Átta skip og bátar byrjaðir að leita aftur Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 10:58 Varðskipið Þór stýrir leit að sjómanninum utan við Garðskaga í dag. Vísir/Vilhelm Leit að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa í gær hófst aftur klukkan tíu í morgun. Átta skip og bátar eru ýmist komnir á staðinn eða væntanlegir en varðskipið Þór stýrir aðgerðunum. Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, segir að flotinn sem leitar að sjómanninum sé blanda af fiskiskipum og björgunarbátum frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Leitarsvæðið er um tuttugu og fimm sjómílur norðvestan við Garðskaga. „Enn sem komið er er þetta fjöldinn sem mun taka þátt í leitinni. Við vitum ekki hvort það mun bætast við en þetta er það sem við höfum núna yfir að ráða,“ sagði hann í samtali við Vísi þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í ellefu í morgun. Til stóð að senda þyrlu Gæslunnar til leitarinnar en verið er að meta aðstæður með tilliti til veður- og skýjafars og skyggnis. „Það er kominn útsynningur í þetta og við erum að skoða aðstæður. Það stóð ekki til að kalla hana út strax, við ætluðum að fá betri birtu áður en hún yrði kölluð til. Við erum aðeins að vega það og meta. Það er inni í myndinni að senda þyrlu,“ sagði Guðmundur. Tilkynnt var um að maðurinn hefði farið útbyrðis um klukkan fimm síðdegis í gær. Fimmtán skip og bátar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu að sjómanninum fram á nótt. Leitinni var hætt eftir miðnætti en varðskipið Þór hefur verið á svæðinu í alla nótt. Uppfært 11:42 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitar nú úr lofti samkvæmt tilkynningu sem Gæslan sendi frá sér rétt í þessu. Sæmilegar aðstæður eru sagðar til leitar þar sem skyggni er takmarkað. Gert er ráð fyrir að leitað verði á meðan aðstæður. Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Tengdar fréttir Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, segir að flotinn sem leitar að sjómanninum sé blanda af fiskiskipum og björgunarbátum frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Leitarsvæðið er um tuttugu og fimm sjómílur norðvestan við Garðskaga. „Enn sem komið er er þetta fjöldinn sem mun taka þátt í leitinni. Við vitum ekki hvort það mun bætast við en þetta er það sem við höfum núna yfir að ráða,“ sagði hann í samtali við Vísi þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í ellefu í morgun. Til stóð að senda þyrlu Gæslunnar til leitarinnar en verið er að meta aðstæður með tilliti til veður- og skýjafars og skyggnis. „Það er kominn útsynningur í þetta og við erum að skoða aðstæður. Það stóð ekki til að kalla hana út strax, við ætluðum að fá betri birtu áður en hún yrði kölluð til. Við erum aðeins að vega það og meta. Það er inni í myndinni að senda þyrlu,“ sagði Guðmundur. Tilkynnt var um að maðurinn hefði farið útbyrðis um klukkan fimm síðdegis í gær. Fimmtán skip og bátar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu að sjómanninum fram á nótt. Leitinni var hætt eftir miðnætti en varðskipið Þór hefur verið á svæðinu í alla nótt. Uppfært 11:42 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitar nú úr lofti samkvæmt tilkynningu sem Gæslan sendi frá sér rétt í þessu. Sæmilegar aðstæður eru sagðar til leitar þar sem skyggni er takmarkað. Gert er ráð fyrir að leitað verði á meðan aðstæður.
Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Tengdar fréttir Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16