Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 29. september 2025 09:01 Fyrr í mánuðinum lögðum við í Framsókn til að Reykjavíkurborg yrði aðili að verkefninu Barnvænt sveitarfélag, sem er hluti af alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Þátttaka í verkefninu felur í sér markvissa og kerfisbundna innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skuldbindingu um að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Borgin hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmálinn er innleiddur í leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Með þátttöku í verkefninu væri stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Hvers vegna skiptir máli að verða Barnvænt sveitarfélag? Það er þannig að flest, ef ekki allt, í borginni snertir líf barns. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Við segjum oft að gæði samfélags séu mæld eftir því hvernig við hlúum að börnum okkar. Þetta er ekki bara falleg setning heldur prófsteinn á manngildi okkar og forgangsröðun. Þegar börnum líður vel þá líður samfélaginu vel og þegar börn finna að þau skipta máli og geti haft áhrif á þeirra nærsamfélag þá verður borgin betri og mennskari. Við eigum að gera allt sem við getum til að það sé gott að vera barn í Reykjavík. Börn eru ekki aðeins framtíðin, þau eru nútíðin. Þau lifa hér og nú í borginni okkar og upplifa daglega ákvarðanir borgarstjórnar. Allt sem borgin gerir, frá fjárhagsáætlunum til ákvarðana um skipulagsmál, hefur áhrif á börn. Þegar við ákveðum hvernig hverfi eru skipulögð, hvernig samgöngur eru hannaðar, hvernig þjónusta er veitt í skólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum þá upplifum við, sem teljumst fullorðin, það ekki með sama hætti og börn. Það sem fyrir okkur kann að vera lítið atriði í fjárhagsáætlun getur haft afgerandi áhrif á líf barns. Þess vegna skiptir máli að við hugum alltaf að því hverjar afleiðingar ákvarðana og þjónustu borgarinnar er á börn. Lengi býr að fyrstu gerð og þar á forgangsröðin að liggja. Afgreiðsla meirihluta borgarstjórnar í málinu felur í sér algjört metnaðarleysi Reykjavíkurráð ungmenna hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við það að Reykjavíkurborg hefji þá vegferð að verða Barnvænt sveitarfélag. Það segir okkur að þau vilja að við tökum hagsmuni þeirra alvarlega og hlustum á börn þegar við tökum ákvarðanir. Meirihluti borgarstjórnar virðist þó ekki vera sannfærður um ágæti verkefnisins. Raunar báru ræður meirihlutans með sér vanþekkingu á verkefninu og skort á vilja til að láta kné fylgja kviði þegar kemur að réttindum barna. Meirihlutinn hélt því fram að borgin væri nú þegar Barnvænt sveitarfélag og vísaði til tillögu sem samþykkt var árið 2014. Staðreyndin er þó sú að þróun á verkefninu Barnvænt sveitarfélög hófst ekki fyrr en árið 2016 og 18. nóvember 2019 í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samning um samstarf við félagsmálaráðuneytið við innleiðingu verkefnisins undir formerkjunum Barnvænt Ísland. Reykjavíkurborg hefur ekki tekið ákvörðun um að verða Barnvænt sveitarfélag þótt tekin hafa verið skref í átt að innleiðingu barnasáttmálans í starf borgarinnar t.a.m. með ofangreindum réttindaskólum. Meirihlutinn segist vera hlynntur því að barnasáttmálinn sé markvisst og kerfislega innleiddur í Reykjavíkurborg en í stað þess sýna það í verki með því að samþykkja tillögu um þátttöku í verkefni sem snýr einmitt að því kom hann með breytingartillögu þess efnis að ávinningur verkefnisins verði skoðaður. Það vekur furðu að meirihlutinn átti sig ekki á augljósum ávinningi verkefnisins fyrir hagsmuni barna, líkt og fjölmörg sveitarfélög hafa gert bæði hérlendis og erlendis. En sennilega var málinu vísað áfram til frekari greiningar svo að meirihlutinn geti lagt málið aftur fram seinna sem sitt eigið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Hagsmunir barna eiga að vera í fyrsta sæti Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Samþykkt tillögunnar hefði verið tækifæri fyrir borgarstjórn Reykjavíkur að sameinast um að setja réttindi barna í forgang. Ekki vegna þess að í því felst ákveðin táknræn viðurkenning. Mun frekar vegna þess að í því fælist raunveruleg skuldbinding borgarinnar um að innleiða Barnasáttmálann með markvissum og kerfisbundnum hætti í stjórnsýslu og starfsemi Reykjavíkurborgar sem og að þverpólitísk samstaða um þátttöku í verkefninu væri yfirlýsing til barna í borginni um að þau skipta máli. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Það á ekki að skipta máli hvaðan gott kemur. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Réttindi barna Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum lögðum við í Framsókn til að Reykjavíkurborg yrði aðili að verkefninu Barnvænt sveitarfélag, sem er hluti af alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Þátttaka í verkefninu felur í sér markvissa og kerfisbundna innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skuldbindingu um að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Borgin hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmálinn er innleiddur í leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Með þátttöku í verkefninu væri stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Hvers vegna skiptir máli að verða Barnvænt sveitarfélag? Það er þannig að flest, ef ekki allt, í borginni snertir líf barns. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Við segjum oft að gæði samfélags séu mæld eftir því hvernig við hlúum að börnum okkar. Þetta er ekki bara falleg setning heldur prófsteinn á manngildi okkar og forgangsröðun. Þegar börnum líður vel þá líður samfélaginu vel og þegar börn finna að þau skipta máli og geti haft áhrif á þeirra nærsamfélag þá verður borgin betri og mennskari. Við eigum að gera allt sem við getum til að það sé gott að vera barn í Reykjavík. Börn eru ekki aðeins framtíðin, þau eru nútíðin. Þau lifa hér og nú í borginni okkar og upplifa daglega ákvarðanir borgarstjórnar. Allt sem borgin gerir, frá fjárhagsáætlunum til ákvarðana um skipulagsmál, hefur áhrif á börn. Þegar við ákveðum hvernig hverfi eru skipulögð, hvernig samgöngur eru hannaðar, hvernig þjónusta er veitt í skólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum þá upplifum við, sem teljumst fullorðin, það ekki með sama hætti og börn. Það sem fyrir okkur kann að vera lítið atriði í fjárhagsáætlun getur haft afgerandi áhrif á líf barns. Þess vegna skiptir máli að við hugum alltaf að því hverjar afleiðingar ákvarðana og þjónustu borgarinnar er á börn. Lengi býr að fyrstu gerð og þar á forgangsröðin að liggja. Afgreiðsla meirihluta borgarstjórnar í málinu felur í sér algjört metnaðarleysi Reykjavíkurráð ungmenna hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við það að Reykjavíkurborg hefji þá vegferð að verða Barnvænt sveitarfélag. Það segir okkur að þau vilja að við tökum hagsmuni þeirra alvarlega og hlustum á börn þegar við tökum ákvarðanir. Meirihluti borgarstjórnar virðist þó ekki vera sannfærður um ágæti verkefnisins. Raunar báru ræður meirihlutans með sér vanþekkingu á verkefninu og skort á vilja til að láta kné fylgja kviði þegar kemur að réttindum barna. Meirihlutinn hélt því fram að borgin væri nú þegar Barnvænt sveitarfélag og vísaði til tillögu sem samþykkt var árið 2014. Staðreyndin er þó sú að þróun á verkefninu Barnvænt sveitarfélög hófst ekki fyrr en árið 2016 og 18. nóvember 2019 í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samning um samstarf við félagsmálaráðuneytið við innleiðingu verkefnisins undir formerkjunum Barnvænt Ísland. Reykjavíkurborg hefur ekki tekið ákvörðun um að verða Barnvænt sveitarfélag þótt tekin hafa verið skref í átt að innleiðingu barnasáttmálans í starf borgarinnar t.a.m. með ofangreindum réttindaskólum. Meirihlutinn segist vera hlynntur því að barnasáttmálinn sé markvisst og kerfislega innleiddur í Reykjavíkurborg en í stað þess sýna það í verki með því að samþykkja tillögu um þátttöku í verkefni sem snýr einmitt að því kom hann með breytingartillögu þess efnis að ávinningur verkefnisins verði skoðaður. Það vekur furðu að meirihlutinn átti sig ekki á augljósum ávinningi verkefnisins fyrir hagsmuni barna, líkt og fjölmörg sveitarfélög hafa gert bæði hérlendis og erlendis. En sennilega var málinu vísað áfram til frekari greiningar svo að meirihlutinn geti lagt málið aftur fram seinna sem sitt eigið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Hagsmunir barna eiga að vera í fyrsta sæti Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Samþykkt tillögunnar hefði verið tækifæri fyrir borgarstjórn Reykjavíkur að sameinast um að setja réttindi barna í forgang. Ekki vegna þess að í því felst ákveðin táknræn viðurkenning. Mun frekar vegna þess að í því fælist raunveruleg skuldbinding borgarinnar um að innleiða Barnasáttmálann með markvissum og kerfisbundnum hætti í stjórnsýslu og starfsemi Reykjavíkurborgar sem og að þverpólitísk samstaða um þátttöku í verkefninu væri yfirlýsing til barna í borginni um að þau skipta máli. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Það á ekki að skipta máli hvaðan gott kemur. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun