Hefur engu við yfirlýsinguna að bæta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 12:26 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf hefur engu við yfirlýsingu, sem send var frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd félagsins, að bæta. Allt hafi komið fram í henni sem snýr að málinu. Kona sjómannsins segist ósátt með „ópersónulega“ yfirlýsingu. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að Þórhildur steig fram á Facebook á laugardag og lýsti því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi þurft að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Bogi sem var á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims þurfti síðan að taka annan slag við fyrirtækið til að fá túrinn greiddan þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. Þórhildur sagðist í viðtali við fréttastofu í gær vona að frásögnin valdi viðhorfsbreytingu í garð sjómanna sem þurfi ekki að harka öll áföll af sér. Á tíunda tímanum í gærkvöldi barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims þar sem segir að félaginu þyki miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafi þróast. Brim harmi að verkferlar félagsins hafi brugðist í málinu. Mikilvægt sé að félagið sýni starfsfólki og aðstandendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í tilviki Boga. Félagið muni endurskoða verkferla og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks en að öðru leyti muni Brim ekki tjá sig um máleni einstakra starfsmanna félagsins. Í fréttinni hér að neðan má lesa yfirlýsinguna. Hvergi kemur fram hvaða verkferlar brugðust, hver beri ábyrgð á þeim né hvernig þeir verði endurskoðaðir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hefur ekki svarað símtölum fréttastofu um helgina og nú í morgun hafnaði hann viðtali og sagði að í hans huga væri allt fram komið frá félaginu sem viðkemur málinu. Yfirlýsingin ópersónuleg Þórhildur segist í samtali við fréttastofu ósátt með yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni felist engin afsökun. Hún sé eins ópersónuleg og gerist, komandi frá almannatengslafyrirtæki en ekki félaginu sjálfu. Þórhildur segir að Guðmundur hafi hringt í Boga í morgun þar sem sá fyrrnefndi sagðist ekki hafa getað hringt fyrr. Guðmundur hafi beðið Boga afsökunar símleiðis og sagt hann hugrakkan að hafa stigið fram. Brim Sjávarútvegur Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að Þórhildur steig fram á Facebook á laugardag og lýsti því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi þurft að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Bogi sem var á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims þurfti síðan að taka annan slag við fyrirtækið til að fá túrinn greiddan þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. Þórhildur sagðist í viðtali við fréttastofu í gær vona að frásögnin valdi viðhorfsbreytingu í garð sjómanna sem þurfi ekki að harka öll áföll af sér. Á tíunda tímanum í gærkvöldi barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims þar sem segir að félaginu þyki miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafi þróast. Brim harmi að verkferlar félagsins hafi brugðist í málinu. Mikilvægt sé að félagið sýni starfsfólki og aðstandendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í tilviki Boga. Félagið muni endurskoða verkferla og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks en að öðru leyti muni Brim ekki tjá sig um máleni einstakra starfsmanna félagsins. Í fréttinni hér að neðan má lesa yfirlýsinguna. Hvergi kemur fram hvaða verkferlar brugðust, hver beri ábyrgð á þeim né hvernig þeir verði endurskoðaðir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hefur ekki svarað símtölum fréttastofu um helgina og nú í morgun hafnaði hann viðtali og sagði að í hans huga væri allt fram komið frá félaginu sem viðkemur málinu. Yfirlýsingin ópersónuleg Þórhildur segist í samtali við fréttastofu ósátt með yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni felist engin afsökun. Hún sé eins ópersónuleg og gerist, komandi frá almannatengslafyrirtæki en ekki félaginu sjálfu. Þórhildur segir að Guðmundur hafi hringt í Boga í morgun þar sem sá fyrrnefndi sagðist ekki hafa getað hringt fyrr. Guðmundur hafi beðið Boga afsökunar símleiðis og sagt hann hugrakkan að hafa stigið fram.
Brim Sjávarútvegur Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira