Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. september 2025 08:00 Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Þessi uppbygging hefur sýnt að það er svo sannarlega hægt að byggja húsnæði víðsvegar um landið og einnig á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðan hátt. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir samfélagið og fjöldi fólks nýtur þess nú að geta fengið öruggt leiguhúsnæði fyrir sig og sína á hagstæðum kjörum. Því miður búa ekki allir sem eru á leigumarkaði svo vel, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem lagt er upp með að bæta stöðu leigjenda hér á landi. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun sú skylda ná til allra leigusamninga á markaði í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), enda skiptir það miklu máli að samningar sem þessir séu skráðir hjá opinberum aðilum. Í dag nær þessi skráningarskylda einungis til þeirra aðila sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út húsnæði, en ekki til einstaklinga. Hækkun leiguverðs í tímabundnum samningum Samhliða þessum breytingum eru skilgreindar forsendur fyrir því með hvaða hætti megi hækka leiguverð á tímabundnum samningum. Ef við víkjum aftur að þroska leigumarkaðarins hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar, þá er æði algengt hérlendis að gerðir séu stuttir leigusamningar. Þessu fylgir meiri breytingar á leiguverði, meiri óstöðugleiki og eykur á sama tíma verðbólguþrýsting. Stuttir leigusamningar gera það að verkum að húsnæðisöryggi leigjenda er takmarkað, með öllum þeim áhrifum sem því fylgir. Þau eru verulega neikvæð og þá sérstaklega fyrir börn. Þegar lögunum um þetta efni var síðast breytt var sett skilyrði um ef leigusamningar væru til 12 mánaða eða skemmri tíma mætti ekki hækka leiguverð innan samningstímans. Í kjölfarið hefur 13 mánaða leigusamningum fjölgað verulega, samkvæmt HMS. Íbúðir fyrir fólk, ekki fjárfesta Verkefni okkar í stjórnmálunum á næstunni verður að fjölga þeim íbúðum hér á landi sem notaðar eru til langtímabúsetu, en ekki til atvinnustarfsemi með skammtímaleigu til ferðamanna sem hingað til lands koma. Það er óásættanlegt að einstaklingar á leigumarkaði keppi við ferðamenn um íbúðir yfir sumartímann, þar sem leiguverð hækkar oft verulega. Frumvarp sem felur í sér að skammtímaleiga í þéttbýli takmarkist við að þar eigi sá sem leigir út íbúðina með lögheimili liggur á ný fyrir Alþingi og nú ætlum við að klára málið. Við í Samfylkingunni boðuðum fyrir kosningar að við ætluðum að bæta stöðuna á fasteignamarkaði fyrir fólkið og tryggja fleirum öruggt húsnæði til lengri tíma. Að þessu erum við að vinna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Samfylkingin Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Þessi uppbygging hefur sýnt að það er svo sannarlega hægt að byggja húsnæði víðsvegar um landið og einnig á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðan hátt. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir samfélagið og fjöldi fólks nýtur þess nú að geta fengið öruggt leiguhúsnæði fyrir sig og sína á hagstæðum kjörum. Því miður búa ekki allir sem eru á leigumarkaði svo vel, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem lagt er upp með að bæta stöðu leigjenda hér á landi. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun sú skylda ná til allra leigusamninga á markaði í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), enda skiptir það miklu máli að samningar sem þessir séu skráðir hjá opinberum aðilum. Í dag nær þessi skráningarskylda einungis til þeirra aðila sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út húsnæði, en ekki til einstaklinga. Hækkun leiguverðs í tímabundnum samningum Samhliða þessum breytingum eru skilgreindar forsendur fyrir því með hvaða hætti megi hækka leiguverð á tímabundnum samningum. Ef við víkjum aftur að þroska leigumarkaðarins hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar, þá er æði algengt hérlendis að gerðir séu stuttir leigusamningar. Þessu fylgir meiri breytingar á leiguverði, meiri óstöðugleiki og eykur á sama tíma verðbólguþrýsting. Stuttir leigusamningar gera það að verkum að húsnæðisöryggi leigjenda er takmarkað, með öllum þeim áhrifum sem því fylgir. Þau eru verulega neikvæð og þá sérstaklega fyrir börn. Þegar lögunum um þetta efni var síðast breytt var sett skilyrði um ef leigusamningar væru til 12 mánaða eða skemmri tíma mætti ekki hækka leiguverð innan samningstímans. Í kjölfarið hefur 13 mánaða leigusamningum fjölgað verulega, samkvæmt HMS. Íbúðir fyrir fólk, ekki fjárfesta Verkefni okkar í stjórnmálunum á næstunni verður að fjölga þeim íbúðum hér á landi sem notaðar eru til langtímabúsetu, en ekki til atvinnustarfsemi með skammtímaleigu til ferðamanna sem hingað til lands koma. Það er óásættanlegt að einstaklingar á leigumarkaði keppi við ferðamenn um íbúðir yfir sumartímann, þar sem leiguverð hækkar oft verulega. Frumvarp sem felur í sér að skammtímaleiga í þéttbýli takmarkist við að þar eigi sá sem leigir út íbúðina með lögheimili liggur á ný fyrir Alþingi og nú ætlum við að klára málið. Við í Samfylkingunni boðuðum fyrir kosningar að við ætluðum að bæta stöðuna á fasteignamarkaði fyrir fólkið og tryggja fleirum öruggt húsnæði til lengri tíma. Að þessu erum við að vinna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun