Sósíalisti að morgni, kapítalisti að kveldi Jón Ingi Hákonarson skrifar 28. nóvember 2022 09:00 Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Aftur á móti er hann algjörlega mótfallinn lögmálum markaðarins þegar hann þarf að greiða fyrir aðganginn að fiskimiðunum. Þar vill hann halda öðrum frá og borga það verð sem stjórnmálamenn ákveða. Og ég sem hélt að gallharðir kapítalistar litu niður á hið sósíalíska kerfi. Greinilega bara stundum, alls ekki ef það hentar þeim. Það er kannski skilgreining þeirra á kapítalisma, hvað veit ég? En skilvirkt markaðshagkerfi er það ekki. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngirni á skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það tókst ekki. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái sanngjarna hlutdeild í auðlindarentunni. Þess vegna skil ég ekki af hverju þráast er við að halda í úreltar sósíalískar hugmyndir um verðmyndun þegar kemur að veiðiheimildum. Auðvitað á ríkið að selja þær á markaði og fá sem hæst verð fyrir þær. Með því má ljúka við þriðju stoð kvótakerfisins, sanngirnina. Það skiptir máli að hafa sömu leikreglur alla virðiskeðjuna, er það ekki? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjávarútvegur Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Aftur á móti er hann algjörlega mótfallinn lögmálum markaðarins þegar hann þarf að greiða fyrir aðganginn að fiskimiðunum. Þar vill hann halda öðrum frá og borga það verð sem stjórnmálamenn ákveða. Og ég sem hélt að gallharðir kapítalistar litu niður á hið sósíalíska kerfi. Greinilega bara stundum, alls ekki ef það hentar þeim. Það er kannski skilgreining þeirra á kapítalisma, hvað veit ég? En skilvirkt markaðshagkerfi er það ekki. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngirni á skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það tókst ekki. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái sanngjarna hlutdeild í auðlindarentunni. Þess vegna skil ég ekki af hverju þráast er við að halda í úreltar sósíalískar hugmyndir um verðmyndun þegar kemur að veiðiheimildum. Auðvitað á ríkið að selja þær á markaði og fá sem hæst verð fyrir þær. Með því má ljúka við þriðju stoð kvótakerfisins, sanngirnina. Það skiptir máli að hafa sömu leikreglur alla virðiskeðjuna, er það ekki? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun