Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 18. september 2025 08:46 Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Á borgarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga sem byggir á umfangsmikilli vinnu um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Með samþykktinni eru stigin stór skref í átt að hringrásarhagkerfi: 22 aðgerðum verður forgangsraðað, þær tengdar við Græna planið, heildarstefnu Reykjavíkur til 2030, og færðar inn í fjárhagsáætlun, með markmiðið að nýta auðlindir betur, minnka sóun og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Hvað þýðir þetta fyrir daglegt líf fólks? Fyrst og fremst einfaldara og skynsamlegra kerfi. Hringrásarmiðstöð og nær-endurvinnslustöðvar munu gera fólki auðveldara að skila, laga og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Fyrir fólkið í borginni þýðir það meiri nærþjónustu, fleiri leiðir til að endurnýta hluti og til lengri tíma lægri kostnað við úrgangsmál. Fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir opnast vettvangur fyrir viðgerðir, endurhönnun og nýsköpun sem skapar verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Næst eru ósýnilegu en áhrifamiklu skrefin í grunnkerfum borgarinnar. Fita og set úr fráveitunni verða unnin sem hráefni í stað þess að vera sóað. Þessi aðgerð gerir okkur kleyft að halda fráveitugjöldum í skefjum án þess að fórna gæðum. Sama gildir um betri nýtingu bakrásarvatns í hitaveitunni: minna orkutap og áreiðanlegri þjónusta skilar sér til fólks með betri þjónustu. Samstaða skiptir máli. Tillagan sem borgarstjórn samþykkti í gær kallar eftir nánara samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samræmdar reglur og skýrari leiðbeiningar. Það einfaldar margt þegar við nýtum okkur sama kerfi yfir sveitarfélagamörk, styttri ferðir með flokkaðan úrgang og meiri skilvirkni í framkvæmd. Hringrásarhagkerfi er mikilvægt fyrir okkur í borginni til að verja verðmæti. Minna fer í ruslið, meira helst í notkun og við öll njótum ávinningsins.Nú tekur við markviss vinna við að innleiða þessar aðgerðir og ná fram haldbærum framförum í átt að hringrásarhagkerfinu. Með því að nota það sem við eigum byggjum við upp borg sem er hagkvæm, hreinni og réttlátari og stuðlum um leið að auknum lífsgæðum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins, með um 10 þúsund manns á launaskrá á yfir 300 starfsstöðum. Borgin getur þess vegna orðið leiðandi afl í umbreytingu íslensks samfélags í átt að hringrásarhagkerfi og eitt stærsta verkefni næstu ára verður innleiðing þess. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Á borgarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga sem byggir á umfangsmikilli vinnu um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Með samþykktinni eru stigin stór skref í átt að hringrásarhagkerfi: 22 aðgerðum verður forgangsraðað, þær tengdar við Græna planið, heildarstefnu Reykjavíkur til 2030, og færðar inn í fjárhagsáætlun, með markmiðið að nýta auðlindir betur, minnka sóun og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Hvað þýðir þetta fyrir daglegt líf fólks? Fyrst og fremst einfaldara og skynsamlegra kerfi. Hringrásarmiðstöð og nær-endurvinnslustöðvar munu gera fólki auðveldara að skila, laga og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Fyrir fólkið í borginni þýðir það meiri nærþjónustu, fleiri leiðir til að endurnýta hluti og til lengri tíma lægri kostnað við úrgangsmál. Fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir opnast vettvangur fyrir viðgerðir, endurhönnun og nýsköpun sem skapar verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Næst eru ósýnilegu en áhrifamiklu skrefin í grunnkerfum borgarinnar. Fita og set úr fráveitunni verða unnin sem hráefni í stað þess að vera sóað. Þessi aðgerð gerir okkur kleyft að halda fráveitugjöldum í skefjum án þess að fórna gæðum. Sama gildir um betri nýtingu bakrásarvatns í hitaveitunni: minna orkutap og áreiðanlegri þjónusta skilar sér til fólks með betri þjónustu. Samstaða skiptir máli. Tillagan sem borgarstjórn samþykkti í gær kallar eftir nánara samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samræmdar reglur og skýrari leiðbeiningar. Það einfaldar margt þegar við nýtum okkur sama kerfi yfir sveitarfélagamörk, styttri ferðir með flokkaðan úrgang og meiri skilvirkni í framkvæmd. Hringrásarhagkerfi er mikilvægt fyrir okkur í borginni til að verja verðmæti. Minna fer í ruslið, meira helst í notkun og við öll njótum ávinningsins.Nú tekur við markviss vinna við að innleiða þessar aðgerðir og ná fram haldbærum framförum í átt að hringrásarhagkerfinu. Með því að nota það sem við eigum byggjum við upp borg sem er hagkvæm, hreinni og réttlátari og stuðlum um leið að auknum lífsgæðum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins, með um 10 þúsund manns á launaskrá á yfir 300 starfsstöðum. Borgin getur þess vegna orðið leiðandi afl í umbreytingu íslensks samfélags í átt að hringrásarhagkerfi og eitt stærsta verkefni næstu ára verður innleiðing þess. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun