Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. september 2025 12:47 Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Það sem hefur vantað í umræðuna er í raun tvennt. Að þarna er verið að snjallvæða umferðarljósastýringarnar með skynjarabúnaði til að auka skilvirkni gatnamótanna í kjölfarið og svo það að svæðið er enn í framkvæmdafasa og framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið – af því hafa þessar tafir stafað. Umferðarljósin voru komin til ára sinna, svo það er full þörf á endurnýjun og í raun voru ekki lengur til varahlutir í gamla búnaðinn. Það er búið að tala mikið um þetta í fleiri ár að það þurfi fleiri snjallari umferðarstýringu og við erum að svara kallinu. Þvert á það sem flest halda þá eru það ekki breytingarnar heldur framkvæmdafasinn sem hefur valdið þessum töfum en framkvæmdum er ekki alveg lokið. Þó að sýnilegum framkvæmdum sé lokið er enn verið að stilla snjallljósin. Það hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en um leið og því er lokið eiga aðstæður strax að batna og gatnamótin eiga að verða skilvirkari en áður í kjölfarið. Skynjararnir voru loksins teknir í gagnið í gær og aðstæður urðu betri, en enn er verið að fínstilla ljósin. Á sama tíma er verið að bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi, ekki síst börn sem fara þarna um. Þarna er að byggjast upp heilt hverfi, Ártúnshöfðinn, svo umferð gangandi er að stóraukast þarna og við þurfum að bregðast við því. Þarna hafa verið fjarlægð þarna tvö beygjuframhjáhlauð af þremur. Beygjuframhjáhlaup eru almennt ekki notuð í nútímalegri hönnun á samgöngumannvirkjum og því eru þau oft fjarlægð við uppfærslu. Framhjáhlaup eru einhverjir hættulegustu staðirnir í samgöngunetinu og við viljum helst hafa slíka staði sem allra fæsta. Þau eru bæði lífshættulegt fyrir gangandi og hjólandi því bílstjórar eru að horfa í aðra átt og fylgjast með öðrum bílum en ekki fylgjast með óvörðum vegfarendum, og svo er framhjáhlaup hættuleg fyrir bílstjórana því aftanákeyrslur eru þar algengar og það getur haft umfangsmikil heilsufarsleg áhrif til langrar framtíðar. Þessi gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls hafa verið mikið í umræðunni en einnig er verið að undirbúa að snjallvæða umferðarljósabúnað á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða, gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða sem og Höfðabakka og Bíldshöfða. Og sem betur fer því við erum strax farin að sjá bilanir í eldri búnaði sem ekki er hægt að bregðast við nema með endurnýjun. Í kjölfarið er markmiðið að gatnamótin verði skilvirkari en um leið verði aðstæður öruggari fyrir óvarða vegfarendur, viðkvæmustu vegfarendurna í okkar samgöngukerfi. Það mun skipta miklu máli með fjölgun gangandi barna um svæðið nú þegar Ártúnshöfðinn er að rísa. Þetta eru því þarfar, mikilvægar og gagnlegar breytingar í þágu öryggis og velferðar borgarbúa. Framkvæmdir eru almennt pirrandi hvort sem við erum sammála markmiðunum eða ósammála. En framkvæmdir eru óumflýjanlegar ef við viljum nútímavæða innviði borgarinnar og skapa betra umhverfi og betri borg til framtíðar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Það sem hefur vantað í umræðuna er í raun tvennt. Að þarna er verið að snjallvæða umferðarljósastýringarnar með skynjarabúnaði til að auka skilvirkni gatnamótanna í kjölfarið og svo það að svæðið er enn í framkvæmdafasa og framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið – af því hafa þessar tafir stafað. Umferðarljósin voru komin til ára sinna, svo það er full þörf á endurnýjun og í raun voru ekki lengur til varahlutir í gamla búnaðinn. Það er búið að tala mikið um þetta í fleiri ár að það þurfi fleiri snjallari umferðarstýringu og við erum að svara kallinu. Þvert á það sem flest halda þá eru það ekki breytingarnar heldur framkvæmdafasinn sem hefur valdið þessum töfum en framkvæmdum er ekki alveg lokið. Þó að sýnilegum framkvæmdum sé lokið er enn verið að stilla snjallljósin. Það hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en um leið og því er lokið eiga aðstæður strax að batna og gatnamótin eiga að verða skilvirkari en áður í kjölfarið. Skynjararnir voru loksins teknir í gagnið í gær og aðstæður urðu betri, en enn er verið að fínstilla ljósin. Á sama tíma er verið að bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi, ekki síst börn sem fara þarna um. Þarna er að byggjast upp heilt hverfi, Ártúnshöfðinn, svo umferð gangandi er að stóraukast þarna og við þurfum að bregðast við því. Þarna hafa verið fjarlægð þarna tvö beygjuframhjáhlauð af þremur. Beygjuframhjáhlaup eru almennt ekki notuð í nútímalegri hönnun á samgöngumannvirkjum og því eru þau oft fjarlægð við uppfærslu. Framhjáhlaup eru einhverjir hættulegustu staðirnir í samgöngunetinu og við viljum helst hafa slíka staði sem allra fæsta. Þau eru bæði lífshættulegt fyrir gangandi og hjólandi því bílstjórar eru að horfa í aðra átt og fylgjast með öðrum bílum en ekki fylgjast með óvörðum vegfarendum, og svo er framhjáhlaup hættuleg fyrir bílstjórana því aftanákeyrslur eru þar algengar og það getur haft umfangsmikil heilsufarsleg áhrif til langrar framtíðar. Þessi gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls hafa verið mikið í umræðunni en einnig er verið að undirbúa að snjallvæða umferðarljósabúnað á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða, gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða sem og Höfðabakka og Bíldshöfða. Og sem betur fer því við erum strax farin að sjá bilanir í eldri búnaði sem ekki er hægt að bregðast við nema með endurnýjun. Í kjölfarið er markmiðið að gatnamótin verði skilvirkari en um leið verði aðstæður öruggari fyrir óvarða vegfarendur, viðkvæmustu vegfarendurna í okkar samgöngukerfi. Það mun skipta miklu máli með fjölgun gangandi barna um svæðið nú þegar Ártúnshöfðinn er að rísa. Þetta eru því þarfar, mikilvægar og gagnlegar breytingar í þágu öryggis og velferðar borgarbúa. Framkvæmdir eru almennt pirrandi hvort sem við erum sammála markmiðunum eða ósammála. En framkvæmdir eru óumflýjanlegar ef við viljum nútímavæða innviði borgarinnar og skapa betra umhverfi og betri borg til framtíðar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun