Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar 27. september 2025 08:01 Gulur september er helgaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, samvinnuverkefni fjölmargra stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að forvörnum. Ástæðan er einfaldlega sú að málefnið snertir okkur öll sem samfélag. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana (s.s. lyfja- eða fíkniefnaofskammta) eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á aðstandendur, fjölskyldur og samfélagið í heild. Reynsla og rannsóknir sýna að hver einstaklingur sem sviptir sig lífi skilur eftir sig stóran hóp syrgjenda og ástvina. Áhrif á samfélagið Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar verða að meðaltali 135 manns fyrir áfalli eða sambærilegum áhrifum í kjölfar eins sjálfsvígs. Talið er að um sex þúsund Íslendingar verði fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári en tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur staðið í stað um langt skeið. Þetta gerist þrátt fyrir ýmis fyrirbyggjandi úrræði og vinnu sem þegar eru til staðar. Við verðum því að gera betur og leita nýrra leiða til að fækka sjálfsvígum. Einn mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni er að afla betri þekkingar á orsakaferlinu sem leiðir til sjálfsvíga og óhappaeitrunar, þannig að hægt sé að grípa fyrr inn í og bjarga mannslífum. Rannsókn á orsakaferli Af þessari ástæðu lagði ég upphaflega fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Nú hefur þessi tillaga verið lögð fram í þriðja sinn, uppfærð í hvert skipti í takt við þróun mála. Þingsályktunartillaga sama efnis var fyrst flutt á Alþingi árið 2023, endurflutt 2024 með nokkrum breytingum og er nú lögð fram að nýju haustið 2025. Í millitíðinni hefur starfshópur á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis, hafið einmitt þá vinnu sem tillagan fjallaði um. Markmið tillögunnar Tillagan gengur því nú út á að styðja þetta mikilvæga rannsóknarverkefni, tryggja að það hafi nauðsynlegt fjármagn og stuðning til að vinna úr þeim gögnum sem safnað hefur verið svo rannsóknin skili sem bestum árangri. Markmiðið er að fá áreiðanlegar niðurstöður um hvaða áhættuþættir og atburðir eru til staðar í aðdraganda sjálfsvíga og banvænna ofskammta, og hvernig megi nýta þá vitneskju til að móta markvissar forvarnir. Breið pólitísk samstaða Það er óhætt að segja að málið hafi hlotið óvenju breiða samstöðu. Þingheimur hefur nánast allur sameinast á bak við tillöguna, þvert á flokka, sem sýnir fram á mikilvægi hennar. Slíkur stuðningur allra þingflokka og þingmanna er fáheyrður og fyrir það er ég innilega þakklát. Frá orðum til aðgerða Ég fagna því sérstaklega að finna hljómgrunn hjá framkvæmdavaldinu fyrir þessu mikilvæga máli. Þegar tillagan var rædd í þinginu tók heilbrigðisráðherra jákvætt í málið, og nýlega lýsti hún því yfir að ráðist verði í að rannsaka sjálfsvíg á Íslandi betur, fyrst um sinn afturvirkt til ársins 2020. Nánar tiltekið vonast ráðherra til að í framtíðinni verði einnig hægt að kanna hvert einstakt tilfelli í þaula, til að sjá hvort eitthvað hefði mátt fara öðruvísi og draga af því lærdóm. Þessi yfirlýsing heilbrigðisráðherra þýðir að vilji stjórnvalda stendur nú til þess sama og við á Alþingi höfum kallað eftir. Jafnframt kynnti heilbrigðisráðuneytið í mars sl. nýja aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum með 26 aðgerðum og er sú vinna þegar hafin. Með slíku átaki og áherslu á úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu er ljóst að málaflokkurinn hefur fengið nauðsynlega athygli og forgang. Næstu skref Nú reynir á að fylgja þessu eftir af fullum krafti. Rannsóknarverkefni Lífsbrúar þarf að njóta alls þess stuðnings sem til þarf svo gögnin verði rétt og ítarlega greind og niðurstöður liggi fyrir sem fyrst. Síðan þarf að hrinda tillögum í framkvæmd án tafar. Með vísindalega ígrunduðum forvörnum getum við snúið við þeirri þróun að sjálfsvígstíðni standi í stað eða fari vaxandi. Markviss inngrip, aukið aðgengi að sálrænum stuðningsúrræðum og vakandi augu okkar allra geta skipt sköpum. Gulur september minnir okkur á að við eigum að hlúa að andlegri heilsu, alla mánuði ársins. Ef við höldum áfram að vinna saman, deila þekkingu og sýna hugrekki til að ræða opinskátt um sjálfsvíg, þá getum við, sem samfélag, komið í veg fyrir að fleiri fjölskyldur upplifi þann óbætanlega missi sem fylgir þessum harmleikjum. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að berjast gegn sjálfsvígum og bjarga mannslífum. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Geðheilbrigði Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Gulur september er helgaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, samvinnuverkefni fjölmargra stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að forvörnum. Ástæðan er einfaldlega sú að málefnið snertir okkur öll sem samfélag. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana (s.s. lyfja- eða fíkniefnaofskammta) eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á aðstandendur, fjölskyldur og samfélagið í heild. Reynsla og rannsóknir sýna að hver einstaklingur sem sviptir sig lífi skilur eftir sig stóran hóp syrgjenda og ástvina. Áhrif á samfélagið Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar verða að meðaltali 135 manns fyrir áfalli eða sambærilegum áhrifum í kjölfar eins sjálfsvígs. Talið er að um sex þúsund Íslendingar verði fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári en tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur staðið í stað um langt skeið. Þetta gerist þrátt fyrir ýmis fyrirbyggjandi úrræði og vinnu sem þegar eru til staðar. Við verðum því að gera betur og leita nýrra leiða til að fækka sjálfsvígum. Einn mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni er að afla betri þekkingar á orsakaferlinu sem leiðir til sjálfsvíga og óhappaeitrunar, þannig að hægt sé að grípa fyrr inn í og bjarga mannslífum. Rannsókn á orsakaferli Af þessari ástæðu lagði ég upphaflega fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Nú hefur þessi tillaga verið lögð fram í þriðja sinn, uppfærð í hvert skipti í takt við þróun mála. Þingsályktunartillaga sama efnis var fyrst flutt á Alþingi árið 2023, endurflutt 2024 með nokkrum breytingum og er nú lögð fram að nýju haustið 2025. Í millitíðinni hefur starfshópur á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis, hafið einmitt þá vinnu sem tillagan fjallaði um. Markmið tillögunnar Tillagan gengur því nú út á að styðja þetta mikilvæga rannsóknarverkefni, tryggja að það hafi nauðsynlegt fjármagn og stuðning til að vinna úr þeim gögnum sem safnað hefur verið svo rannsóknin skili sem bestum árangri. Markmiðið er að fá áreiðanlegar niðurstöður um hvaða áhættuþættir og atburðir eru til staðar í aðdraganda sjálfsvíga og banvænna ofskammta, og hvernig megi nýta þá vitneskju til að móta markvissar forvarnir. Breið pólitísk samstaða Það er óhætt að segja að málið hafi hlotið óvenju breiða samstöðu. Þingheimur hefur nánast allur sameinast á bak við tillöguna, þvert á flokka, sem sýnir fram á mikilvægi hennar. Slíkur stuðningur allra þingflokka og þingmanna er fáheyrður og fyrir það er ég innilega þakklát. Frá orðum til aðgerða Ég fagna því sérstaklega að finna hljómgrunn hjá framkvæmdavaldinu fyrir þessu mikilvæga máli. Þegar tillagan var rædd í þinginu tók heilbrigðisráðherra jákvætt í málið, og nýlega lýsti hún því yfir að ráðist verði í að rannsaka sjálfsvíg á Íslandi betur, fyrst um sinn afturvirkt til ársins 2020. Nánar tiltekið vonast ráðherra til að í framtíðinni verði einnig hægt að kanna hvert einstakt tilfelli í þaula, til að sjá hvort eitthvað hefði mátt fara öðruvísi og draga af því lærdóm. Þessi yfirlýsing heilbrigðisráðherra þýðir að vilji stjórnvalda stendur nú til þess sama og við á Alþingi höfum kallað eftir. Jafnframt kynnti heilbrigðisráðuneytið í mars sl. nýja aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum með 26 aðgerðum og er sú vinna þegar hafin. Með slíku átaki og áherslu á úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu er ljóst að málaflokkurinn hefur fengið nauðsynlega athygli og forgang. Næstu skref Nú reynir á að fylgja þessu eftir af fullum krafti. Rannsóknarverkefni Lífsbrúar þarf að njóta alls þess stuðnings sem til þarf svo gögnin verði rétt og ítarlega greind og niðurstöður liggi fyrir sem fyrst. Síðan þarf að hrinda tillögum í framkvæmd án tafar. Með vísindalega ígrunduðum forvörnum getum við snúið við þeirri þróun að sjálfsvígstíðni standi í stað eða fari vaxandi. Markviss inngrip, aukið aðgengi að sálrænum stuðningsúrræðum og vakandi augu okkar allra geta skipt sköpum. Gulur september minnir okkur á að við eigum að hlúa að andlegri heilsu, alla mánuði ársins. Ef við höldum áfram að vinna saman, deila þekkingu og sýna hugrekki til að ræða opinskátt um sjálfsvíg, þá getum við, sem samfélag, komið í veg fyrir að fleiri fjölskyldur upplifi þann óbætanlega missi sem fylgir þessum harmleikjum. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að berjast gegn sjálfsvígum og bjarga mannslífum. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar