Þarf að fella fólk? Pawel Bartoszek skrifar 27. desember 2014 12:00 Örsaga 1: Tertusneið á eldhúsborðinu. „Til hamingju með afmælið,“ segir mamman. „Þú ert flottur strákur og ég er stolt af þér. En mundu: Ef þú klúðrar einhverju massífu, verður fíkill eða nauðgari, þá mun ég hætta að elska þig. Ég mun ekki hringja í þig á afmælinu þínu, ég mun ekki einu sinni heimsækja þig í fangelsið. En hvað um það, hérna er gjöfin!“ „Hvað er að? Er þetta ekki leikurinn sem þig langaði í?“ Örsaga 2: Strönd við Karíbahafið. Ylvolgt hafið sleikir tærnar á unga parinu. Fingur þeirra fléttast. Þau horfa á sjóndeildarhringinn. „Ég elska þig,“ segir ungi maðurinn. „Athöfnin var frábær og ég er svo glaður yfir að við skulum hafa komið hingað. Ég hlakka til að eyða ævinni með þér. En þú mátt samt vita að ef þú nærð ekki að verða ólétt þá mun ég fara frá þér. Og ef þú heldur framhjá mér þá mun ég skilja við þig. Á stundinni.“ „Af hverju ertu svona skrítin? Hvað sagði ég nú?“ Örsaga 3: „Kæra samstarfsfólk, gleðileg jól!“ sagði forstjórinn með rauðvínsglas í hendi. „Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár en ég held að við getum öll litið aftur með nokkru stolti. Mig langar svo bara að ítreka það sem ég segi á vikulegu fundunum okkar. Ég vona að hvert og eitt ykkar muni standa sig í vinnunni, því ef þið gerið það ekki, ef þið mætið illa, náið ekki að leysa verkefnin á réttum tíma eða ef viðskiptavinir kvarta undan ykkur þá verðið þið samstundis rekin. Enginn er óhultur. Skál!“ „Ég sagði skál! Af hverju skálar enginn?“Þarf að fella fólk? Þarf að hóta fólki til að það standi sig? Það er ekki mælt með því að við ölum upp börn okkar þannig. Við reynum ekki að tala þannig við maka okkar. Ef við erum á vinnustað þar sem okkur er hótað brottrekstri við hvert tækifæri þá líður okkur illa. Almennt virðast popp-uppeldisbækur frekar hvetja fólk til að beita jákvæðri svörun: Til dæmis: „Dugleg ertu að ganga frá diskunum!“ „Mikið líturðu vel út í dag.“ Eða: „Viðskiptavinurinn var virkilega ánægður með tillögurnar sem þú komst með.“ Ég held að flestir kjósi frekar að eiga þannig samskipti. En þau eru ekki bara „aumingjavænni” heldur einnig oftast árangursríkari. En í menntakerfinu virðast margir sannfærðir um að hótanir skili í árangri. Dæmi: „Þetta námskeið er hugsað sem sía.“ Í vinnustaðarmyndmálinu væri þetta sambærilegt því að forstjórinn myndi leggja fyrir verkefni sem hann vissi að þriðjungur starfsmanna réði ekki við, til að fá hugmynd um það hverja hann ætti að reka í næstu hópuppsögn. Það þætti andstyggileg ráðstöfun. En þegar kemur að menntun virðast margir telja að ef námskerfi síar ekki miskunnarlaust frá alla sem ekki standa sig þá sé fjandinn laus.Ha, viltu að allir nái? Hér er einn punktur sem gjarnan heyrist í umræðunni um fyrirkomlulag náms í framhaldsskóla: “Viljum við hafa þetta eins og í Svíþjóð þar sem menn ná alltaf? Viljum við minnka brottfall með því að minnka kröfur? Værum við ekki með því að gengisfella námið?” Allar ráðstafanir sem fjölga þeim sér klára eitthvað nám gengisfella það. En þetta er ekki spurning um það þeir sem skari fram úr í hverjum árgangi upplifi sig meira spes við það að aðrir sitji eftir. Ef við fáum betra menntakerfi með því að “minnka kröfur” þá eigum við gera það, sama þótt einhverjum finnist hans skírteini minna virði í kjölfarið. Hver er valkosturinn? Að láta fólk endurtaka ár eða námskeið? Samkvæmt nýsjálenska kennslufræðingnum John Hattie er varla til verri kennslufræðilega ráðstöfun en sú að láta nemanda sitja eftir í bekk. Áfallið fyrir 8 ára barn er svipað því að missa foreldri. Sem betur fer hefur þeim löndum sem beita þessu úrræði í grunnskóla fækkað. Hafa menntakerfi þessara landa beðið hnekki? Varla. Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að fá misháar einkunnir. Ég er ekki að segja að einkunnir eigi engu að stjórna um framgang námsins. Það mun alltaf vera betra að vera betri námsmaður. En ákvörðunin um það hvort við látum síðri námsmenn dvelja lengur framhaldsskóla eða leyfum þeim að útskrifast þaðan þótt við vildum að þeir kynnu meira snýst um hvað sé best fyrir þá tilteknu nemendur. Ekki um hvað öðrum kunni að finnast asnalegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun
Örsaga 1: Tertusneið á eldhúsborðinu. „Til hamingju með afmælið,“ segir mamman. „Þú ert flottur strákur og ég er stolt af þér. En mundu: Ef þú klúðrar einhverju massífu, verður fíkill eða nauðgari, þá mun ég hætta að elska þig. Ég mun ekki hringja í þig á afmælinu þínu, ég mun ekki einu sinni heimsækja þig í fangelsið. En hvað um það, hérna er gjöfin!“ „Hvað er að? Er þetta ekki leikurinn sem þig langaði í?“ Örsaga 2: Strönd við Karíbahafið. Ylvolgt hafið sleikir tærnar á unga parinu. Fingur þeirra fléttast. Þau horfa á sjóndeildarhringinn. „Ég elska þig,“ segir ungi maðurinn. „Athöfnin var frábær og ég er svo glaður yfir að við skulum hafa komið hingað. Ég hlakka til að eyða ævinni með þér. En þú mátt samt vita að ef þú nærð ekki að verða ólétt þá mun ég fara frá þér. Og ef þú heldur framhjá mér þá mun ég skilja við þig. Á stundinni.“ „Af hverju ertu svona skrítin? Hvað sagði ég nú?“ Örsaga 3: „Kæra samstarfsfólk, gleðileg jól!“ sagði forstjórinn með rauðvínsglas í hendi. „Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár en ég held að við getum öll litið aftur með nokkru stolti. Mig langar svo bara að ítreka það sem ég segi á vikulegu fundunum okkar. Ég vona að hvert og eitt ykkar muni standa sig í vinnunni, því ef þið gerið það ekki, ef þið mætið illa, náið ekki að leysa verkefnin á réttum tíma eða ef viðskiptavinir kvarta undan ykkur þá verðið þið samstundis rekin. Enginn er óhultur. Skál!“ „Ég sagði skál! Af hverju skálar enginn?“Þarf að fella fólk? Þarf að hóta fólki til að það standi sig? Það er ekki mælt með því að við ölum upp börn okkar þannig. Við reynum ekki að tala þannig við maka okkar. Ef við erum á vinnustað þar sem okkur er hótað brottrekstri við hvert tækifæri þá líður okkur illa. Almennt virðast popp-uppeldisbækur frekar hvetja fólk til að beita jákvæðri svörun: Til dæmis: „Dugleg ertu að ganga frá diskunum!“ „Mikið líturðu vel út í dag.“ Eða: „Viðskiptavinurinn var virkilega ánægður með tillögurnar sem þú komst með.“ Ég held að flestir kjósi frekar að eiga þannig samskipti. En þau eru ekki bara „aumingjavænni” heldur einnig oftast árangursríkari. En í menntakerfinu virðast margir sannfærðir um að hótanir skili í árangri. Dæmi: „Þetta námskeið er hugsað sem sía.“ Í vinnustaðarmyndmálinu væri þetta sambærilegt því að forstjórinn myndi leggja fyrir verkefni sem hann vissi að þriðjungur starfsmanna réði ekki við, til að fá hugmynd um það hverja hann ætti að reka í næstu hópuppsögn. Það þætti andstyggileg ráðstöfun. En þegar kemur að menntun virðast margir telja að ef námskerfi síar ekki miskunnarlaust frá alla sem ekki standa sig þá sé fjandinn laus.Ha, viltu að allir nái? Hér er einn punktur sem gjarnan heyrist í umræðunni um fyrirkomlulag náms í framhaldsskóla: “Viljum við hafa þetta eins og í Svíþjóð þar sem menn ná alltaf? Viljum við minnka brottfall með því að minnka kröfur? Værum við ekki með því að gengisfella námið?” Allar ráðstafanir sem fjölga þeim sér klára eitthvað nám gengisfella það. En þetta er ekki spurning um það þeir sem skari fram úr í hverjum árgangi upplifi sig meira spes við það að aðrir sitji eftir. Ef við fáum betra menntakerfi með því að “minnka kröfur” þá eigum við gera það, sama þótt einhverjum finnist hans skírteini minna virði í kjölfarið. Hver er valkosturinn? Að láta fólk endurtaka ár eða námskeið? Samkvæmt nýsjálenska kennslufræðingnum John Hattie er varla til verri kennslufræðilega ráðstöfun en sú að láta nemanda sitja eftir í bekk. Áfallið fyrir 8 ára barn er svipað því að missa foreldri. Sem betur fer hefur þeim löndum sem beita þessu úrræði í grunnskóla fækkað. Hafa menntakerfi þessara landa beðið hnekki? Varla. Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að fá misháar einkunnir. Ég er ekki að segja að einkunnir eigi engu að stjórna um framgang námsins. Það mun alltaf vera betra að vera betri námsmaður. En ákvörðunin um það hvort við látum síðri námsmenn dvelja lengur framhaldsskóla eða leyfum þeim að útskrifast þaðan þótt við vildum að þeir kynnu meira snýst um hvað sé best fyrir þá tilteknu nemendur. Ekki um hvað öðrum kunni að finnast asnalegt.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun