Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Föður­laus börn og fjölskyldusjúkdómurinn

Það er ekki að ósekju að áfengis og vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Það er ekki bara sá veiki sem þjáist, öll fjölskyldan og jafnvel vinir finna mikið fyrir afleiðingum neyslunnar. 

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum breytingar

Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig líður þér?

Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Hall­grímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab

Ég fann fyrir hlýjum stuðningsstraumum þegar Hallgrímur Helgason bað fyrir mér í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn. Skáldið hefur vissulega greint frá því að hann stefni (enn sem komið er!) á að kjósa Samfylkinguna en ekki okkur í Miðflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Ungt fólk mótar fram­tíð Norður­landa

Norðurlöndin standa frammi fyrir breyttum og viðsjárverðum veruleika sem snertir samfélög okkar á mörgum sviðum. Þrátt fyrir ógnanir í heiminum í dag höfum við byggt upp sterkt samstarf og sameiginlegan vilja til að standa vörð um sameiginleg gildi okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Sigrumst á mænu­sótt (lömunar­veiki) sem enn er á sveimi!

Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum.

Skoðun
Fréttamynd

Jón Kjartan og Sindri Geir

Fyrir fáeinum vikum hringdi faðir tveggja ungra manna í mig. Hann heitir Ásgeir Gíslason. Hann hafði þá lesið grein sem ég skrifaði um tíð dauðsföll sem rekja má til fíknisjúkdómsins. Sagan sem hann bað mig um að segja er sorglegri en orð fá lýst.

Skoðun
Fréttamynd

Ný­sköpun skapar aukna hag­sæld

Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt.

Skoðun
Fréttamynd

Bleikur dagur

Í dag, 23. október, er Bleikur dagur, sem er hluti af októberátakinu. Á þessum degi fögnum við styrknum og seiglunni sem einkennir baráttuna gegn brjóstakrabbameini.

Skoðun
Fréttamynd

Ég er kona með ADHD

Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus.

Skoðun
Fréttamynd

Ég stend með kennurum

Ég á góðum kennurum svo gríðarlega mikið að þakka. Ég fór sjálfur holótta leið í gegnum skólakerfið og veit hvað það hefur mikil áhrif. Það skólakerfi sem við erum með í dag er 1000 sinnum betra en það sem þá viðgekkst. Í dag gegna kennarar lykilhlutverki.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri eftir­spurn eftir lausnum en rifrildum um hús­næðis­mál

Ég held að eftirspurnin eftir pólariseringu og rifrildi um húsnæðismálin sé mjög takmörkuð í samfélaginu. Fólk á nóg með sitt í verðbólguhlöðnu heimilisbókhaldinu að ég tali ekki um þegar hentugt húsnæði vantar. Óskandi væri ef umræðan gæti hafið sig yfir skotgrafir stjórnmálanna þar sem staðreyndir drukkna í upphrópunum sem snúast stundum meira um von um fylgisaukningu eða sérhagsmuni en að leysa málin.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru vinir og stuðningsfólk

Kæru vinir og stuðningsfólk, frá því ég man eftir mér hef ég verið knúin áfram af ástríðu fyrir landinu okkar, auðlindunum sem við eigum, og þeim tækifærum sem þær gefa okkur sem þjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpum gönguvæna borg

Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. 

Skoðun
Fréttamynd

Kæru kennarar

Frá ykkur hef ég fengið sterk viðbrögð við ummælum mínum um starfsaðstæður kennara á ráðstefnu Sambands sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að sjónarmið mín hafa ekki komist nægilega vel á framfæri í stuttum myndbandsbúti sem fór á flug. 

Skoðun
Fréttamynd

Erindinu er lokið

Mér er létt að við séum búin að taka ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Það liggur fyrir að það er ekki lengur til staðar nægur vilji og sameiginleg sýn til þess að halda samstarfinu áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er búið. Kjósum!

Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­mundur í villu og svima

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti.

Skoðun
Fréttamynd

Hundalógík ríkis­stjórnarinnar

í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er áformað að skerða framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóðanna á næsta ári og fella það síðan alveg niður.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir hvað erum við að borga?

Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Má lög­regla rann­saka mál að ei­lífu?

Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­eigin­legt verk­efni okkar allra

Í vikunni lagði undirrituð fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Þetta er í annað sinn sem tillagan er lögð fram, nú með nokkrum breytingum sem byggðar eru á góðri þróun, þar sem starfshópur á vegum Lífsbrúar hjá embætti landlæknis hefur tekið til starfa.

Skoðun
Fréttamynd

Dökk heims­mynd Jóhanns Páls

Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Vatn rennur ekki upp í móti

Það er skiljanlegt að fólk sé reitt, og jafnvel brjálað, yfir vaxtahækkun bankanna á verðtryggðu lánunum á dögunum. Þetta er enn eitt vaxtahöggið fyrir fjölskyldurnar. Kjaftshögg sem kostar fólk tugi þúsunda á mánuði. Fólki finnst ranglátt að á sama tíma og það flýr svimandi háar afborganir óverðtryggðra lána sé því strax refsað með græðgishækkun bankanna á verðtryggðu lánunum. Það er einfaldlega hvergi skjól að fá.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfn tæki­færi til menntunar

Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu.

Skoðun