Nýsköpun á nýju ári Almar Guðmundsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunarsjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raungreina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjaldeyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatilfærslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögnunarfærslur eru fastar í viðjum óskilvirks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrirtækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðuneyti staðið að Hátækni- og sprotavettvangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköpunar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjárfestingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósanlegur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunarsjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raungreina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjaldeyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatilfærslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögnunarfærslur eru fastar í viðjum óskilvirks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrirtækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðuneyti staðið að Hátækni- og sprotavettvangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköpunar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjárfestingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósanlegur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun