Leitin að sjómanninum hafði engan árangur áður en henni var að mestu hætt eftir miðnætti í nótt. Í tilkynningu sem Landhelgisgæslan sendi frá sér rétt fyrir klukkan eitt í nótt kom fram að báðar þyrlur hennar og flest skip og bátar væru þá hættir að leita. Varðskipið Þór átti að vera áfram á svæðinu í alla nótt.
Tilkynning um slysið barst Gæslunni um klukkan 17:00 síðdegis í gær. Nærstödd skip voru þá beðin um að aðstoða við leitina og tóku um fimmtán skip og bátar þátt í henni. Aðstæður til leitar voru sagðar góðar í gærkvöldi þrátt fyrir myrkrið.