Íslenskt hvalahor nýtt við rannsóknir á heilsu hvala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 11:06 Hnúfubakur í Sundahöfn Vísir/Vilhelm Vonir standa til að rannsóknir á hvalahori og örum sem hvalir við Íslandstrendur bera eftir veiðarfæri geti varpað nánara ljósi á heilsu hvala hér við land. Fjallað er nokkuð ítarlega um rannsóknarhópinn Whale Wise á vef Euronews, sem nýkominn er frá nokkurra mánaða rannsóknardvöl við Íslandsstrendur. Þar hefur hópurinn safnað gögnum um hnúfubaka. Sér í lagi hefur hópurinn einbeitt sér að safna gögnum um ör sem hvalirnir kunna að bera. Markmiðið er að varpa ljósi í hversu miklu mæli hvalir festist í veiðarfærum og hvaða áhrif það hafi á hvalina. Er samband á milli öra og heilsu? Í frétt Euronews kemur fram að áratuga gömul gögn sýni að dánartíðni hnúfubaka af völdum því að festast í veiðarfærum sé um fimm prósent af heildarfjölda þeirra á ári hverju. Rannsókn frá 2019 sýni enn fremur að 25 prósent þeirra beri ör eftir að hafa fest sig í veiðarfærum. Rannsakendur Whale Wise skoðuðu sérstaklega hvort að samband sé á milli öra af þessu tagi og heildarástandi hvalanna. Hnúfubakur í Skjálfandaflóa.Mayall/ullstein bild via Getty Images) „Við vitum að fjöldi hvala drepst á ári hverju eftir að hafa orðið fastir í veiðarfærum, “er haft eftir Tom Grove, einum af stjórnendum hópsins. „En fyrir þá sem lifa það af, er það enn að hafa áhrif á þá? Jafn vel mörgum árum síðar?“ Notast var við dróna til að ná myndum af hvölunum og örunum. Er leitast við að kanna hvort að þeir hvalir sem beri ör séu til dæmis mjórri eða í verra ástandi en þeir sem eru án öra. Heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfið En örin eru ekki það eina sem gagnast vísindamönnunum við rannsóknina. Á síðasta ári söfnuðu þeir einnig hori úr hvölum hér við land. Var það gert til að athuga hvort að magn kortisóls í horinu geti gefið vísbendingar um streitustig hvalanna. Standa vonir til að slíkar mælingar geti gagnast við að gefa fyllri mynd um heilsu hvalanna. Reiknað er með að vísindamennirnir snúi aftur til Íslands á næsta ári og haldi rannsókninni áfram. Þegar niðurstöður liggja fyrir er vonast til þess að þeir geti gefið Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu áþreifanleg gögn um afleiðingar þess að hvalir festist í veiðarfærum. Þá benda vísindamennirnir einnig á að heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfisins á svæði þeirra. Benda þeir á að það geri verið bæði erfitt og dýrt að meta umfang fisks og svifs í sjónum, sem hvalir nærast á. Þrífist hvalir vel á tilteknum svæði megi hins vegar gefa sér að þar sé nægt æti fyrir þá. Þetta sé eitthvað sem geti til að mynda gagnast þegar verið sé að meta áhrif loftslagsbreytinga, þar sem súrnun sjávar og hækkandi hitastig sjávar birtist oftar en ekki fyrst í áhrifum á fiskitegundir og minni lífverur í hafinu. Hvalir Íslandsvinir Sjávarútvegur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira
Fjallað er nokkuð ítarlega um rannsóknarhópinn Whale Wise á vef Euronews, sem nýkominn er frá nokkurra mánaða rannsóknardvöl við Íslandsstrendur. Þar hefur hópurinn safnað gögnum um hnúfubaka. Sér í lagi hefur hópurinn einbeitt sér að safna gögnum um ör sem hvalirnir kunna að bera. Markmiðið er að varpa ljósi í hversu miklu mæli hvalir festist í veiðarfærum og hvaða áhrif það hafi á hvalina. Er samband á milli öra og heilsu? Í frétt Euronews kemur fram að áratuga gömul gögn sýni að dánartíðni hnúfubaka af völdum því að festast í veiðarfærum sé um fimm prósent af heildarfjölda þeirra á ári hverju. Rannsókn frá 2019 sýni enn fremur að 25 prósent þeirra beri ör eftir að hafa fest sig í veiðarfærum. Rannsakendur Whale Wise skoðuðu sérstaklega hvort að samband sé á milli öra af þessu tagi og heildarástandi hvalanna. Hnúfubakur í Skjálfandaflóa.Mayall/ullstein bild via Getty Images) „Við vitum að fjöldi hvala drepst á ári hverju eftir að hafa orðið fastir í veiðarfærum, “er haft eftir Tom Grove, einum af stjórnendum hópsins. „En fyrir þá sem lifa það af, er það enn að hafa áhrif á þá? Jafn vel mörgum árum síðar?“ Notast var við dróna til að ná myndum af hvölunum og örunum. Er leitast við að kanna hvort að þeir hvalir sem beri ör séu til dæmis mjórri eða í verra ástandi en þeir sem eru án öra. Heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfið En örin eru ekki það eina sem gagnast vísindamönnunum við rannsóknina. Á síðasta ári söfnuðu þeir einnig hori úr hvölum hér við land. Var það gert til að athuga hvort að magn kortisóls í horinu geti gefið vísbendingar um streitustig hvalanna. Standa vonir til að slíkar mælingar geti gagnast við að gefa fyllri mynd um heilsu hvalanna. Reiknað er með að vísindamennirnir snúi aftur til Íslands á næsta ári og haldi rannsókninni áfram. Þegar niðurstöður liggja fyrir er vonast til þess að þeir geti gefið Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu áþreifanleg gögn um afleiðingar þess að hvalir festist í veiðarfærum. Þá benda vísindamennirnir einnig á að heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfisins á svæði þeirra. Benda þeir á að það geri verið bæði erfitt og dýrt að meta umfang fisks og svifs í sjónum, sem hvalir nærast á. Þrífist hvalir vel á tilteknum svæði megi hins vegar gefa sér að þar sé nægt æti fyrir þá. Þetta sé eitthvað sem geti til að mynda gagnast þegar verið sé að meta áhrif loftslagsbreytinga, þar sem súrnun sjávar og hækkandi hitastig sjávar birtist oftar en ekki fyrst í áhrifum á fiskitegundir og minni lífverur í hafinu.
Hvalir Íslandsvinir Sjávarútvegur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira