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni sem er um 2.500 lítrar á sekúndu af okkar hreina vatni sem síðan er mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgja CO2. Sjá má á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar Coda Terminal – Umhverfismatsskýrsla og þar í töflu 5.3 má sjá möguleg (öll þau) snefilefni og hámarksstyrk þeirra í CO2 straumi. Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík? Við niðurdælingu á Hellisheiði var 1.000 tonnum á mánuði dælt niður af efni frá Hellisheiðarvirkjun með tilheyrandi jarðskjálftum upp á allt að 4 stigum, en við Straumsvík er gert ráð fyrir að dæla niður 250.000 tonnum á mánuði eða 250 sinnum meira og það örstutt frá byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu? Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna, það er ótrúleg sóun að það á að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík. En til hvers er verið að þessu? Jú, til þess að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar og þá skreytt sig með aflátsbréfum um hreinleika á okkar kostnað? Borholurnar verða boraðar niður á um 350 metra dýpi og síðan skáborað t.d. í átt að Vallarhverfinu í Hafnarfirði, eða þar undir? Þar er þegar til staðar sprungusvæði sem svipar til þess sem er í Grindavík og við vitum öll hvaða afleiðingar jarðskjálftar á sprungusvæði valda. Að leyfa þetta er eins og að hengja um hálsinn á sér gullverðlaun fyrir umhverfissóðaskap. Þeir sem að þessu koma verða að taka höfuðið út úr þessu eiturlofti sínu, anda að sér hreinu lofti, fá sér ómengaðan vatnssopa að drekka og síðan stöðva þetta. Ef ekki er vilji til þess er eitthvað skrýtið í gangi og þá snýst þetta bara um gróða og ekkert annað. Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda því við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni sem er um 2.500 lítrar á sekúndu af okkar hreina vatni sem síðan er mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgja CO2. Sjá má á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar Coda Terminal – Umhverfismatsskýrsla og þar í töflu 5.3 má sjá möguleg (öll þau) snefilefni og hámarksstyrk þeirra í CO2 straumi. Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík? Við niðurdælingu á Hellisheiði var 1.000 tonnum á mánuði dælt niður af efni frá Hellisheiðarvirkjun með tilheyrandi jarðskjálftum upp á allt að 4 stigum, en við Straumsvík er gert ráð fyrir að dæla niður 250.000 tonnum á mánuði eða 250 sinnum meira og það örstutt frá byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu? Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna, það er ótrúleg sóun að það á að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík. En til hvers er verið að þessu? Jú, til þess að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar og þá skreytt sig með aflátsbréfum um hreinleika á okkar kostnað? Borholurnar verða boraðar niður á um 350 metra dýpi og síðan skáborað t.d. í átt að Vallarhverfinu í Hafnarfirði, eða þar undir? Þar er þegar til staðar sprungusvæði sem svipar til þess sem er í Grindavík og við vitum öll hvaða afleiðingar jarðskjálftar á sprungusvæði valda. Að leyfa þetta er eins og að hengja um hálsinn á sér gullverðlaun fyrir umhverfissóðaskap. Þeir sem að þessu koma verða að taka höfuðið út úr þessu eiturlofti sínu, anda að sér hreinu lofti, fá sér ómengaðan vatnssopa að drekka og síðan stöðva þetta. Ef ekki er vilji til þess er eitthvað skrýtið í gangi og þá snýst þetta bara um gróða og ekkert annað. Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun