Íslenski þjóðarflokkurinn Pawel Bartoszek skrifar 3. janúar 2015 12:00 Í áramótaávarpi sínu hvatti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, samlanda sína til að taka ekki þátt í mótmælum samtaka sem kalla sig „Evrópska þjóðernissinna gegn íslamsvæðingu vestursins“ (PEGIDA). Samtökin hafa á undanförnum misserum staðið fyrir mótmælum gegn innflytjenda- og flóttamannastefnu yfirvalda. Það er reyndar fremur kurteisleg framsetning á áherslum þeirra. Öllu nákvæmari framsetning væri sú að samtökin berjast einfaldlega gegn innflytjendum sem aðhyllast ákveðin trúarbrögð. Angela Merkel er enginn fábjáni. Hún virðist njóta trausts og allavega í þessu máli virðist hún nota traustið á réttan hátt. Kanslarinn benti á að átökin í Sýrlandi hefðu orsakað gríðarlegan flóttamannastraum og að Þjóðverjar myndu taka við fólki sem leitaði hjá þeim skjóls. Svo bætti hún við að þegar menn kæmu saman til að hrópa „Við erum þjóðin!“ þá meintu þeir raunverulega „…en ekki þið.“ Menn hafa eflaust hverjir sína skoðun á Angelu Merkel. En það er óneitanlega jákvætt að hún skyldi nota áramótaræðu sína til að minna fólk á grunngildin. Hún hefði til dæmis geta látið ræðuna snúast um það hvernig aðrar Evrópuþjóðir haldi ekki vatni yfir ágæti Þýskalands, sem sjáist best á því að flestar þeirra hafi, í gegnum EES og ESB, ákveðið að taka upp þýsk lög. En hún gerði það nú ekki. Sögu sinnar vegna hafa Þjóðverjar tamið sér að gæta hófs í sjálfshóli.Öfgarnar eflastÞað er full ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi hvers kyns öfgaflokka í Evrópu. Í efnahagsþrengingum er algengt að fólk leiti út fyrir miðjuna í leit að svörum. Þetta er gósentíð fyrir alls konar fávita. Sumum þessara fávita er illa við útlendinga. Mörgum er illa við eignarréttinn. Margir bjóða af sér þann þokka að þeir hefðu ekkert á móti því að ná völdum með hjálp götunnar. Við eigum að hafa áhyggjur af því. Stjórnmálabarátta millistríðsáranna var háð á götum úti. Þar tókust gjarnan á þumbaflokkar hver af sínum jaðri stjórnmálanna. Kommúnistar slógust við fasista. Fasistarnir náðu völdum í gegnum kosningar á Ítalíu og í Þýskalandi en létu þau ekki af hendi eftir það. Lýðræðið er viðkvæmt að þessu leyti. Það hleypir öllum inn í leikinn, jafnvel þeim sem bera takmarkaða virðingu fyrir leikreglunum, jafnvel þeim sem myndu ekki hleypa öðrum inn í leikinn ef þeir réðu gangi hans. Já, það er eitt í viðbótar sem margir þessara öfgaflokka eiga sameiginlegt. Þeir styðja Pútín. Þetta á við um Front National í Frakklandi, FPÖ í Austurríki og Jobbik í Ungverjalandi. Í þessu samhengi má rifja upp að í nóvember sagði Guðni Ágústsson í útvarpsviðtali að hann styddi tvo forseta. Einn væri Ólafur Ragnar Grímsson. Hinn væri Vladimír Pútín. Þarna talar fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, flokksins sem nú leiðir ríkisstjórn Íslands.Hatursberar velkomnirÞað var sorglegt að Framsóknarflokkurinn kaus að gera andstöðu við byggingu bænahúss eins trúarhóps að kosningamáli seinasta vor. Forsætisráðherra féll á prófinu, gagnrýndi þá sem hömuðust gegn þessu ógeði í stað þess að sýna samstöðu með þeim sem hatursræðan beindist raunverulega að. Hann uppskar tvo borgarfulltrúa og er eflaust ánægður með sitt. Er Framsóknarflokkurinn orðinn eins og rasistaflokkar í nágrannalöndunum? Til að gæta einhverrar sanngirni þá er hann það ekki, ekki enn. Það eru ekki allir framsóknarmenn á móti múslimum. Það eru ekki allir framsóknarmenn sem styðja Pútín. En verður það þannig áfram? Hvernig ímynd er Framsóknarflokkurinn að skapa sér? Sigmundur Davíð kom inn í stjórnmálin með tvö stefnumál. Það fyrra var að Íslendingar ættu ekki að borga IceSave. Það síðara var skuldalækkunin. Í þessum málum hefur hann verið samkvæmur sjálfum sér og náð sínu fram. Í öðrum málum (sjá Reykjavíkurflugvöll) hefur afstaða hans ráðist af pólitískri hentisemi. Fátt í fari Sigmundar bendir til að hann hafi farið sérstaklega í stjórnmál vegna þess að honum líkaði illa við einhvern tiltekinn trúarhóp. Sama gildir reyndar um aðra framsóknarmenn. Ef ég heyri að einhver hafi skráð sig í Framsóknarflokkinn fyrir þremur áratugum og ég er beðinn um að giska á hverjar hans helstu skoðanir séu þá myndi ég veðja á eitthvað tengt byggða- eða atvinnumálum. En ef ég heyri að einhver hafi gengið í hann í maí 2014 þá dreg ég því miður aðra ályktun. Það er búið að gefa út þessi skilaboð: "Hefurðu eitthvað á móti múslimum? Komdu í Framsókn. Við tökum vel á móti þér. Við gefum þér vettvang. Við verjum þig með kjafti og klóm." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun
