Eru sjómenn annars flokks? Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Skoðun 10. september 2021 12:00
Vantar fjölda manns til starfa á Austurlandi vegna mikilla anna Mikil umsvif eru núna í byggingageiranum á Austurlandi og segir framkvæmdastjóri stærsta byggingafélags fjórðungsins að fjölda fólks vanti þar til starfa. Viðskipti innlent 9. september 2021 23:41
Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku. Innlent 9. september 2021 21:00
Uppboð á veiðiheimildum Ef fara á út í uppboð á veiðiheimildum hvort sem það er í kvótaformi eða í dagaformi má alls ekki missa sig og ana út í margra ára nýtingasamninga eins og útgerðamenn vilja koma á. Skoðun 9. september 2021 10:00
Hvernig verða orkuskiptin í sjávarútvegi? Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar. Skoðun 9. september 2021 09:01
Sjómaður lagði Sjóvá vegna spriklandi stórþorsks sem skar hann á þumal Tryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða sjómanni 5,1 milljón vegna slyss sem varð um borð í togara útgerðarfélagsins Brims árið 2018, þegar sjómaðurinn skarst illa á hendi þegar stórþorskur sem hann var að gera að, spriklaði í höndum hans með þeim afleiðingum að sjómaðurinn skarst illa á hendi. Innlent 8. september 2021 18:25
Ekki kunnugt um nýja reglugerð og veiddu á bannsvæði Skipi í eigu dótturfélags Síldarvinnslunnar var í gær gert að hætta veiðum og snúa til hafnar frá svæði þar sem bannað var að veiða með botnvörpu. Skipstjórinn segir að sér hafi ekki verið kunnugt um bannið. Innlent 8. september 2021 15:52
Kaupa allt hlutafé í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur fest kaup á öllu hlutafé í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center, sem rekur upplýsingaveitu fyrir sjávarútveg. Viðskipti innlent 8. september 2021 11:46
Áhöfn togskips grunuð um ólöglegar veiðar Íslenskt togskip var staðið að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðs svæðis austur af Glettingi um hádegisbil í gær. Innlent 8. september 2021 11:35
Sjómenn slíta viðræðum: „Vilja eignast Ísland og auðlindir okkar án þess að greiða fyrir það“ Stéttarfélög sjómanna slitu í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viðræður hafa átt sér stað í nokkra mánuði en kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir frá því í lok 2019. Innlent 7. september 2021 10:14
Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. Viðskipti innlent 6. september 2021 22:22
Kosningar, verðmætin í hafinu og hvað við getum gert betur Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Skoðun 6. september 2021 12:00
Stefna sósíalista í sjávarútvegi Sósialistar hafa lagt fram róttæka stefnu sína í sjávarútvegsmálum og kasta þar afsökunum um að róttæk stefna gegn ofuröflunum geri flokka „óstjórntæka“ fyrir róða. Sósíalistar gefa ekkert fyrir hótanir útgerðamanna eða lögfræðinga þeirra sem segja að „enginn“ lögfræðingur muni verja ríkið ef farið yrði gegn kvótakerfinu. Skoðun 4. september 2021 15:31
Ráðherra vísar ásökunum Persónuverndar á bug Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ásakanir Persónuverndar, þess efnis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi leynt upplýsingum eða notað Persónuvernd sem skálkaskjól, hreinan rógburð. Innlent 4. september 2021 11:00
Agnarsmá hlutdeild útgerðar í Kauphöll Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skoðun 3. september 2021 08:00
Vestfirsk atkvæðagreiðsla um fiskeldi Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir. Skoðun 2. september 2021 11:31
Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. Innlent 2. september 2021 11:30
Tvær hliðar á sömu spillingu Sérhagsmunagæsla eða spilling á Íslandi snýst í grunninn um „tvo turna“; fjármálakerfið og sjávarútveg. Að sjálfsögðu kemur fleira til og inn í sérhagsmunagæsluna fléttast gríðarlega margir, en þetta eru „turnarnir“ sem hafa sogað til sín hvað mestu af auðæfum þjóðarinnar hvað sem öðrum hagsmunaaðilum líður. Skoðun 2. september 2021 08:31
Hafró geri ráð fyrir að allt að 72 þúsund eldislaxar sleppi Laxeldisframleiðsla á Íslandi hefur meira en fjórfaldast á síðustu fimm árum. Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Innlent 1. september 2021 18:26
Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. Innlent 1. september 2021 13:22
Pétur Jakob Pétursson ráðinn til HPP, prótínverksmiðju Héðins Pétur Jakob Pétursson hefur verið ráðinn markaðs- og sölustjóri hjá HPP, en HPP er háþróuð prótínverksmiðja sem hönnuð var frá grunni og smíðuð hjá Héðni. Með HPP geta sjávarútvegsfyrirtæki fullnýtt aflann hundrað prósent með framleiðslu á lýsi og fiskmjöli, jafnt á landi sem um borð í skipum. Viðskipti innlent 1. september 2021 12:10
Karl Eskil ráðinn til að stýra heimasíðu og miðlum Samherja Karl Eskil Pálsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samherja og mun hann miðla fréttum á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins, auk þess sem hann mun sinna innri vef Samherja þar sem upplýsingum og fræðsluefni er komið til starfsfólks. Viðskipti innlent 1. september 2021 11:39
Aríel tekur við formennsku í Sjómannadagsráði Aríel Pétursson, varaformaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins frá síðasta aðalfundi sem fram fór í vor, tók í dag við formennsku í ráðinu af Hálfdani Henrýssyni. Hálfdán hefur starfað með Sjómannadagsráði óslitið í 34 ár. Viðskipti innlent 1. september 2021 11:08
Gat uppgötaðist á sjókví í Arnarfirði Gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Haganes í Arnarfirði uppgötvaðist við neðansjávareftirlit síðastliðinn fimmtudag. Innlent 1. september 2021 09:32
Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi. Kvótakerfið er heimild útgerða til að veiða ákveðinn hluta leyfilegs afla og veiðigjaldið er árgjaldið sem greitt er, enda eðlilegt að greitt sé fyrir aðgang að takmarkaðri náttúruauðlind. Skoðun 1. september 2021 08:01
Já, hvert ertu að fara Brynjar? Brynjar Níelsson gerir stefnu Viðreisnar að umtalefni í grein hér á Vísi. Stefnunni finnur hann flest til foráttu. Mér er þó ekki alveg ljóst hvert Brynjar er að fara. Gott væri að fá skýringar á eftirfarandi atriðum. Skoðun 31. ágúst 2021 11:31
Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. Viðskipti innlent 30. ágúst 2021 20:58
Ráðuneyti telur sig hafa svarað spurningum um umsvif útgerða Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telur að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta hafi komið fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir að svara ekki þeim spurningum sem henni var ætlað. Innlent 28. ágúst 2021 14:24
Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Innlent 27. ágúst 2021 11:39
Hvaðan kom ég og hvert er ég að fara? Viðreisn ætlar í kosningabaráttunni að leggja megin áherslu á nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem aflaheimildir verði innkallaðar með fyrningarleið og seldar hæstbjóðanda. Að vísu vantar alla útfærslu í tillögunum en í grunninn eru þetta sennilega vitlausustu tillögur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram á lýðveldistímanum og óframkvæmanlegar með góðu móti. Skoðun 27. ágúst 2021 11:01