Viðskipti erlent

Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega

Bankasamningur sá sem sportvörukeðjan JJB Sport gerði við þrjá viðskiptabanka sína í desember mun kosta keðjuna 8,3 milljón pund eða um 1,5 milljarð kr. aukalega í gjöldum.

Þetta kemur fram í frétt um málið á Reuters í dag. Bankar þeir sem hér um ræðir eru Kaupþing, Barclays og HBOS. Fréttin um málið hafði þau áhrif að hlutir í JJB féll um 29% í dag og er markaðsvirði þess nú aðeins 17,8 milljón punda. Það samsvarar ca. tveggja vikna sölu í 400 verslunum keðjunnar.

Eins og kunnugt er af fréttum hér á fréttastofunni tók Kaupþing yfir 29% hlut Exista og Chris Ronnie í síðustu viku með veðkalli í hlut þeirra.

JJB samdi um það í desember að fresta greiðslu á 20 milljón pund brúarláni frá Kaupþingi en skipti í staðinn þeirri greiðslu jafnt milli þriggja fyrrgreindra banka. Í staðinn féll JJB opna lánalínu hjá þessum bönkum fram til 30 janúar n.k..

Stór lán frá þessum bönkum eru svo á gjalddaga í febrúar og apríl.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×