Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2022 10:59 Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, við höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði. Fyrir aftan er flaggskipið Árni Friðriksson. Steingrímur Dúi Másson Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Hafrannsóknastofnun mun leggja til bæði skip sín, Árna Friðriksson og Bjarna Sæmundsson, og útgerðin eitt skip. Áætlað er að tíu dagar leiðangur kosti um 35 milljónir króna. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson í Hafnarfjarðarhöfn. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin.Egill Aðalsteinsson „Það er sem sagt útgerðin sem stendur straum af kostnaði við hann. Þeir leigja af okkur bæði skipin og svo jafnframt verður skip frá þeim sem tekur þátt í leitinni og mælingunum,“ segir Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Á sama tíma í fyrra hafði Hafrannsóknastofnun mælt með 400 þúsund tonna loðnukvóta. Í ár er talan helmingi lægri, rúm 200 þúsund tonn, nema það finnist eitthvað meira. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir væntingar hafa staðið til að vertíðin í ár yrði jafnvel stærri en sú síðasta. Það hafi því verið vonbrigði að ekki hefði tekist að staðfesta hærri tölur í síðustu loðnumælingu. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Norðfjarðarhöfn.Vísir/Einar „Það er náttúrlega tvennt sem við erum að vonast eftir að fá með þessum leiðangri. Annarsvegar að fá góða mynd af útbreiðslunni, hversu austarlega hún er komin, og geta þá skipulagt leiðangra eftir jól í samræmi við það. Og eins líka þá að útgerðin geti skipulagt veiðar sínar á loðnustofninum. Hins vegar er markmiðið að ná líka mælingu. Af því að það er mikið misræmi milli haustmælinganna, sem sagt í hitteðfyrra, 2021, og núna 2022,“ segir Guðmundur Óskarsson. Frá Vestmannaeyjahöfn.Mynd/Stöð 2. Kostnaður við loðnuleitina er smáaurar miðað við hvað aukinn loðnukvóti gæti skilað miklum verðmætum. Ef kvótinn hækkaði upp í samræmi við væntingar gætu það verið tölur á bilinu 15 til 20 milljarðar króna. Og hvenær á svo að leggja í hann? „Það verður lagt af stað sennilega á mánudaginn,“ segir sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um sögu loðnuveiða og þýðingu þeirra í þættinum Um land allt á Stöð 2 í fyrra. Hér má sjá kafla úr þættinum: Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hafnarfjörður Múlaþing Vopnafjörður Akranes Sveitarfélagið Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Hafrannsóknastofnun mun leggja til bæði skip sín, Árna Friðriksson og Bjarna Sæmundsson, og útgerðin eitt skip. Áætlað er að tíu dagar leiðangur kosti um 35 milljónir króna. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson í Hafnarfjarðarhöfn. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin.Egill Aðalsteinsson „Það er sem sagt útgerðin sem stendur straum af kostnaði við hann. Þeir leigja af okkur bæði skipin og svo jafnframt verður skip frá þeim sem tekur þátt í leitinni og mælingunum,“ segir Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Á sama tíma í fyrra hafði Hafrannsóknastofnun mælt með 400 þúsund tonna loðnukvóta. Í ár er talan helmingi lægri, rúm 200 þúsund tonn, nema það finnist eitthvað meira. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir væntingar hafa staðið til að vertíðin í ár yrði jafnvel stærri en sú síðasta. Það hafi því verið vonbrigði að ekki hefði tekist að staðfesta hærri tölur í síðustu loðnumælingu. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Norðfjarðarhöfn.Vísir/Einar „Það er náttúrlega tvennt sem við erum að vonast eftir að fá með þessum leiðangri. Annarsvegar að fá góða mynd af útbreiðslunni, hversu austarlega hún er komin, og geta þá skipulagt leiðangra eftir jól í samræmi við það. Og eins líka þá að útgerðin geti skipulagt veiðar sínar á loðnustofninum. Hins vegar er markmiðið að ná líka mælingu. Af því að það er mikið misræmi milli haustmælinganna, sem sagt í hitteðfyrra, 2021, og núna 2022,“ segir Guðmundur Óskarsson. Frá Vestmannaeyjahöfn.Mynd/Stöð 2. Kostnaður við loðnuleitina er smáaurar miðað við hvað aukinn loðnukvóti gæti skilað miklum verðmætum. Ef kvótinn hækkaði upp í samræmi við væntingar gætu það verið tölur á bilinu 15 til 20 milljarðar króna. Og hvenær á svo að leggja í hann? „Það verður lagt af stað sennilega á mánudaginn,“ segir sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um sögu loðnuveiða og þýðingu þeirra í þættinum Um land allt á Stöð 2 í fyrra. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hafnarfjörður Múlaþing Vopnafjörður Akranes Sveitarfélagið Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49
Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30
Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22
Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50