Aukin stuðningur við börn Skúli Helgason skrifar 11. febrúar 2015 12:00 Meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur ráðist í aðgerðir til að auka stuðning við börn í svokölluðum fjölþættum vanda, en undir hann flokkast alvarlegur geðrænn vandi, hegðunarvandi og vímuefnavandi. Skólastjórar hafa áætlað að í grunnskólum borgarinnar sem telja nærri fjórtán þúsund nemendur glími á þriðja hundruð barna við fjölþættan vanda, sem skólar eiga erfitt með að leysa. Þar af hefur verið áætlað að 30-40 ungmenni séu í vímuefnavanda. Skólar og starfsfólk sérfræðiþjónustu borgarinnar hafa um árabil veitt foreldrum og fagfólki í skólum ráðgjöf vegna hegðunarerfiðleika og annars fjölþætts vanda og í fyrra var fjölgað ráðgjöfum við Brúarskóla sem sérhæfir sig í þjónustu við umrædda nemendur og starfa þeir með grunnskólum í borginni við að leysa úr málum einstakra nemenda. Aðgerðir meirihlutans nú fela í sér að sett verður á fót sérstakt viðbragðsteymi sem mun aðstoða skóla við að leysa úr einstökum málum og velja viðeigandi úrræði. Teymið mun líka hafa viðtækt umboð til að móta og þróa ný úrræði til að mæta vanda umræddra barna og mun sú vinna fara fram í nánu samstarfi við skólastjórnendur, foreldra og fagfólk undir stjórn ráðgjafasviðs Brúarskóla. Þeirri vinnu á að vera lokið fyrir 1. maí næstkomandi. Teymið mun leita samstarfs við Barnaverndarstofu sem hefur m.a. boðið foreldrum úrræði á borð við PMTO Foreldrafærni og svonefnda Fjölkerfameðferð (MST) en tekist hefur að draga verulega úr vímuefnanotkun, afbrotum og ofbeldishegðun þeirra 12-18 ára ungmenna sem fengið hafa þá meðferð. Það er skylda okkar að bæta þjónustu við börn í fjölþættum vanda en jafnframt er mikilvægt að styrkja forvarnarstarf og bjóða foreldrum árangursrík úrræði sem hægt er að beita áður en vandinn verður illviðráðanlegur. Mikill árangur hefur náðst á liðnum árum í að draga úr vímuefnaneyslu unglinga í borginni og má þakka það samstilltu átaki stjórnvalda, skóla, foreldra, forvarnaraðila, þjónustumiðstöðva í hverfum, íþróttafélaga, frístundamiðstöðva og fleiri. En nú er þörf á sams konar breiðfylkingu sem myndar stuðningsnet sem dugar fyrir börn sem eiga í alvarlegum fjölþættum vanda. Það verður mikilvægur prófsteinn á það hvort við stöndum undir nafni sem velferðarsamfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur ráðist í aðgerðir til að auka stuðning við börn í svokölluðum fjölþættum vanda, en undir hann flokkast alvarlegur geðrænn vandi, hegðunarvandi og vímuefnavandi. Skólastjórar hafa áætlað að í grunnskólum borgarinnar sem telja nærri fjórtán þúsund nemendur glími á þriðja hundruð barna við fjölþættan vanda, sem skólar eiga erfitt með að leysa. Þar af hefur verið áætlað að 30-40 ungmenni séu í vímuefnavanda. Skólar og starfsfólk sérfræðiþjónustu borgarinnar hafa um árabil veitt foreldrum og fagfólki í skólum ráðgjöf vegna hegðunarerfiðleika og annars fjölþætts vanda og í fyrra var fjölgað ráðgjöfum við Brúarskóla sem sérhæfir sig í þjónustu við umrædda nemendur og starfa þeir með grunnskólum í borginni við að leysa úr málum einstakra nemenda. Aðgerðir meirihlutans nú fela í sér að sett verður á fót sérstakt viðbragðsteymi sem mun aðstoða skóla við að leysa úr einstökum málum og velja viðeigandi úrræði. Teymið mun líka hafa viðtækt umboð til að móta og þróa ný úrræði til að mæta vanda umræddra barna og mun sú vinna fara fram í nánu samstarfi við skólastjórnendur, foreldra og fagfólk undir stjórn ráðgjafasviðs Brúarskóla. Þeirri vinnu á að vera lokið fyrir 1. maí næstkomandi. Teymið mun leita samstarfs við Barnaverndarstofu sem hefur m.a. boðið foreldrum úrræði á borð við PMTO Foreldrafærni og svonefnda Fjölkerfameðferð (MST) en tekist hefur að draga verulega úr vímuefnanotkun, afbrotum og ofbeldishegðun þeirra 12-18 ára ungmenna sem fengið hafa þá meðferð. Það er skylda okkar að bæta þjónustu við börn í fjölþættum vanda en jafnframt er mikilvægt að styrkja forvarnarstarf og bjóða foreldrum árangursrík úrræði sem hægt er að beita áður en vandinn verður illviðráðanlegur. Mikill árangur hefur náðst á liðnum árum í að draga úr vímuefnaneyslu unglinga í borginni og má þakka það samstilltu átaki stjórnvalda, skóla, foreldra, forvarnaraðila, þjónustumiðstöðva í hverfum, íþróttafélaga, frístundamiðstöðva og fleiri. En nú er þörf á sams konar breiðfylkingu sem myndar stuðningsnet sem dugar fyrir börn sem eiga í alvarlegum fjölþættum vanda. Það verður mikilvægur prófsteinn á það hvort við stöndum undir nafni sem velferðarsamfélag.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun