Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2022 10:43 Samkvæmt nýjustu ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem kynnt var í byrjun októbermánaðar verður leyfilegt að veiða allt 218 þúsund tonn af loðnu á komandi vertíð. Vísir/KMU Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að veiðiskip muni jafnframt taka þátt í verkefninu og aðstoða við að afmarka dreifingu loðnustofnsins sem flýti fyrir mælingunum rannsóknaskipanna. Samkvæmt nýjustu ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem kynnt var í byrjun októbermánaðar verður leyfilegt að veiða allt 218 þúsund tonn af loðnu á komandi vertíð. Þar af falla um 139 þúsund tonn í skaut íslenskra útgerða. „Þessar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og útgerða eru að frumkvæði og kostaðar af útgerðum uppsjávarveiðiskipa. Markmið leiðangra í desember er tvíþætt. Í fyrsta lagi að fá mynd af útbreiðslu veiðistofnsins sem nýtist bæði við skipulagningu á mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð stofnsins í janúar næstkomandi svo og skipulagningu flotans á veiðum næstu vikurnar. Í öðru lagi er vonast eftir því að marktæk mæling á stærð veiðistofnsins náist sem mögulega leiddi til endurskoðunar á veiðiráðgjöf fyrir komandi loðnuvertíð. Líkt og komið hefur fram var niðurstaða mælinga á stærð veiðistofns loðnu, sem fram fór í september síðastliðinn töluvert lægri en væntingar voru um, byggðar á niðurstöðum mælinga á ungloðnu haustið 2021. Með öðrum orðum, mælingarnar í fyrra bentu til þess að veiðistofninn á vertíðinni 2022/23 yrði mun stærri en haustmælingin í ár bendir til og ráðgjöf um aflamark byggir á. Þetta misræmi í niðurstöðum milli ára er ástæða þess að reynt verður að ná mælingu á stærð stofnsins á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að veiðiskip muni jafnframt taka þátt í verkefninu og aðstoða við að afmarka dreifingu loðnustofnsins sem flýti fyrir mælingunum rannsóknaskipanna. Samkvæmt nýjustu ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem kynnt var í byrjun októbermánaðar verður leyfilegt að veiða allt 218 þúsund tonn af loðnu á komandi vertíð. Þar af falla um 139 þúsund tonn í skaut íslenskra útgerða. „Þessar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og útgerða eru að frumkvæði og kostaðar af útgerðum uppsjávarveiðiskipa. Markmið leiðangra í desember er tvíþætt. Í fyrsta lagi að fá mynd af útbreiðslu veiðistofnsins sem nýtist bæði við skipulagningu á mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð stofnsins í janúar næstkomandi svo og skipulagningu flotans á veiðum næstu vikurnar. Í öðru lagi er vonast eftir því að marktæk mæling á stærð veiðistofnsins náist sem mögulega leiddi til endurskoðunar á veiðiráðgjöf fyrir komandi loðnuvertíð. Líkt og komið hefur fram var niðurstaða mælinga á stærð veiðistofns loðnu, sem fram fór í september síðastliðinn töluvert lægri en væntingar voru um, byggðar á niðurstöðum mælinga á ungloðnu haustið 2021. Með öðrum orðum, mælingarnar í fyrra bentu til þess að veiðistofninn á vertíðinni 2022/23 yrði mun stærri en haustmælingin í ár bendir til og ráðgjöf um aflamark byggir á. Þetta misræmi í niðurstöðum milli ára er ástæða þess að reynt verður að ná mælingu á stærð stofnsins á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49
Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59