Hvers virði er Ísland? Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 06:00 Náttúrupassi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og frumvarp þar að lútandi hefur nú litið dagsins ljós. Það eru vonandi allir sammála um að stórauknu fjármagni verður að verja til uppbyggingar innviða ferðamannastaða, annars stefnir allt í óefni og náttúra landsins hlýtur mikinn skaða af. Það er jú vegna náttúrunnar sem stærstur hluti ferðamanna sækir Ísland heim og nýtur þess að ferðast um og skoða fjölbreytta flóru landsins og náttúruperlur. Í dag höfum við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og lög um gistináttagjald. Sjóðurinn er í dag fjársveltur og getur ekki sinnt því hlutverki sínu að vernda og byggja upp þau svæði landsins sem viðkvæm eru fyrir mikilli umferð ferðamanna og eru mörg hver í mikilli niðurníðslu. Enn fremur á sjóðurinn að sinna því hlutverki að byggja upp nýja áfangastaði svo dreifa megi álaginu af auknum fjölda ferðamanna betur um allt land. Þjóðgarðar og friðlýst svæði fá í dag hluta af gistináttagjaldinu en í tillögum um náttúrupassa er ekki gert ráð fyrir því að tekjur af honum renni til þessara svæða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað mjög við hugmyndum um náttúrupassa, telja að hann skaði ímynd landsins og verði illframkvæmanlegur og vilja þess í stað efla gistináttagjaldið. Ég tek undir það og tel rétt að styrkja þann tekjustofn sem við höfum í gistináttagjaldinu og skoða möguleika á að leggja komugjald á flugfarseðla yfir háannatímann og fara þannig blandaða leið almennrar skattheimtu. Þolum við alla þessa ágengni? Það að landsmenn þurfi að kaupa sér náttúrupassa til þess að ferðast um sitt eigið land stríðir gegn almannarétti og gerir ekkert annað en hefta aðgengi þjóðfélagshópa að náttúru landsins og mismuna þannig fólki eftir efnahag. Málum hefur verið stillt þannig upp í umræðunni að ef ekki komi til náttúrupassi þá sé voðinn vís og náttúran drabbist niður og engin önnur tekjuöflun sé möguleg. Þannig er það ekki og það má ekki dragast að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verði fjármagnaður þannig að hægt sé að mæta því að hingað komi milljón ferðamenn á ári eins og stefnir í fljótlega. Landið hefur ekki burðarþol til að þola slíka ágengni til lengdar og ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega í sjálfbærri ferðaþjónustu sem laðar að gesti til þess að njóta óspilltrar náttúru og fjölda náttúruminja um allt land þá verðum við að bretta upp ermarnar og ekki seinna en strax! Það gengur ekki að einkaaðilar fari að selja inn á sín afmörkuðu svæði og við önnur svæði verði sett upp söluhlið þar sem sýna þarf náttúrupassa. Þessi ásýnd landsins fyrir ferðamenn er fráhrindandi og óaðlaðandi og mun fljótt skila sér í neikvæðri umræðu um landið sem hefur fengið þá ímynd eftir mikla markaðssetningu að vera í hópi þeirra landa sem skarta fjölbreyttri náttúrufegurð og þar sem fjölbreytni er höfð í hávegum. Það er auðvelt að eyðileggja árangur áratuga vinnu við markaðssetningu í ferðamálum með illa ígrunduðum tillögum um náttúrupassa sem þingmenn úr öllum flokkum hafa gagnrýnt undanfarið ásamt félagasamtökum og almenningi í landinu. Við megum því engan tíma missa. Ekki einungis vegna ótta við að ferðamönnum til landsins fækki heldur vegna þess að við erum vörslumenn náttúrunnar og það eru takmörk fyrir því hve Ísland þolir mikla ágengni ferðafólks á viðkvæmt vistkerfi landsins. Þess vegna spyr ég „hvers virði er Ísland“, þegar náttúra landsins er annars vegar og fjármagna þarf viðhald hennar, uppbyggingu innviða og umhirðu ferðamannastaða. Mitt svar er að það sé fjársjóður hverrar þjóðar að varðveita sem best náttúruna og við höfum til þess verkfæri í dag sem er gistináttagjaldið sem má útfæra betur í bland við komugjald á flugfarseðla. Við skulum því ekki eyða orku í vondar tillögur um náttúrupassa. Málið þolir ekki bið og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verður að fá fjármagn strax til að rísa undir verkefnum sínum þar til lög um fjármögnun hans verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Náttúrupassi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og frumvarp þar að lútandi hefur nú litið dagsins ljós. Það eru vonandi allir sammála um að stórauknu fjármagni verður að verja til uppbyggingar innviða ferðamannastaða, annars stefnir allt í óefni og náttúra landsins hlýtur mikinn skaða af. Það er jú vegna náttúrunnar sem stærstur hluti ferðamanna sækir Ísland heim og nýtur þess að ferðast um og skoða fjölbreytta flóru landsins og náttúruperlur. Í dag höfum við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og lög um gistináttagjald. Sjóðurinn er í dag fjársveltur og getur ekki sinnt því hlutverki sínu að vernda og byggja upp þau svæði landsins sem viðkvæm eru fyrir mikilli umferð ferðamanna og eru mörg hver í mikilli niðurníðslu. Enn fremur á sjóðurinn að sinna því hlutverki að byggja upp nýja áfangastaði svo dreifa megi álaginu af auknum fjölda ferðamanna betur um allt land. Þjóðgarðar og friðlýst svæði fá í dag hluta af gistináttagjaldinu en í tillögum um náttúrupassa er ekki gert ráð fyrir því að tekjur af honum renni til þessara svæða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað mjög við hugmyndum um náttúrupassa, telja að hann skaði ímynd landsins og verði illframkvæmanlegur og vilja þess í stað efla gistináttagjaldið. Ég tek undir það og tel rétt að styrkja þann tekjustofn sem við höfum í gistináttagjaldinu og skoða möguleika á að leggja komugjald á flugfarseðla yfir háannatímann og fara þannig blandaða leið almennrar skattheimtu. Þolum við alla þessa ágengni? Það að landsmenn þurfi að kaupa sér náttúrupassa til þess að ferðast um sitt eigið land stríðir gegn almannarétti og gerir ekkert annað en hefta aðgengi þjóðfélagshópa að náttúru landsins og mismuna þannig fólki eftir efnahag. Málum hefur verið stillt þannig upp í umræðunni að ef ekki komi til náttúrupassi þá sé voðinn vís og náttúran drabbist niður og engin önnur tekjuöflun sé möguleg. Þannig er það ekki og það má ekki dragast að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verði fjármagnaður þannig að hægt sé að mæta því að hingað komi milljón ferðamenn á ári eins og stefnir í fljótlega. Landið hefur ekki burðarþol til að þola slíka ágengni til lengdar og ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega í sjálfbærri ferðaþjónustu sem laðar að gesti til þess að njóta óspilltrar náttúru og fjölda náttúruminja um allt land þá verðum við að bretta upp ermarnar og ekki seinna en strax! Það gengur ekki að einkaaðilar fari að selja inn á sín afmörkuðu svæði og við önnur svæði verði sett upp söluhlið þar sem sýna þarf náttúrupassa. Þessi ásýnd landsins fyrir ferðamenn er fráhrindandi og óaðlaðandi og mun fljótt skila sér í neikvæðri umræðu um landið sem hefur fengið þá ímynd eftir mikla markaðssetningu að vera í hópi þeirra landa sem skarta fjölbreyttri náttúrufegurð og þar sem fjölbreytni er höfð í hávegum. Það er auðvelt að eyðileggja árangur áratuga vinnu við markaðssetningu í ferðamálum með illa ígrunduðum tillögum um náttúrupassa sem þingmenn úr öllum flokkum hafa gagnrýnt undanfarið ásamt félagasamtökum og almenningi í landinu. Við megum því engan tíma missa. Ekki einungis vegna ótta við að ferðamönnum til landsins fækki heldur vegna þess að við erum vörslumenn náttúrunnar og það eru takmörk fyrir því hve Ísland þolir mikla ágengni ferðafólks á viðkvæmt vistkerfi landsins. Þess vegna spyr ég „hvers virði er Ísland“, þegar náttúra landsins er annars vegar og fjármagna þarf viðhald hennar, uppbyggingu innviða og umhirðu ferðamannastaða. Mitt svar er að það sé fjársjóður hverrar þjóðar að varðveita sem best náttúruna og við höfum til þess verkfæri í dag sem er gistináttagjaldið sem má útfæra betur í bland við komugjald á flugfarseðla. Við skulum því ekki eyða orku í vondar tillögur um náttúrupassa. Málið þolir ekki bið og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verður að fá fjármagn strax til að rísa undir verkefnum sínum þar til lög um fjármögnun hans verða að veruleika.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun