Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Ólafur Haukur Tómasson á Akureyri skrifar 13. nóvember 2014 11:44 vísir/stefán Akureyri vann þægilegan fimm marka sigur á HK í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, 23-18. Heimamenn náðu strax miklum tökum á leiknum og voru alltaf með nokkura marka forskot á gestina. Staðan var 6-4 Akureyringum I vil þegar að þeir sigldu hægt og örugglega fram úr HK-ingum og var staðan 13-5 í hálfleik. HK-ingar, sem skoruðu ekki mark frá 18.mínútu leiksins rufu loks múrinn á 33.mínútu. Þá áttu gestirnir fínan kafla og skoruðu jafn mörg mörk á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks og þeir gerðu í allan fyrri hálfleik. Akureyringar gáfu ögn eftir þegar leið á leikinn og HK-ingar náðu að vinna aðeins á forskot heimamanna. Þeir komust þó aldrei nálægt Akureyringum sem spiluðu frábæran varnarleik og Tomas Olason í marki Akureyrar fór hamförum og varði 23 skot og þar af tvö vítaskot. Brynjar Hólm Grétarsson og Kristján Orri Jóhannsson voru atkvæðamestir í liði Akureyringa með fimm mörk hvor en Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá HK með sjö mörk. Leikurinn endaði með þægilegum og sannfærandi fimm marka sigri Akureyringa sem líta mjög vel út undir stjórn Atla Hilmarssonar.Bjarki Sigurðsson: Við þurfum að fara í naflaskoðun! „Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var eins og ég var að vonast eftir. Við þurfum að fara í naflaskoðun með markaskorunina, við skoruðum bara fimm mörk í fyrri hálfleik og það var fínt að halda þeim bara í þrettán mörkum í fyrri hálfleik en að skora bara fimm er ekki boðlegt. Við vorum að taka erfið skot í fyrri hálfleik. Akureyringarnir voru kannski að gera það og þar af leiðandi fer markvörðurinn þeirra að verja einhver skot. Hann hlýtur að hafa verið með um tuttugu bolta varða. Ég vil meina að við getum spilað mikið betur og það sýndum við í seinni hálfleik. Við unnum seinni hálfleikinn að ég held með einu marki eða héldum jöfnu,” sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK eftir leikinn.Tomas Olason: Þetta skrifast á vörnina „Þetta er ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en samheldnin í liðinu og í stúkunni var frábær,” sagði Tomas Olason, markvörður Akureyringa. Tomas varði yfir tuttugu bolta í kvöld og var frábær í marki Akureyringa.Hann er hógvær og vill að vörnin fái hrósið fyrir frammistöðu hans í dag. „Þetta var bara frábær vörn. Það er ekki hægt að vera svona góður nema að hafa góða vörn , ég átti nokkur skipti en þetta skrifast á vörnina,” Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, virðist vera á leið til Akureyrar eftir áramót og tekur Tomas samkeppninni fagnandi en sendir skilaboð til Hreiðars að hann þurfi að standa sig til að fá markvarðarstöðuna af sér. „Hann verður bara að sýna sitt eins og ég geri. Ef hann kemur inn og gerir það þá er það bara frábært og verður að hafa það en þangað til þá verður hann bara að sýna sig,” sagði Tomas.Sverre Jakobsson: Allt skref í rétta átt „Við fáum tvö mikilvæg stig eins og heyrðist í lok leiksins. Aftur sigur á heimavelli og þetta er allt skref í rétta átt,” sagði Sverre Jakobsson, leikmaður Akureyrar eftir leikinn. „Við leggjum grunninn í fyrri hálfleik með því að vera 13-5 yfir en urðum smá værukærir þegar leið á leikinn. Þeir eru nokkrir hjá okkur sem hafa kannski þurft smá tíma til að koma sér inn og var bara spurning hvenær þeir færu að skila meira af sér fyrir liðið. Við sjáum til dæmis Brynjar Hólm, það er mjög jákvætt að sjá hvernig hann kemur inn í liðið. Sýnir sín gæði og er graður á bolta, það er ákveðið verkefni í kringum hann og jákvætt að sjá hann standa sig. Allir komu inn, héldu sínum gæðum og stóðu sig vel en við getum gert mikið betur,” sagði Sverre sem var ánægður með frammistöðu sinna manna en taldi þá hafa getað gert meira. „Við hefðum getað sett fleiri í viðbót. Við fengum færin en vorum að skjóta í óðagoti, klúðra svolítið og héldum ekki rónni. Við vildum hafa klárað þetta með stærri sigri miðað við hvernig leikurinn spilaðist en við höfum verið að lenda í erfiðri viku hvað meiðsli varðar svo það var mikil rótering á okkur,” bætti Sverre við. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Akureyri vann þægilegan fimm marka sigur á HK í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, 23-18. Heimamenn náðu strax miklum tökum á leiknum og voru alltaf með nokkura marka forskot á gestina. Staðan var 6-4 Akureyringum I vil þegar að þeir sigldu hægt og örugglega fram úr HK-ingum og var staðan 13-5 í hálfleik. HK-ingar, sem skoruðu ekki mark frá 18.mínútu leiksins rufu loks múrinn á 33.mínútu. Þá áttu gestirnir fínan kafla og skoruðu jafn mörg mörk á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks og þeir gerðu í allan fyrri hálfleik. Akureyringar gáfu ögn eftir þegar leið á leikinn og HK-ingar náðu að vinna aðeins á forskot heimamanna. Þeir komust þó aldrei nálægt Akureyringum sem spiluðu frábæran varnarleik og Tomas Olason í marki Akureyrar fór hamförum og varði 23 skot og þar af tvö vítaskot. Brynjar Hólm Grétarsson og Kristján Orri Jóhannsson voru atkvæðamestir í liði Akureyringa með fimm mörk hvor en Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá HK með sjö mörk. Leikurinn endaði með þægilegum og sannfærandi fimm marka sigri Akureyringa sem líta mjög vel út undir stjórn Atla Hilmarssonar.Bjarki Sigurðsson: Við þurfum að fara í naflaskoðun! „Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var eins og ég var að vonast eftir. Við þurfum að fara í naflaskoðun með markaskorunina, við skoruðum bara fimm mörk í fyrri hálfleik og það var fínt að halda þeim bara í þrettán mörkum í fyrri hálfleik en að skora bara fimm er ekki boðlegt. Við vorum að taka erfið skot í fyrri hálfleik. Akureyringarnir voru kannski að gera það og þar af leiðandi fer markvörðurinn þeirra að verja einhver skot. Hann hlýtur að hafa verið með um tuttugu bolta varða. Ég vil meina að við getum spilað mikið betur og það sýndum við í seinni hálfleik. Við unnum seinni hálfleikinn að ég held með einu marki eða héldum jöfnu,” sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK eftir leikinn.Tomas Olason: Þetta skrifast á vörnina „Þetta er ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en samheldnin í liðinu og í stúkunni var frábær,” sagði Tomas Olason, markvörður Akureyringa. Tomas varði yfir tuttugu bolta í kvöld og var frábær í marki Akureyringa.Hann er hógvær og vill að vörnin fái hrósið fyrir frammistöðu hans í dag. „Þetta var bara frábær vörn. Það er ekki hægt að vera svona góður nema að hafa góða vörn , ég átti nokkur skipti en þetta skrifast á vörnina,” Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, virðist vera á leið til Akureyrar eftir áramót og tekur Tomas samkeppninni fagnandi en sendir skilaboð til Hreiðars að hann þurfi að standa sig til að fá markvarðarstöðuna af sér. „Hann verður bara að sýna sitt eins og ég geri. Ef hann kemur inn og gerir það þá er það bara frábært og verður að hafa það en þangað til þá verður hann bara að sýna sig,” sagði Tomas.Sverre Jakobsson: Allt skref í rétta átt „Við fáum tvö mikilvæg stig eins og heyrðist í lok leiksins. Aftur sigur á heimavelli og þetta er allt skref í rétta átt,” sagði Sverre Jakobsson, leikmaður Akureyrar eftir leikinn. „Við leggjum grunninn í fyrri hálfleik með því að vera 13-5 yfir en urðum smá værukærir þegar leið á leikinn. Þeir eru nokkrir hjá okkur sem hafa kannski þurft smá tíma til að koma sér inn og var bara spurning hvenær þeir færu að skila meira af sér fyrir liðið. Við sjáum til dæmis Brynjar Hólm, það er mjög jákvætt að sjá hvernig hann kemur inn í liðið. Sýnir sín gæði og er graður á bolta, það er ákveðið verkefni í kringum hann og jákvætt að sjá hann standa sig. Allir komu inn, héldu sínum gæðum og stóðu sig vel en við getum gert mikið betur,” sagði Sverre sem var ánægður með frammistöðu sinna manna en taldi þá hafa getað gert meira. „Við hefðum getað sett fleiri í viðbót. Við fengum færin en vorum að skjóta í óðagoti, klúðra svolítið og héldum ekki rónni. Við vildum hafa klárað þetta með stærri sigri miðað við hvernig leikurinn spilaðist en við höfum verið að lenda í erfiðri viku hvað meiðsli varðar svo það var mikil rótering á okkur,” bætti Sverre við.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti