Ertu skræfa? Dóttir mín, sem segist vera þriggja og hálfs árs en alls ekki þriggja, spurði mig að því um daginn hvort Ísland væri farið á hausinn. Eldri systir hennar sem er sex ára skólastelpa veit líka hvað það þýðir að fara á hausinn eftir að það urðu örlög vinsællar leikfangaverslunar. Bakþankar 19. október 2008 06:00
Uppbygging og endurmat Þau áföll sem dunið hafa yfir okkur Íslendinga á síðustu vikum hafa áhrif inn á hvert einasta heimili landsins. Næstu mánuðir verða erfiðir, mjög erfiðir, fyrir fólkið, heimili og fyrirtæki í landinu. Margir hafa beðið mikið fjárhagslegt tjón, enginn er ósnortinn. Um allt land, í hverri götu eru fjölskyldur í sárum. Það þýðir hins vegar ekkert að leggja árar í bát. Skoðun 12. október 2008 04:00
Vegur til sátta Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Skoðun 15. ágúst 2008 00:01
Hótanir og hugsjónir Margar þeirra stétta sem berjast fyrir því að fá laun í samræmi við menntun og mikilvægi starfans, eru stéttir sem sinna hagsmunum barna. Nýjasta dæmið eru auðvitað ljósmæður. Bakþankar 10. ágúst 2008 06:00
Grenjað á Bifröst Ég fór á Kvennaráðstefnu í vikunni með vinkonum mínum, nánar tiltekið á tengslanet á Bifröst þar sem um fjögur hundruð konur komu saman. Fyrst fór ég á þessa ráðstefnu fyrir þremur árum, með mömmu og yngri dóttur minni sem þá var næstum sex vikna. Bakþankar 1. júní 2008 06:00
Flöggum Grænfánanum sem víðast Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Grænfánann í dag og bætist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flestir í Evrópu. Skoðun 30. maí 2008 00:01
Kraftmikil umbótastjórn Nú er eitt ár liðið frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð á Þingvöllum með undirritun stjórnarsáttmálans. Myndun þessarar ríkisstjórnar sætti nokkrum tíðindum enda er um að ræða samstarf tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins og andstæðra póla í íslenskum stjórnmálum. Skoðun 25. maí 2008 00:01
Neyðin á Skaganum Í fréttum vikunnar voru tvær fréttir þannig að margir vissu ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta vegna yfirgengilegs skilningsleysis sem þar birtist. Bakþankar 18. maí 2008 06:00
Ný kynni af fyrstu ástinni Eyjan birti frétt fyrir nokkru um hlut foreldra í sænskum bókmenntum. Mömmur í sænskum bókmenntum eru hálfvonlausar, sjálfhverfar og taugaveiklaðar, eða látnar. Minna var sagt um stöðu pabbanna, en í sjálfu sér segir það heilmikið að um þá hafi ekki einu sinni verið fjallað. Bakþankar 6. apríl 2008 06:00
Fiðrildaáhrif í Afríku Fiðrildavika Unifem hefur það einfalda markmið að varpa kastljósinu að þremur Afríkuríkjum þar sem gegndarlaust ofbeldi gegn konum hefur viðgengist. Fiðrildavikan hefur þann tilgang að vekja athygli á því að í Líberíu, Súdan og Kongó, er það regla fremur en undantekning að konur verða fyrir alvarlegu ofbeldi, þannig að sums staðar hefur mikill meirihluti kvenna upplifað upplifað kynferðislegt ofbeldi. Bakþankar 8. mars 2008 06:00
Landsskipulagsáætlun er verkfæri við umhverfisvernd Nýverið mælti ég fyrir frumvarpi til skipulagslaga á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli, og verði það að lögum mun það styrkja skipulagsgerð í landinu og efla þátttöku almennings í henni. Í því er einnig viðurkennd þörfin á því að ríkisvaldið leggi til heildstæða sýn í skipulagsmálum með svokallaðri landsskipulagsáætlun. Skoðun 2. mars 2008 00:01
Hverju var komið í verk á hundrað dögum? Þegar stefnir hraðbyri í að meirihluti Ólafs F. Magnússonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar hafi setið í 50 daga er ekki úr vegi að rifja upp fyrir hvaða verkum hundrað daga meirihluti Tjarnarkvartettsins stóð. Hann var grundvallaður á félagshyggju, umhverfisvernd, framsýni og virðingu fyrir faglegum vinnubrögðum. Skoðun 28. febrúar 2008 00:01
Er í lagi að Mogginn segi ósatt? Morgunblaðið sagði vísvitandi ósatt í leiðara eftir nýjustu meirihlutaskiptin í borgarstjórn og hélt því fram að ég hefði krafið Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um vottorð. Þetta hefur ítrekað verið borið til baka af Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar og síðast Ólafi F. Magnússyni sjálfum. En aldrei hefur Morgunblaðið leiðrétt rangfærslu sína. Hvað þá beðið hlutaðeigandi afsökunar. Skoðun 13. febrúar 2008 00:01
Einelti fullorðinna ekki bundið við vinnustaði Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda. Einelti meðal fullorðinna er misgróft og lýtur í raun svipuðum lögmálum og einelti meðal barna og unglinga. Skoðun 20. desember 2007 06:00
Kjarklitlir sveitarstjórnarmenn Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Skoðun 16. nóvember 2007 07:00
Stundum hófsamar veiðar Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í haust verða veiðar á rjúpu eingöngu leyfðar í nóvembermánuði, fjóra daga vikunnar. Skoðun 2. nóvember 2007 00:01
Óorði komið á útrásina Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. Skoðun 6. október 2007 00:01
Fátt um svör um framtíð Kolaportsins Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Skoðun 24. september 2007 00:01
Sátt um náttúruvernd Um langt árabil höfum við Íslendingar deilt harkalega um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda. Í þeim deilum hafa menn gjarnan skipað sér í fylkingar og haldið því fram að tekist sé á um ósamrýmanleg sjónarmið. Skoðun 15. september 2007 00:01
Framtíð Kolaportsins Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Skoðun 8. september 2007 00:01
Kaflaskil í gæðamálum Fyrir helgi voru birtar tölur um að árleg útgjöld til menntamála hafa aukist um 15 milljarða króna á síðustu níu árum, með tilliti til verðlagsbreytinga. Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna, sem jafngildir 95% aukningu. Þau fara úr 9,6 milljörðum kr. árið 1998 í 18,8 milljarða í ár. Skoðun 2. september 2007 06:00
Þannig er laganna hljóðan Þorsteinn Pálsson gerir ummæli mín um hugmyndir um olíuhreinsistöð að umfjöllunarefni í ritstjórnargrein 22. ágúst sl. Þar sér hann ástæðu til að taka nýjan umhverfisráðherra í kennslustund í stjórnsýslufræðum og segir m.a. Skoðun 24. ágúst 2007 06:00
Verslunarmannahelgin og útihátíðir Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Skoðun 3. ágúst 2007 05:15
Sól og skjól á nýju Lækjartorgi Fyrir 10 árum trúði því enginn að hægt væri að sitja úti og sötra kaffi á Íslandi. Mestu hörkutólin létu sig hafa það umvafðir lopapeysu og lyngi til fjalla. Undanfarnar vikur hafa verið þannig að jafnvel sólríkustu bernskuminningar blikna. Skoðun 31. júlí 2007 05:30
Brauðmolabisness bæjarstjórans Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Skoðun 20. júlí 2007 05:45
Réttlæting á mistökum Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki gengið eins og til var ætlast. Þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum var ætlunin að byggja upp þorskstofninn á örfáum árum til þess að fá 400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði 130 þúsund tonn eins og kunnugt er. Skoðun 13. júlí 2007 06:00
Er uppbygging ökunáms röng? Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Skoðun 12. júlí 2007 06:00
Sálrænt ástand þeirra sem meiða og deyða dýr Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Skoðun 22. júní 2007 05:00
Að byggja upp þorskstofninn Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Skoðun 21. júní 2007 02:00
Ráðalaus sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson var um árabil mjög gagnrýninn á kvótakerfið en eftir að hann gerðist ráðherra hefur hann miklu frekar orðið þræll kvótakerfisins en stjórnandi. Á vordögum fengu landsmenn enn eina staðfestingu á því að kvótakerfið hefur mistekist. Ráðgjöf Hafró er að landsmenn skuli veiða einungis þriðjung þess þorskafla sem fiskaðist að jafnaði fyrir daga kvótakerfisins. Skoðun 15. júní 2007 06:00