Í áramótaávarpi sínu hvatti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, samlanda sína til að taka ekki þátt í mótmælum samtaka sem kalla sig „Evrópska þjóðernissinna gegn íslamsvæðingu vestursins“ (PEGIDA). Samtökin hafa á undanförnum misserum staðið fyrir mótmælum gegn innflytjenda- og flóttamannastefnu yfirvalda. Það er reyndar fremur kurteisleg framsetning á áherslum þeirra. Öllu nákvæmari framsetning væri sú að samtökin berjast einfaldlega gegn innflytjendum sem aðhyllast ákveðin trúarbrögð. Angela Merkel er enginn fábjáni. Hún virðist njóta trausts og allavega í þessu máli virðist hún nota traustið á réttan hátt. Kanslarinn benti á að átökin í Sýrlandi hefðu orsakað gríðarlegan flóttamannastraum og að Þjóðverjar myndu taka við fólki sem leitaði hjá þeim skjóls. Svo bætti hún við að þegar menn kæmu saman til að hrópa „Við erum þjóðin!“ þá meintu þeir raunverulega „…en ekki þið.“ Menn hafa eflaust hverjir sína skoðun á Angelu Merkel. En það er óneitanlega jákvætt að hún skyldi nota áramótaræðu sína til að minna fólk á grunngildin. Hún hefði til dæmis geta látið ræðuna snúast um það hvernig aðrar Evrópuþjóðir haldi ekki vatni yfir ágæti Þýskalands, sem sjáist best á því að flestar þeirra hafi, í gegnum EES og ESB, ákveðið að taka upp þýsk lög. En hún gerði það nú ekki. Sögu sinnar vegna hafa Þjóðverjar tamið sér að gæta hófs í sjálfshóli.Öfgarnar eflastÞað er full ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi hvers kyns öfgaflokka í Evrópu. Í efnahagsþrengingum er algengt að fólk leiti út fyrir miðjuna í leit að svörum. Þetta er gósentíð fyrir alls konar fávita. Sumum þessara fávita er illa við útlendinga. Mörgum er illa við eignarréttinn. Margir bjóða af sér þann þokka að þeir hefðu ekkert á móti því að ná völdum með hjálp götunnar. Við eigum að hafa áhyggjur af því. Stjórnmálabarátta millistríðsáranna var háð á götum úti. Þar tókust gjarnan á þumbaflokkar hver af sínum jaðri stjórnmálanna. Kommúnistar slógust við fasista. Fasistarnir náðu völdum í gegnum kosningar á Ítalíu og í Þýskalandi en létu þau ekki af hendi eftir það. Lýðræðið er viðkvæmt að þessu leyti. Það hleypir öllum inn í leikinn, jafnvel þeim sem bera takmarkaða virðingu fyrir leikreglunum, jafnvel þeim sem myndu ekki hleypa öðrum inn í leikinn ef þeir réðu gangi hans. Já, það er eitt í viðbótar sem margir þessara öfgaflokka eiga sameiginlegt. Þeir styðja Pútín. Þetta á við um Front National í Frakklandi, FPÖ í Austurríki og Jobbik í Ungverjalandi. Í þessu samhengi má rifja upp að í nóvember sagði Guðni Ágústsson í útvarpsviðtali að hann styddi tvo forseta. Einn væri Ólafur Ragnar Grímsson. Hinn væri Vladimír Pútín. Þarna talar fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, flokksins sem nú leiðir ríkisstjórn Íslands.Hatursberar velkomnirÞað var sorglegt að Framsóknarflokkurinn kaus að gera andstöðu við byggingu bænahúss eins trúarhóps að kosningamáli seinasta vor. Forsætisráðherra féll á prófinu, gagnrýndi þá sem hömuðust gegn þessu ógeði í stað þess að sýna samstöðu með þeim sem hatursræðan beindist raunverulega að. Hann uppskar tvo borgarfulltrúa og er eflaust ánægður með sitt. Er Framsóknarflokkurinn orðinn eins og rasistaflokkar í nágrannalöndunum? Til að gæta einhverrar sanngirni þá er hann það ekki, ekki enn. Það eru ekki allir framsóknarmenn á móti múslimum. Það eru ekki allir framsóknarmenn sem styðja Pútín. En verður það þannig áfram? Hvernig ímynd er Framsóknarflokkurinn að skapa sér? Sigmundur Davíð kom inn í stjórnmálin með tvö stefnumál. Það fyrra var að Íslendingar ættu ekki að borga IceSave. Það síðara var skuldalækkunin. Í þessum málum hefur hann verið samkvæmur sjálfum sér og náð sínu fram. Í öðrum málum (sjá Reykjavíkurflugvöll) hefur afstaða hans ráðist af pólitískri hentisemi. Fátt í fari Sigmundar bendir til að hann hafi farið sérstaklega í stjórnmál vegna þess að honum líkaði illa við einhvern tiltekinn trúarhóp. Sama gildir reyndar um aðra framsóknarmenn. Ef ég heyri að einhver hafi skráð sig í Framsóknarflokkinn fyrir þremur áratugum og ég er beðinn um að giska á hverjar hans helstu skoðanir séu þá myndi ég veðja á eitthvað tengt byggða- eða atvinnumálum. En ef ég heyri að einhver hafi gengið í hann í maí 2014 þá dreg ég því miður aðra ályktun. Það er búið að gefa út þessi skilaboð: "Hefurðu eitthvað á móti múslimum? Komdu í Framsókn. Við tökum vel á móti þér. Við gefum þér vettvang. Við verjum þig með kjafti og klóm."
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun