Hefur engu við yfirlýsinguna að bæta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 12:26 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf hefur engu við yfirlýsingu, sem send var frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd félagsins, að bæta. Allt hafi komið fram í henni sem snýr að málinu. Kona sjómannsins segist ósátt með „ópersónulega“ yfirlýsingu. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að Þórhildur steig fram á Facebook á laugardag og lýsti því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi þurft að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Bogi sem var á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims þurfti síðan að taka annan slag við fyrirtækið til að fá túrinn greiddan þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. Þórhildur sagðist í viðtali við fréttastofu í gær vona að frásögnin valdi viðhorfsbreytingu í garð sjómanna sem þurfi ekki að harka öll áföll af sér. Á tíunda tímanum í gærkvöldi barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims þar sem segir að félaginu þyki miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafi þróast. Brim harmi að verkferlar félagsins hafi brugðist í málinu. Mikilvægt sé að félagið sýni starfsfólki og aðstandendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í tilviki Boga. Félagið muni endurskoða verkferla og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks en að öðru leyti muni Brim ekki tjá sig um máleni einstakra starfsmanna félagsins. Í fréttinni hér að neðan má lesa yfirlýsinguna. Hvergi kemur fram hvaða verkferlar brugðust, hver beri ábyrgð á þeim né hvernig þeir verði endurskoðaðir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hefur ekki svarað símtölum fréttastofu um helgina og nú í morgun hafnaði hann viðtali og sagði að í hans huga væri allt fram komið frá félaginu sem viðkemur málinu. Yfirlýsingin ópersónuleg Þórhildur segist í samtali við fréttastofu ósátt með yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni felist engin afsökun. Hún sé eins ópersónuleg og gerist, komandi frá almannatengslafyrirtæki en ekki félaginu sjálfu. Þórhildur segir að Guðmundur hafi hringt í Boga í morgun þar sem sá fyrrnefndi sagðist ekki hafa getað hringt fyrr. Guðmundur hafi beðið Boga afsökunar símleiðis og sagt hann hugrakkan að hafa stigið fram. Brim Sjávarútvegur Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að Þórhildur steig fram á Facebook á laugardag og lýsti því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi þurft að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Bogi sem var á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims þurfti síðan að taka annan slag við fyrirtækið til að fá túrinn greiddan þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. Þórhildur sagðist í viðtali við fréttastofu í gær vona að frásögnin valdi viðhorfsbreytingu í garð sjómanna sem þurfi ekki að harka öll áföll af sér. Á tíunda tímanum í gærkvöldi barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims þar sem segir að félaginu þyki miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafi þróast. Brim harmi að verkferlar félagsins hafi brugðist í málinu. Mikilvægt sé að félagið sýni starfsfólki og aðstandendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í tilviki Boga. Félagið muni endurskoða verkferla og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks en að öðru leyti muni Brim ekki tjá sig um máleni einstakra starfsmanna félagsins. Í fréttinni hér að neðan má lesa yfirlýsinguna. Hvergi kemur fram hvaða verkferlar brugðust, hver beri ábyrgð á þeim né hvernig þeir verði endurskoðaðir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hefur ekki svarað símtölum fréttastofu um helgina og nú í morgun hafnaði hann viðtali og sagði að í hans huga væri allt fram komið frá félaginu sem viðkemur málinu. Yfirlýsingin ópersónuleg Þórhildur segist í samtali við fréttastofu ósátt með yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni felist engin afsökun. Hún sé eins ópersónuleg og gerist, komandi frá almannatengslafyrirtæki en ekki félaginu sjálfu. Þórhildur segir að Guðmundur hafi hringt í Boga í morgun þar sem sá fyrrnefndi sagðist ekki hafa getað hringt fyrr. Guðmundur hafi beðið Boga afsökunar símleiðis og sagt hann hugrakkan að hafa stigið fram.
Brim Sjávarútvegur Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira