Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 27-27 Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum stig með síðasta skoti leiksins í 27-27 jafntefli gegn Valsmönnum í Olís-deild karla í kvöld. Haukar fengu vítakast þegar leiktíminn rann út og þar steig Sigurbergur ískaldur á línuna. Handbolti 14. nóvember 2013 10:53
Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 29-24 | Enn tapar HK FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot. Handbolti 14. nóvember 2013 10:49
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Akureyri 23-22 | Dramatík í Safamýri Framarar unnu eins marks sigur á Akureyringum í áttundu umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Akureyringar heimtuðu vítakast í blálokin en fengu ekki. Handbolti 14. nóvember 2013 10:47
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32-26 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Val eru komnir á beinu brautina með þriðja sigur sinn í röð er þeir unnu ÍBV, 32-26, á heimavelli í 7. umferð Olís-deildarinnar í dag. Eyjamenn byrjuðu betur í leiknum en Valsmenn náðu fljótlega yfirhöndinni og héldu henni þar til leik lauk. Handbolti 9. nóvember 2013 13:00
Bjarki: Það má líka refsa dómurunum Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR-inga, var hundóánægður með frammistöðu dómaranna í tapleik sinna manna gegn Fram í Olísdeild karla í kvöld. Handbolti 7. nóvember 2013 22:36
Kannski fulllangt gengið hjá Gunnari Steini Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður franska liðsins Nantes, hefur ekki enn fengið tækifæri með landsliðinu þó svo hann hafi staðið sig vel með félagsliði sínu. Miðjumaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í sumar að hann ætti skilið að fá tækifæri. Handbolti 7. nóvember 2013 06:30
Rándýrt að skipta um útlending "Þetta hefur ekki gengið nægilega vel hjá okkur og það er margt sem við þurfum að skoða í okkar eigin leik,“ segir Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, en liðið er í næst neðsta sæti Olís-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir. Handbolti 6. nóvember 2013 06:00
Coca Cola-bikarinn í vetur - bæði Framliðin sitja hjá Engin lið í Olís-deild karla í handbolta lentu saman þegar dregið var í 32 liða úrslit bikarkeppni karla í dag en það var einnig dregið í 16 liða úrslitin í bikarkeppni kvenna. Handbolti 1. nóvember 2013 13:26
Elti kærustuna sína til Íslands Litháinn Giedrius Morkunas hefur verið í ham í marki Hauka í Olís-deild karla í handbolta vetur og öðrum fremur séð til þess að Hafnarfjarðarliðið saknar ekki landsliðsmarkvarðarins Arons Rafns Eðvarðssonar sem fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Handbolti 30. október 2013 08:00
Sagan á bak við derhúfurnar hjá ÍR-ingum Nokkrir leikmenn ÍR-inga hita upp með skemmtilegar derhúfur fyrir leiki. Handbolti 29. október 2013 06:00
Heimir skiptir aftur yfir í Akureyri 1. deildarlið Hamranna varð fyrir áfalli í dag er reynsluboltinn Heimir Örn Árnason ákvað að skipta aftur yfir í úrvalsdeildarlið Akureyrar. Handbolti 27. október 2013 12:03
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 30-25 | Eyjamenn á toppinn ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Handbolti 26. október 2013 00:01
Miðstöð Boltavaktarinnar | Olís-deild karla Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Olís-deild karla samtímis. Handbolti 24. október 2013 19:15
Haukarnir á toppinn eftir stórsigur fyrir norðan Haukar komust í efsta sæti Olísdeildar karla í handbolta í kvöld eftir átta marka sigur á Akureyri, 30-22, fyrir norðan í 6. umferð Olís-deildar karla í handbolta. ÍR og FH geta bæði náð toppsætinu af Haukum toppsætinu seinna í kvöld. Handbolti 24. október 2013 18:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - FH 24-23 | Baráttusigur hjá ÍR Hann var ekki burðugur handboltinn hjá ÍR og FH í kvöld. Baráttan þeim mun meiri og ÍR-ingar höfðu betur í miklum baráttuleik. Arnór Freyr fór á kostum í marki ÍR. Handbolti 24. október 2013 11:44
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 23-28 | Annar sigur Vals í röð Ólafur Stefánsson stýrði Valsmönnum til sigurs á útivelli í fyrsta sinn á tímabilinu. Valur hafði betur gegn botnliði HK í Digranesinu en Kópavogsliðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Handbolti 24. október 2013 11:38
Húsvörðurinn til vandræða | Myndir Skrautleg uppákoma varð á leik Hauka og ÍR í Olís-deildinni í gær. Þá varð eftirlitsdómari leiksins, Ólafur Örn Haraldsson, að gera hlé á leiknum til þess að róa húsvörðinn á Ásvöllum. Handbolti 18. október 2013 14:11
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Akureyri 26-21 | Frábær endasprettur bjargaði Val Ótrúlegur endasprettur tryggði Val 26-21 sigur á Akureyri í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimvelli Vals. Akureyri var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Handbolti 18. október 2013 12:38
Stefán Darri handarbrotnaði Hinn ungi og efnilegi leikmaður Fram, Stefán Darri Þórsson, varð fyrir því óláni að meiðast illa í tapleiknum gegn FH í gær. Handbolti 18. október 2013 11:04
Af hverju selur fólk Ólympíu-verðlaunin sín? Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Handbolti 17. október 2013 15:15
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 34-18 | Auðvelt í Kaplakrika Framarar lentu á múrvegg í heimsókn sinni í Kaplakrika í Olís deild karla í kvöld. Sóknarleikur Framara gekk illa frá fyrstu mínútu og völtuðu FH-ingar einfaldlega yfir þá í seinni hálfleik. Handbolti 17. október 2013 14:32
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR : 30-28| Haukar sigra í Háspennuleik Haukar unnu ÍR, 30-28, á heimavelli í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en Haukar skoruðu þrjú mörk í röð í stöðunni, 26-26, þegar um fimm mínútur voru eftir og kláruðu leikinn í kjölfarið. Handbolti 17. október 2013 14:29
Vilja að Guðmundur skili Ólympíugulli Það verður pressa á Guðmundi Guðmundssyni með danska landsliðið næstu árin. Hann þarf að fylgja í fótspor Ulrik Wilbek sem hefur náð frábærum árangri með liðið og Danir vilja meiri árangur. Handbolti 14. október 2013 14:32
Guðmundur: Ég er mjög stoltur í dag Guðmundur Þórður Guðmundsson var í dag kynntur sem arftaki Ulrik Wilbek með danska landsliðið í handbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska handknattleikssambandið. Handbolti 14. október 2013 13:42
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 23-24 | FH-ingar sóttu tvö stig út í Eyjar FH-ingar sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í dag en lokatölur urðu 23-24. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en úrslitin réðust á seinustu sekúndunum þegar að Sigurður Ágústsson fór inn af línunni og skoraði framhjá Hauki Jónssyni. Handbolti 13. október 2013 14:30
Leik ÍBV og FH frestað til morguns Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik ÍBV og FH í Olís deild karla vegna ófærðar frá Vestmannaeyjum en leikurinn átti að fara fram klukkan 15.00 í dag. Handbolti 12. október 2013 13:22
Óvissa með viðureign ÍBV og FH í Eyjum Ekki er víst að leikur ÍBV og FH í Olísdeild karla í handknattleik fari fram í dag. Ölduhæð í Landeyjarhöfn gerir það að verkum að búið er að fresta ferðum Herjólfs. Handbolti 12. október 2013 10:12
Kom lítið á óvart að fáir hefðu trú á okkur Framarar hafa farið virkilega vel af stað í Olís-deild karla í handknattleik en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er skipað ungum og efnilegum heimamönnum og fékk góðan liðsstyrk frá Danmörku en markvörður liðsins hefur slegið í gegn. Handbolti 11. október 2013 06:30
Þessir fara frítt á völlinn í kvöld Hægt var að vinna miða á tvo leiki í handboltanum og körfuboltanum í dag á Facebook-síðu íþróttadeildar. Nú er búið að draga út vinningshafa. Handbolti 10. október 2013 00:01